Vikan - 23.01.1992, Blaðsíða 39
skólanum en mig langaði ekk-
ert því á þessum aldri vill mað-
ur verða eitthvað sem maður
er alls ekki í raun.“ Ásta fór þó
í gegnum myndlistarnám hér
heima og lét ekki þar við sitja
heldur stundaði framhaldsnám
í Englandi eftir aö hafa reynt
árangurslaust við leiklistar-
skóla þar í landi. Þrátt fyrir það
segist hún alltaf hafa verið að
bíða eftir að komast út úr
þessu, alltaf verið að berjast á
móti því þetta hafi verið eitt-
hvað sem aðra langaði til að
hún yrði, ekki hana sjálfa.
▲ Mynd-
listin er
hennar
klaustur.
Hún segist
vera nunna
í gallabux-
um. Hér
snýr hún
baki við
myndinni
„Samför-
um“.
ÆTLAÐI f SJÓINN
„Þegar ég var búin að læra
henti ég þessu öllu frá mér og
ákvað að nú væri þessum
stærstu mistökum f lífi mínu
lokiö." En dramatíkinni var
ekki lokið fyrir Ástu. Hún
ákvað að fara í sjóinn og setja
þannig punktinn aftan við mis-
tökin og það að hafa ekki feng-
ið að gera það sem hún vildi.
Hin ólukkulega myndlistar-
kona, sem ekki vildi iðka list
sína, pantaði sér far með einu
skipa Hafskipa hf. Hún ætlaði
að láta svo virðast sem um
slys hefði verið að ræða. Allt
skipulagt, pottþétt, ekkert átti
að geta klikkað. En nú situr
hún á veitingastað I Reykja-
vík, Ijóslifandi og getur ekki
annað en brosað að þessu
mörgum árum seinna, því sem
hún leit alltaf á sem óréttlæti,
því sem nú er hennar gæfa.
Hætt að streitast á móti. Hætt
að berjast. „Þarna opnaðist
mér heimur sem ég hef alla tíð
verið leitandi í síðan ég byrjaði
að mála hafið. Tilgangurinn
var fundinn, sá tilgangur sem
ég hafði aldrei fundið í skólan-
um.“
Leitin að tilganginum er lituð
af einkennilegu atviki á hafinu,
atviki sem fór með ætlan
hennar út um þúfur. Þarna
stóð hún úti á dekki, búin að
pæla allt út, í brjáluðu veðri að
mála hafið. „Einn daginn var
ég úti að mála í vitlausu veðri,
skipið valt mikið og skipverj-
arnir, sem vissu af mér þarna,
komu út til mín og bundu mig
fasta með kaðli. Þannig gat ég
ekki komið vilja mínum fram
þann daginn, það hefði þótt
grunsamlegt og ég vildi ekki
gera foreldrum mínum það til
miska að þau vissu að ég
hefði svipt mig lífi. Einhvern
veginn æxluðust atvik síðan
svo að ég byrjaði að mála fyrir
alvöru." Þarna kviknaði mynd-
listarljósið í huga Ástu, Ijós
sem síðan hefur logað, Ijós
sem ekki deyr í bráð.
SYSTIR JESÚ
Hún segist alltaf hafa verið full
ímyndunar og hugarflugs.
Einn daginn sá hún sjálfa sig
sem dóttur Guðs, systur Jesú
Krists. „Það er einhvern veg-
inn svo að þegar maður á um
sárt að binda leitar maður á
náðir Guðs." Þetta var á þeim
tíma sem hún hugðist enda líf
sitt, meðal annars til þess að
finna út hvort Guð væri til í
raun. „Ég hugsaði með mérað
ég færi í sjóinn og þá yrði ég ef
til vill hafmey því mig langaði
það, það var minn draumur,"
segir Ásta og útskýrir það með
því að hún hafi alltaf litið á
ævintýri sem raunverulega at-
burði. „Eða þá að ef það væri
rétt að ég væri dóttir Guðs þá
gæti ég gengið á hafinu heim.
Þá væri það satt og enginn
gæti sagt neitt við mig.
Svo í þriðja lagi var sá
möguleiki að ég myndi sökkva
eins og steinn og deyja bara.“
Fjórði kosturinn fyrir Ástu var
síðan að halda áfram að lifa
því sem hún segir „þessu
leiðinlega lífi“. Hún vildi ekki
gera foreldrum sínum þetta
því hún segir að þau hefðu
aldrei skilið það. Þannig fór
hún alla leið til Englands með
skipinu. í enskri höfn kom í
Ijós að Hafskip var gjaldþrota.
Myndlistarkonan hafði feng-
ið köllun sína eða hvað sem á
að kalla það og hún hélt til ís-
lands með myndirnar af haf-
inu, sýndi þær við vígslu Hótel
Selfoss og þar leit hún mynd-
irnar allt öðrum augum, trúði
varla sjálf að hún hefði málað
þær. „Mér fannst þær ótrúlega
fallegar og tímdi varla að selja
þær þannig að ég verðlagði
þær upp úr öllu valdi. Þrátt fyrir
það vildi maður einn kaupa
þær allar á eitt hundrað þús-
und krónur, stykkið. Hann
greiddi þá fyrstu út í hönd og
fór með hana en einum eða
tveimur mánuðum síðar var
hann dáinn," segir Ásta sem
lengi vel átti erfitt með að tala
um þessa röð tilviljana; mis-
heppnað sjálfsmorð, köllun,
fyrstu málverkin, gjaldþrot
skipafélags sem bauð henni
með sér til að mála hafið og lát
fyrsta viðskiptavinarins sem
Frh. á bls. 44
2. TBL. 1992 VIKAN 39