Vikan


Vikan - 23.01.1992, Blaðsíða 29

Vikan - 23.01.1992, Blaðsíða 29
fjögur eldri systkini sem öll hafa verið skiptinemar. Bróðir minn var skiptinemi I Panama og þar kynntist hann nokkrum íslendingum. Hann spurði mig af hverju ég færi ekki til ís- lands og mér leist strax vel á þá hugmynd. Ég byrjaði síðan fljótlega í Menntaskólanum í Kópavogi. Það var mjög erfitt að byrja í skólanum og alls ekki skemmtilegt. Fyrsti tíminn, sem ég fór í, var enskutími. Ég opnaði stofuna og fór inn. Tíminn var þá hálfnaður og krakkarnir sátu öll í sætunum sínum og horfðu á mig. Kenn- arinn kynnti mig og ég sagði „Hæ“ en enginn heilsaði mér á móti. Það var enginn sem talaði við mig til að byrja með en eftir nokkra daga lagaðist þaö. f Menntaskólanum í Kópa- vogi er áfangakerfi en ég stundaði þó ekki nám á ein- hverri ákveðinni braut heldur fékk að velja þau fög sem mig langaði til að læra. Mér finnst fjölbrautakerfið frekar leiðin- legt og hefði frekar kosið að vera í skóla með bekkjakerfi. Það hvarflaði samt aldrei að mér að skipta um skóla því að þá þætti mér eins og ég hefði gefist upp í MK og það vildi ég ekki. Ég læri ekki mikið fyrir skól- ann enda gekk mér ekki nógu vel í prófunum. Skólinn hér á íslandi skiptir mig heldur ekki svo miklu máli því að ég kom hingað til að kynnast íslandi en ekki til að læra stærðfræði eða líffræði eða eitthvaö því um líkt." Tim segir MK vera gjörólík- an skólanum sem hann var í í Ástralíu. Skólakerfið í Ástralíu er mjög ólíkt því íslenska. Krakkar taka stúdentspróf sautján ára eftir aö hafa lokið svonefndum „high school“. Skólinn, sem ég var í í Ástralíu, er einkaskóli og er um fimmtíu kílómetra frá heimili mínu í Brisbane. Skól- inn er aðeins ætlaður fyrir drengi og þar gilda ákveðnar reglur um klæðaburð. Skóla- búningurinn samanstendur af hvítri skyrtu og bindi, jakka, svörtum buxum og svörtum leðurskóm. Ástralskir krakkar eru lengra komnir í stærðfræði og öðrum raungreinum en íslenskir krakkar. Aftur á móti búa Is- lendingar yfir miklu betri tungu- málakunnáttu en Ástralir sem margir hverjir tala bara ensku. Aginn í áströlskum skólum er miklu meiri en í íslenskum og krakkar bera mikla virðingu fyrir foreldrum sínum og kenn- urum. í raun finnst mér aginn í skólunum aðeins vera af hinu góða og krakkarnir læra meira. Ég undrast oft hvað ís- lendingar geta verið ókurteisir og sérstaklega finnst mér borðsiðir þeirra bera vott um ókurteisi. Ef ástralskur krakki talaði með fullan munninn eða stæði upp frá borði að máltíð ólokinni yrði hann húðskamm- aður. Skólinn minn í Ástralíu er heimavistarskóli og því þekkt- ust allir nemendurnir mjög vel og félagslífið var alveg frábært. Ég fór sjaldan heim um helgar þó að skólinn væri ekki langt frá heimili mínu. Helgarnar fóru að mestu í að keppa í íþróttum en ég var bæði í skólaliðinu í rugby og róðri. Ég fór í fyrsta skipti á skíði hér á íslandi og skemmti mér mjög vel. Ég ætla að reyna að fara eitthvað á skíði í Ástralíu en aðstæðurnar þar eru ekki mjög góðar. I Ástralíu eru í raun bara tveir almennilegir skíðastaðir og sá stærri heitir reyndar „Blue Mountains" eða Bláfjöll. Síðastliðið sumar vann ég hjá Rafmagnsveitu Reykjavík- ur og síðan prófaði ég að fara á sjóinn. Það var alveg ágætt. Ég var að vísu mjög sjóveikur til að byrja með og því var gert mikið grín að mér. í jólafríinu ákvað ég samt aö halda mig á þurru landi og seldi lands- mönnum jólatré í stað þess að veiða fisk." Tim dvaldi í hálfan mánuð á sveitabæ hér á íslandi. Hann segir íslenskt bændalíf vera gjörólíkt þvf sem gerist í Ástralíu, til dæmis þurfi aldrei að fóðra kindurnar sérstaklega í Ástralíu nema miklir þurrkar hafi verið og þvi sóu þær hafð- ar úti allt árið. Því er mun auð- veldara að stunda kvikfjárrækt í Ástralíu en á Islandi og er því þannig farið að kindur, sem Ástralir kalla reyndar „jum- buck“, eru um tíu sinnum fleiri en mannfólkið. Tim er búinn að ferðast mik- ið um Island með fjölskyldun- um sem hann hefur dvalið hjá. Hann segist þó enn eiga eftir að ferðast um hálendið en það verði að bíða betri tíma. Hann er ákveðinn í að koma til Is- lands aftur en þvertekur fyrir að hann vilji búa hér. „Þrátt fyrir að Reykjavik sé mjög lítill bær er alveg ótrú- lega margt að gerast hér. Þess vegna get ég ekki sagt að Reykjavík sé smábær en hún er samt of lítil fyrir mig. Það er miklu skemmtilegra að fara út að skemmta sér í Reykjavík heldur en í Brisbane. Hér hittir maður alltaf einhverja sem maður þekkir en í Brisbane, sem hefur rúmlega milljón íbúa, hittir maður sjaldan þá sem mann langar að hitta á skemmtistöðunum. Ástralir drekka lítið af sterk- um drykkjum. Þeir drekka hins vegar miklu meira af bjór en íslendingar og þá alltaf ískald- an bjór. í Ástralíu fer fólk venjulega á krár um hálfníu- leytið og þaðan á nætur- klúbba. Flestir eru komnir heim til sín klukkan tvö eftir miðnætti. Ástralir fara miklu fyrr að sofa en íslendingar og það stafar líklega af því hversu erfitt getur verið að sofa út á morgnana því að hit- inn er svo mikill. Það telst frek- ar seint að fara á fætur um áttaleytið." Tim segir að það sé erfitt að kynnast íslendingum. Sjálfur er hann mjög opinn og þægi- legt að tala við hann. „Það eru margir sem vilja ekki kynnast mér vegna þess að ég er skiptinemi. Þeir vita að ég fer bráðum aftur til Ástralíu og finnst því ekki taka því að kynnast mér. Ég hef því stund- um brugðið á það ráð að segj- ast vera að vinna hér á íslandi og þá vill fólk frekar tala við mig.“ Síðastliðið haust fór Tim til Danmerkur til að hitta aðra Rotary-skiptinema sem dvöld- ust í Evrópu. „Þetta var alveg frábær tími. Það er eitthvað sérstakt við alla skiptinema. Þeir eru allir langt að heiman og eru að reyna að aðlagast nýjum aðstæðum og kynnast nýju fólki. Allir skiptinemar eiga því eitthvað sameiginlegt og því var eins og við hefðum alltaf þekkst þegar við hittumst í fyrsta skipti í Danroörku. Síð- an fór ég í bakpokaferðalag um Evrópu með nokkrum öðr- um skiptinemum. Við ferðuð- umst með rútum og lestum og reyndum að sjá sem mest. Ég kann miklu betur við Evrópu en Bandaríkin og er jafnvel að hugsa um að vera eitt ár í Þýskalandi til að læra góða þýsku. Mig langar mikið til að vinna við sendiráð í framtíð- inni og þess vegna legg ég mikið upp úr því að læra er- lend tungumál. Það er líka mjög gaman að ferðast um Ástralíu," segir hann og fer að tala eins og út- sendari ástralskrar ferðaskrif- stofu. „Það er margt að sjá í Ástralíu. Landið er svo stórt og fjölbreytilegt. Það er mjög skemmtilegt og ódýrt að ferð- ast um landið I lestum og fullt af góðum farfuglaheimilum sem hægt er að gista á. Sá sem kemur í lítið þorp, þar sem er ekkert farfuglaheimili, getur bara farið inn á næstu krá og beðið um gistingu. Hon- um yrði þá vísað á herbergi uppi á lofti. Þegar gesturinn væri búinn að koma sér fyrir gæti hann sest á barinn, feng- ið sér bjór og tekið þátt í sam- ræðum bænda um kindur og búskap. Þetta er ekki alveg eins og í Krókódíla-Dundee en samt ekki svo ólíkt." Tim er greinilega mjög hrif- inn af landinu sínu en fær hann aldrei heimþrá? „Nei, ég hef ekki fengið mikla heimþrá. Ég hringi heim einu sinni í mánuði og skrifa fullt af bréfum þannig að ég er í stöðugu sambandi við ætt- ingja og vini [ Ástralíu. Ég viðurkenni þó að einu sinni fékk ég mikla heimþrá. Það var eftir að ég hafði legið á spítala í nokkra daga eftir botnlangauppskurð. Þá lá ég bara í rúminu og gerði ekki neitt og þá langaði mig mikið til að vera kominn heim til Bris- bane." □ A „Égfór i fyrsta skípti á skíði hér á íslandi og skemmti mér mjög vel. Ég ætla að reyna að fara eitthvað á skíði i Ástraliu en aðstæðurn- ar þar eru ekki mjög góðar.“ 2. TBL. 1992 VIKAN 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.