Vikan


Vikan - 23.01.1992, Blaðsíða 44

Vikan - 23.01.1992, Blaðsíða 44
JÓNA RÚNA KVARAN Frh. af bls. 41 huggulegheitum aö vaxa og jafnvel blómstra, án þess að viö beinllnis leitum hjálpar geö- læknis, einmitt á þessu sérstaka tímabili skipt- anna frá miðjum aldri aö líklegri elli. Hætt er við aö mörg ágætis hjónaböndin hafi splundrast einungis vegna þess aö annar aðil- inn gat ekki sætt sig viö að veröa miðaldra og tók sér í örvæntingu sinni tíma í aö þróa sig aftur á bak til fimmtán ára aldursins í von um að geta afsannað aldur sinn og þá annmarka sem honum geta fylgt. Á þessum tilþrifamiklu árum getur veriö vandlifað og kannski er ekki alltaf nákvæmlega rétt aö fariö siöferöislega. ÁSTARLÍF ÁLFTA Ef viö aftur á móti íhugum ástarlíf fugla eins og til dæmis álftarinnar þá er þróunin þar allt önnur. Meðan tilhugalíf álfta stendur sem hæst er hnakkrifist og jafnvel slæst pariö upp á líf og dauða. Þegar svo þessu margslungna og átakamikla tilhugalífi lýkur hjá álftunum fellur allt í Ijúfa löð. Þessar elskur hreinlega sjá í bókstaflegum skilningi þess orös ekki ævina út neitt nema hvor annarrar nef og njóta vel og mikið. Vissulega gætum viö mennirnir tekið þetta skynsamlega ferli til eftirbreytni og bitist ögn framan af til aö Ijúka flestum leiöindum af í byrjun og geta svo virkilega elskaö hvort ann- aö svo um munar meir og meir meö hverju því ári sem guð gefur okkur saman. Logi ástar- eldsins kulnar þá ekki heldur teygir sig hlýr og fasmikill um líf okkar og tilveru þannig að við virkilega finnum hvaö það er yndislegt aö vera ástfangin, alveg sama á hvaöa aldri viö erum. DÓNAR OG VINNULÚNAR HENDUR Sagan segir aö á efri fulloröinsárum komi yfir okkur óstjórnleg ástarævintýraþrá og hvergi dafni ástin og unaður hennar eins og á elli- heimilum landsins. í matar- og kaffitímum hafa þykkar, vinnulúnar hendur sést teygja sig var- færnislega undir borö og strjúka létt læri og hné kærustunnar sem á móti brosir feimnis- lega. Eins er mikið pískraö á göngunum ef ein- hverjir eru að skjóta sér saman og vilja jafnvel ekki viö þaö kannast á almannafæri. Hvísling- ar geta verið í þessa áttina: Hann er bara alltaf að læöast inn til hennar. Ég skil ekkert í mann- eskjunni að líta við þessum dóna því hann er heimavanur á öllum hæðum. Eins getur heyrst þetta: Hvað er að manninum? Sér hann ekki aö manneskjan er algjörlega brjósta- og mittis- BROTSJOR MYNDLISTAR Frh. af bls. 39 heillaðist svo af myndunum aö hann ákvaö að gjalda þær all- ar háu verði. í kjölfar alls þessa segist hún hafa hugsað meö sér: „Guð minn góöur, er ég norn?“ LIST Á KOSTNAÐ ÁSTAR Líkt og hún hafi hlotið eigin- leika skírnarnafns síns í vöggugjöf skipar ástin vegleg- an sess í hugskoti hennar sem sjá má f ýmsum myndum hennar. Hún segist reyndar lít- iö gefa öðrum beint af ást sinni, þaö sé eins og hún iöki listina á kostnaö ástarinnar. „Ég hef einsett mér aö gera vel og ég á ríkt innra líf í tengslum við listina. Þannig hef ég efni á að neita mér um ástina," segir Ásta og á þar viö hina veraldlegu ást, ástir milli manns og konu. Hún segist reyndar oft vera aö reyna aö veröa ástfangin en tekur fram að ekkert sé svo sætt aö það sé sætt í gegn á nokkurn hátt. Reyndar á einn maöur hug hennar þessa dagana en líkt og myndlistin hefur þróast í tímans rás gefur Ásta því samþandi langan tíma, hún vill ekki flasa aö neinu og hefur litla trú á hringum og gifting- um. Það er ef til vill táknrænt fyrir allt þetta ástartal að nú kemur þjónninn með smokk- fiskinn. „Gjörið þiö svo vel.“ Ef til vill má þvf segja að hið líkamlega samræði, sem hún segist neita sér um, rætist í myndum hennar og hún bend- ir á eitt þeirra olíumálverka sem uppi hangir í Torfunni og segir: „Þessi heitir til dæmis Samfarir." Og hún bætir við aö listin sé eiginlega hennar klaustur, hún sé eins konar nunna í gallabuxum. í framhaldi af tali um ástina talar hún um hiö veraldlega líf íslendinga þar sem allir séu svo uppteknir af veraldlegum hlutum, tölum og upphæðum en andinn sé einskis metinn. „Þaö er til dæmis lítill sjarmi yfir skemmtistööum því fólk getur verið meö hverjum sem er. Það sem öllu máli skiptir eru peningarnir. Tími og pen- ingar viröast kosta flesta hina raunverulegu ást.“ Ásta segir listina og ástina líkar í eöli sínu og hún lítur ekki á mynd- listina sem vinnu, þannig séö, þó hún kosti bæði tíma og peninga. Andinn í verkunum sé það sem skilur efniö frá. „Listamaðurinn er sífellt aö koma því ónáanlega í form.“ EKKERT YFIR- NÁTTÚRLEGT „Ég mála myndir oft án þess aö vita í rauninni hvað ég er aö gera. Þetta er eins og að vera búin aö drekka mikið vín og finnast maöur þurfa að kasta upp. Þannig koma flest- ar þestu myndirnar. Það er ekkert dularfullt við þetta, ekk- ert yfirnáttúrlegt og mér líður ótrúlega vel þegar ég er að mála. Ég vildi ekki þurfa aö leggja listina undir í skiptum fyrir eitthvað annað, ekki aö fyrra bragöi aö minnsta kosti. Reyndar hélt ég alltaf að listin væri bara blekking en í raun- inni brjótast í myndum mínum fram þeir draumar sem ekki hafa ræst og svo lengi sem draumar eru raunverulegir er listin það einnig. Þetta skýrist kannski þegar maöur eldist," segir Ásta, hikar og bætir viö, „eða kannski ekki. En ég heföi sjálfsagt oröiö geöveik hefði ég ekki haft listina til aö koma hugmyndafluginu frá mér.“ SJÁLFSLEIT í LiSTINNI Um tilgang listarinnar segir hún að listamaður sé sá sem segir manni þaö sem maður vissi fyrir. Hún segist ekki hafa trú á þeim hugmyndum sem ekki geymast í hugskoti henn- ar nema skamma stund. „Ef þær gera það ekki eru þær yfirleitt ekki þess virði aö fram- kvæma þær. Ég get verið hrif- in af þúsund manns en elskað aðeins einn. Þannig er þaö einnig meö listina og töluverð- ur tími fer í að flokka rusliö frá. Listamaðurinn er kjarni mynda sinna og með hverju verki, sem viö bætist, er hann að bæta viö einhverja ákveðna sögu. Þannig er þetta mín sjálfsleit sem fram fer í gegn- um myndlistina," segir Ásta Eyvindardóttir um listina, líf- línu sína sem nú heldur henni jafntryggilega og kaðallinn foröum, öruggri í öldugangi til- finninga. □ laus? Voðalega hefur honum fariö aftur. í ellinni er dásamlegt að verða ástfanginn því viö erum þá flest búin að skila þjóðfélaginu sínu, auk þess að hafa stutt blessuð börnin og jafnvel barnabörnin Ifka, fyrir utan kannski all- an skarann sem við gaukuðum einu og öðru að um dagana. Trúlofanir og giftingar eru mun tíðari í ellinni en við kannski ætlum og kannski furðu litlar líkur á nokkrum alvarlegum mistök- um í vali á lífsförunaut vegna þess að við erum ekki eins eigingjörn í ástinni og á árum áður. Kannski leggja aldraðir meira upp úr kær- leikanum og tillitssemi en við sem yngri erum og óþroskaðari. Þess vegna kunna þeir að elska svo um munar og eftir er tekið. ATHUGUM UNDIR SPARIFÖTIN Og að lokum þetta. Ástin er nauðsynleg og á að vera kveikja að öllu því besta sem í okkur býr, fyrir utan það hvaö hún er okkur öllum holl. Til þess að hún fái það líf í hug okkar og hjarta sem henni sæmir er nauðsynlegt að við sýnum henni virðingu. Það er alls ekki rétt að kveikja hjá öðrum væntingar sem við ætlum ekki að rækta og fylgja eftir. Við sköpum þá annarri sál miklar þjáningar og sorgir og vissulega er það óafsakanlegt og verður að teljast grimmdar- legt. Ef við vilju sjálf njóta ástar ættum við að flýta okkur hægt á hálum vegi ástarinn- ar. Þegar við erum á valdi tilfinninga okkar erum við hrekklaus og væntingar okkar ekki alltaf rökrænar og þaðan af síður ýkja skynsamlegar ef betur er að gáð. Því er hyggi- legt að gefa sér góðan tíma og reyna eftir föngum að kfkja undir spariföt viðkomandi. Það eru mikil forréttindi að fá að elska og vera elskaður á réttan og einlægan hátt og full ástæða til að gera sig líklegan til þess arna. Hitt er svo annað mál að ef okkur skortir áþreif- anlega skilning á okkar innra manni og dýpstu þrám er hætt við að við verðum vanhæfari en ella til að veita og þiggja ást. Þess vegna er mikill styrkur fyrir ástina að við eflum okkar andlega líf eftir föngum og séum jafnframt minnug þess að ástin á að göfga okkur en ekki öfugt, elskurnar. Hún á að gera okkur færari til að taka sigrum sem ósigrum lífsins, auk þess að efla allt það sem teljast verður styrkur fyrir manngildi okkar og framtíð í þessum annars ágæta en hverfula heimi. Með vinsemd, Jóna Rúna. LAUSN SÍÐUSTU GÁTU + + + + + + + + + + F + + + + + s + + + + + + + + + B 3 R N + A + T + + + + + + + + + + E N + A L A 5 A + V A L E G U R + E L G U R Ö R K K V E R + N ó N + s I G U R + G + A A f n* V f G A N G + K I L T + G R U N H R A G I + A L T + N E N N A + T + K A K A N E + Ö o U G G + I + G U L + R U Ð N I N G + T U + A Ð K 0 M A fcj L R I + N Ó G + A R N L J Ó T + M + E + + R U T + E N + A L A S T A TD E I N L Æ G + S + V É L A + A + + 1 + K A U Ð I + T R E G A + Ó N Ó G + L I p R U + o R f L + s E G G + L D + r> A K r> I + 0 S T + T* I N A s J A + b L + + f E K L U + u M + S T A L + A M A s 0 N + A f s N A n + R A K + R + L 1 K N A + L A G + Á V A N A S N Ú I N + I Ð R U N A R + ö N D R P A R R U K + A U M A + + E L D I f | + N A + M E T + K A + S V I 1- + s s A N N A + N Æ T U S <T> A D f Æ V A 1 + A + G A T f R + f K ó p + A T E L + + i + H A M A K I f p E T A L T M A D v A R + F K A L E I rp T + L N ; "T TT L U F J X j? M A G ui + A L j N 44 VIKAN 2. TBL. 1992
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.