Vikan


Vikan - 23.01.1992, Blaðsíða 62

Vikan - 23.01.1992, Blaðsíða 62
ÍSLENSK HÖNNUN Námiö við Margrétarskól- ann byggist aðallega á verk- efnavinnu. Þá er flíkin hönnuð, teiknuð upp, snið eru unnin, og að lokum er valið efni og flíkin fullgerð. Nemendur læra fyrst teikningu og sníðagerð áður en farið er út í sérhæfðari hluti. Áherslan á sníðagerðina er mjög mikil. Einnig fá þeir nokkra útlistun á efnafræðum. Margrét valdi einnig hattagerð og silkimálun sem valgreinar. Hún lauk tveggja ára námi nú í vor og var 3. hæst af 23 nem- endum við útskrift. Lokaverk- efnið skiptist í tvo hluta; annars vegar að hanna línu, collect- ion, sem sýnd var á umfangs- mikilli tískusýningu í lok skóla- ársins og hins vegar að skila ritgerð um sögu tískunnar. Rit- gerð Margrétar fékk hæstu mögulegu einkunn og hafði ekki sést önnur eins vinna á ritgerð við skólann í 40 ár. Er aldrei að vita nema ritgerðin verði gefin út á prenti í fram- tíðinni. Margrétarskólinn hélt upp á 60 ára starfsafmæli sitt nú í vor og var lokasýningin því umfangsmeiri en vanalega. Þar var fjöldinn allur af þekktu fólki, kóngafólk, frægir hönnuðir o.fl. í nánustu framtíð stendur til að efla samvinnu á milli skóla í Danmörku og í Evrópu og ef til vill verða haldnar sameiginlegar tísku- sýningar. Á það fyrirkomulag örugglega eftir að veröa til góðs. Eftir útskriftina hefur Mar- grét búið í Kaupmannahöfn og kom hún heim til íslands í byrj- un desember til þess að sýna íslendingum hönnun sína. Þann 5. desember hélt hún viðamikla tískusýningu í Naustkjallaranum og sýndi þar 36 dress sem flest eru unnin á haustmánuðum. Hönnun hennar vakti mikla athygli og var hún hvött til þess að selja fatnað sinn hér á landi sem hún nú gerir í versluninni Plexiglas í Borgarkringlunni. Margrét skrapp aftur til Kaup- mannahafnar nú í byrjun janúar en er væntanleg alkom- in heim í vor. Fatnaður hennar verður áfram fáanlegur í Plexi- glas og kemur hún til með að senda eitthvað nýtt í hverri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.