Vikan


Vikan - 23.01.1992, Page 62

Vikan - 23.01.1992, Page 62
ÍSLENSK HÖNNUN Námiö við Margrétarskól- ann byggist aðallega á verk- efnavinnu. Þá er flíkin hönnuð, teiknuð upp, snið eru unnin, og að lokum er valið efni og flíkin fullgerð. Nemendur læra fyrst teikningu og sníðagerð áður en farið er út í sérhæfðari hluti. Áherslan á sníðagerðina er mjög mikil. Einnig fá þeir nokkra útlistun á efnafræðum. Margrét valdi einnig hattagerð og silkimálun sem valgreinar. Hún lauk tveggja ára námi nú í vor og var 3. hæst af 23 nem- endum við útskrift. Lokaverk- efnið skiptist í tvo hluta; annars vegar að hanna línu, collect- ion, sem sýnd var á umfangs- mikilli tískusýningu í lok skóla- ársins og hins vegar að skila ritgerð um sögu tískunnar. Rit- gerð Margrétar fékk hæstu mögulegu einkunn og hafði ekki sést önnur eins vinna á ritgerð við skólann í 40 ár. Er aldrei að vita nema ritgerðin verði gefin út á prenti í fram- tíðinni. Margrétarskólinn hélt upp á 60 ára starfsafmæli sitt nú í vor og var lokasýningin því umfangsmeiri en vanalega. Þar var fjöldinn allur af þekktu fólki, kóngafólk, frægir hönnuðir o.fl. í nánustu framtíð stendur til að efla samvinnu á milli skóla í Danmörku og í Evrópu og ef til vill verða haldnar sameiginlegar tísku- sýningar. Á það fyrirkomulag örugglega eftir að veröa til góðs. Eftir útskriftina hefur Mar- grét búið í Kaupmannahöfn og kom hún heim til íslands í byrj- un desember til þess að sýna íslendingum hönnun sína. Þann 5. desember hélt hún viðamikla tískusýningu í Naustkjallaranum og sýndi þar 36 dress sem flest eru unnin á haustmánuðum. Hönnun hennar vakti mikla athygli og var hún hvött til þess að selja fatnað sinn hér á landi sem hún nú gerir í versluninni Plexiglas í Borgarkringlunni. Margrét skrapp aftur til Kaup- mannahafnar nú í byrjun janúar en er væntanleg alkom- in heim í vor. Fatnaður hennar verður áfram fáanlegur í Plexi- glas og kemur hún til með að senda eitthvað nýtt í hverri

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.