Vikan


Vikan - 23.01.1992, Blaðsíða 28

Vikan - 23.01.1992, Blaðsíða 28
TEXTI: SIGRÚN SIGURÐARDÓTTIR / LJÓSM.: BRAGI P. JÓSEFSSON TIM CICERO ER ÁSTRALSKUR STRÁKUR SEM FÓR í FERÐALAG YFIR HÁLFAN HNÖTTINN OG DVALDI HÉR SEM SKIPTINEMIÁ SÍÐASTA ÁRI Gullna ströndin á aust- urströnd Ástralíu hef- ur löngum dregiö til sín sóldýrkendur hvaðanæva úr heiminum. Ástralir sækja einnig mikiö í þessa sólar- paradís og strax við sólarupp- rás flykkjast ungir strákar með seglbretti niður á strönd. Smátt og smátt fjölgar bað- strandargestum. Litlir krakkar byggja sandkastala og gamlar konur bera á sig sólolíu. Þegar líður að hádegi er hitinn orðinn óbærilegur og baðstrandar- gestir flýta sér heim og fá sér kaldan bjór. Seinni part dagsins halda seglbrettasnillingarnir frá því fyrr um daginn aftur niður á strönd. Sjávargolan tekur ekki á móti þeim eins og um morg- uninn og því eru brimbrettin tekin fram í stað seglbrett- anna. Þegar myrkrið skellur á kveikja krakkarnir eld við sjó- inn og fá sér bjór á meðan tón- listin hljómar um ströndina. Þannig heldur gleðskapurinn áfram fram yfir miðnætti. Með- al krakkanna, sem njóta lífsins á ströndinni, er átján ára strákur, Tim Cicero. Hann býr eins og svo margir baðstrand- argestir í Brisbane, þriðju stærstu borg Ástralíu, og notar hvert tækifæri sem gefst til aö leika sér á brimbretti við Gullnu ströndina. Fyrir aðeins mánuði hélt hann jól á íslandi í snjó og kulda. Honum líkar þó betur steikjandi hitinn í Ástralíu og segir að sér finnist ekkert jóla- legt við ískaldan snjóinn. Jóla- matinn eigi maður að borða kaldan úti undir berum himni og skella sér síðan niður á strönd. Tim kom til íslands fyrir rúmu ári eftir þriggja daga ferðalag frá Ástralíu. „Ég kom hingað dauðþreyttur og í Keflavík uppgötvaðist að tösk- unni minni hafði verið stolið. Mín fyrstu kynni af landinu A Fyrir aðeins mánuði hélt hann jól á íslandi í snjó og kulda. Hon- um líkar þó betur steikjandi hitinn í Ástralíu. voru því ekki mjög ánægjuleg. Mér leið eins og ég væri staddur á tunglinu, hvergi var tré að sjá og ekkert gras. Ofan á allt annað byrjaði svo að snjóa.“ Tim kom til landsins sem skiptinemi á vegum Rotary- klúbbanna sem eru með öfl- uga félagsstarfsemi um allan heim. Hjá Rotary er því þannig háttað aö hver skiptinemi dvel- ur í fjóra mánuði hjá þrem fjöl- skyldum. Tim segist hafa verið mjög heppinn með fjölskyldur. „Fyrsta fjölskyldan sem ég var hjá voru ung hjón með eins og hálfs árs gamalt barn. Ég hafði ekkert umgengist lítil börn áður og fékk því að kynnast því í fyrsta skipti hvernig það er að hugsa um lítil börn. Það var mjög gaman og ég er orð- inn mjög fær i bleiuskipting- um." Hann situr á móti mér á litlu kaffihúsi við Laugaveginn. Húðin er frekar dökk, hárið svart og augun dökkbrún. Hann neitar að tala ensku við mig enda getur hann vel gert sig skiljanlegan á íslensku. Hann talar með hreim og mál- fræðin er ekki alveg í lagi en orðaforðinn er góður. Hann hlær mikið og virðist vekja forvitni fólksins f kringum okkur. „Það er ekki svo erfitt að gera sig skiljanlegan á ís- lensku. Aftur á móti er mjög erfitt aö verða fullfær í málinu og málfræðin er sérstaklega erfið. Ég held að til að ná mál- inu alveg þurfi maöur að dvelja í landinu í nokkur ár.“ Hvað olli því að hann ákvað að ferðast yfir hálfan hnöttinn til að dvelja í eitt ár á íslandi? „Ég var alltaf ákveðinn í því að dveljast erlendis sem skipti- nemi. Flestir ástralskir skipti- nemar fara til Bandaríkjanna en mig langaði til að gera eitt- hvaö öðruvfsi og kynnast landi sem væri ólíkt Ástralíu. Ég á 28 VIKAN 2.TBL1992
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.