Vikan


Vikan - 05.03.1992, Page 8

Vikan - 05.03.1992, Page 8
Halldór stundar heilsurækt en kveðst ekki vera nógu duglegur við það. „Þessi ferðalög setja allt úr skorðum." kosinn á Alþingi, og mér skilst aö ég sé í hópi þeirra tíu núverandi þingmanna sem lengst hafa setið á þingi. Ég hef hinsvegar ekki gert þaö upp viö mig, hvort ég er tilbúinn að taka við formennsku í Framsóknarflokknum. Þaö hefur vissulega verið um þaö talaö og ég geri mér grein fyrir því aö ég þarf aö gera þaö upp viö mig. Ég tel þaö mikilvægt fyrir þá sem taka aö sér forystu í stjórnmálaflokkum að hafa viö- tæka reynslu. Ég hef tekið eftir því aö það veld- ur mönnum vissum erfiðleikum aö taka viö for- ystu án þingreynslu og án þess að hafa setið í ríkisstjórn. En þetta verður nú að skýrast. Viö höfum verið gæfusamir meö þaö í Framsókn- arflokknum aö standa ávallt vel aö baki okkar formönnum. Það er ekki eftirsóknarvert aö vera formaður í stjórnmálaflokki. Það er aö mínu mati eitt allra erfiðasta starf í þjóðfélaginu, og ég er ekki tilbúinn að taka þaö aö mér nema ég hafi mjög víðtækan stuðning. - Þú hefur ekki baöaö þig eins mikiö í fjöl- miölaljósinu undanfarið og sumir ágætir þingmenn. Ertu svona hlédrægur? Ég býst nú viö aö margir myndu segja þaö, aö ég væri hlédrægur aö eðlisfari. Ég er alinn upp í umhverfi, þar sem hógværö hefur veriö metin aö veröleikum og ég hef alltaf kunnaö vel við þann eðliskost, ekki síst hjá Skaftfellingum, sem ég hef umgengist. Og þó aö mér hafi stundum fundist hógværö þeirra ganga út í nokkrar öfgar, þá hef ég alltaf veriö hrifinn af slíkum mönnum. En ég geri mér auðvitað grein fyrir því, aö það er ekki hægt aö starfa í stjórn- málum án þess að láta stundum á sér bera. En ég er ekki tilbúinn til þess, nema ég telji mig hafa eitthvað aö segja. - Finnst þér vaxandi árátta meöal þing- manna að þurfa að auglýsa sig með einhverj- um hætti meðal fólks? Þingmenn þurfa á stuðningi fólksins aö halda og þess vegna er eðlilegt aö þeir vilji koma sér á framfæri. Ég held hinsvegar aö þaö sé mikil- vægt fyrir okkur sem í stjórnmálum störfum, aö gera þetta meö þeim hætti sem okkur er eöli- legt. Almenningur á rétt á því aö meta okkur eins og viö erum. En flestir þekkja mig og mín störf, þannig að ég tel að ég þurfi ekkert sér- staklega á því aö halda að kynna mig með ein- hverjum nýjum hætti. SJÁVARÚTVEGSRÁÐHERRA f 8 ÁR - Þú ert jafnvel kallaður sjávarútvegsráðherra í fjölmiðlum. Það er nú sennilega vegna þess að ég var svo lengi þar og þaö voru mikii átök um þann málaflokk meöan ég gegndi því starfi. Það vildi nú svo til, aö þegar veriö var aö mynda ríkis- stjórnina 1983, geröi ég frekar ráö fyrir því að fara í fjármálaráðuneytið, og ég held að embættismenn þar hafi margir hverjir gert ráð fyrir því líka. Hinsvegar gerðist það síðasta sól- arhringinn, aö farið var að tala um sjávar- útvegsmálin, þar sem menn stóöu frammi fyrir miklum vanda, rekstrarerfiðleikum og gífurleg- um skuldum, eins og oft áöur. Og þá bar svo viö, að þaö vildi helst enginn í þaö ráöuneyti fara. Steingrimur Hermannsson, sem myndaði þessa ríkisstjórn, sagði viö mig, að ég yrði að taka þetta aö mér, og ég gerði það. Ég hef ekki litið á slík vandamál sem óviðráðanleg. Þetta var einfaldlega úrlausnarefni, sem mjög mikil- vægt var aö takast á við. Sjálfstæðisflokkurinn vildi þá taka aö sér ríkisfjármálin og setti Albert Guðmundsson í þau. Ég er aftur á móti afar ánægöur meö aö þaö hefur orðið sú breyting á, aö nú er sjávarútvegsráðuneytið eitt eftirsótt- asta ráðuneytið, þegar ríkisstjórnir eru mynd- aðar. Menn deila hart um þaö og geröu það síðast þegar ríkisstjórn var mynduð. Ég tók eft- ir því, aö Alþýðuflokkurinn var afar vonsvikinn yfir því aö hafa ekki fengið sjávarútvegsráöu- neytið. - Þröstur Ólafsson segir aö sjávarútvegur- inn væri betur á vegi staddur ef ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar heföi ekki komið til. Ertu sannfæröur um aö þær aðgerðir sem gripið var til í sjávarútvegsmálum í þeirri stjórn hafi verið réttar? Þær voru réttar miðað við þær aðstæður sem þá voru. Við sáum enga aðra leið út úr vandan- um, nema að sætta sig við fjöldagjaldþrot. Margir halda að ekkert muni tapast við slík fjöldagjaldþrot. En það er alveg Ijóst að ef sú leið hefði verið farin, hefði það farið mjög illa með t.d. Fiskveiðasjóð, Landsbankann og fjölmarga aðila í samfélaginu. Þetta hefði lent á þessum stofnunum ríkisins. Og ég er aigjörlega sann- færður um það, að tapið hefði orðið miklu meira. Þar að auki hefðu ákveðin byggðarlög fengið rothögg og eignir á þeim stöðum orðið einskis virði. Þá heföu komið upp feiknarlega mikil félagsleg vandamál, á mjög stuttum tíma, sem íslendingar hefðu þurft að glíma við. Dæmið er því ekki hugsað til enda, þegar þessi gagnrýni er sett fram. Hin leiðin var sem betur fer ekki prófuð, en ég býst við að til þess sé tækifæri nú. En ég vildi ekki bera ábyrgð á slík- um vinnubrögðum. Aðalatriðiö er þó að skapa þann rekstrargrundvöll í sjávarútvegi, að fyrir- tækin geti við eðlilegar aðstæður greitt skuldir sínar. Davíð forsætisráðherra segir alltaf, að allir sjóðir séu tómir, en ég vil minna á það að á sama tíma var safnað upp þremur milljörðum í Verðjöfnunarsjóð. Nú eru þessir peningar til. Síðast í gær var ég að tala við forstöðumann tiltölulega lítils fyrirtækis austur á landi. Hann sagði: „Fyrirtæki mitt á 24 milljónir inni í Verð- jöfnunarsjóði. Ef ég hefði þessa peninga í dag, þá væru öll þau vandamál sem eru á mínu borði leyst." Þetta er staðreynd, sem þessir ágætu stjórnarherrar núna minnast aldrei á. HÖFUM VANRÆKT FLOKKSSTARFIÐ - Víkjum aftur að Framsóknarflokknum. Get- urðu fallist á það sjónarmið andstæðinganna að tími hafi verið kominn til að flokkurinn fengi frí frá stjórnarstörfum? Var Framsókn búin að vera of lengi í ríkisstjórn? Nei, ég er ekki þeirrar skoöunar. En ég alveg viss um þaö, aö vera Framsóknarflokksins utan ríkisstjórnar núna hefur sannfært marga um að það sé mikilvægt að flokkurinn sé í stjórn. En auðvitað hlaut sá tími að koma að Framsókn- arflokkurinn færi í stjórnarandstöðu, eftirsvona langa veru í ríkisstjórn. - Hvaða áhrif hefur langvarandi stjórnarseta á flokksstarfið? Flokksstarfið hefur verið vanrækt, m.a. vegna þess að forystumennirnir hafa verið önn- um kafnir í landsmálum. Við fáum nú tækifæri til þess að byggja það betur upp, en það mun taka nokkurn tíma. - Nú virðist flokkurinn ekki höfða mjög til fólks á höfuðborgarsvæðinu. Er það ekki áhyggjuefni fyrir ykkur að hafa ekki meira fylgi en raun ber vitni í þéttbýlinu? Jú, það er mjög slæmt og er eitt helsta vandamál Framsóknarflokksins. Ég get að vísu ekki fullyrt neitt um ástæðurnar, en svo virðist sem menn telji að við stöndum oft og tíðum of fast með hagsmunum landsbyggöarinnar. Við höfum hinsvegar ávallt verið þeirrar skoðunar, aö hagsmunir höfuðborgarsvæðisins og lands- byggðarinnar fari saman. En þaö er Ijóst aö við þurfum að leggja mjög mikla áherslu á að styrkja okkur hér á höfuðborgarsvæðinu. Og ég á von á þvi að það muni reynast okkur auð- veldara í stjórnarandstöðu en í ríkisstjórn. - Hver er forystuflokkur stjórnarandstöð- unnar? Oft virðist heyrast hæst i alþýöubanda- lagsmönnum í stjórnarandstöðunni. Við teljum okkur vera forystuflokk i stjórnar- andstöðu, enda stærsti flokkurinn. Ég vil reka málefnalega stjórnarandstöðu, og um þaö erum við sammála í Framsóknarflokknum. Al- þýöubandalagið á sér ötula talsmenn og að sjálfsögðu heyrist í þeim, en við erum ekki í neinni keppni við þá. GOTT SAMSTARF VIÐ KVENNALISTANN - Þú situr með Kvennalistakonur á báðar hendur á Alþingi. Hvernig líkar þér við Kvenna- listann og störf hans? Ég hef átt mjög gott samstarf við Kvennalist- ann í nefndum þingsins í vetur. í efnahags- og viðskiptanefnd situr Kristín Ástgeirsdóttir og við höfum átt afar gott samstarf. í sjávarútvegs- nefnd situr Anna Ólafsdóttir Björnsson, og ég hef líka átt mjög gott samstarf við hana. Ég hef rætt mun meira við fulltrúa Kvennalistans á þessum vetri en áður og ég vænti góðs af áframhaldandi samstarfi við þær. - Hver er reynslan af breyttu fyrirkomulagi á Alþingi, sem starfar nú í fyrsta sinn í einni mál- stofu? Er þessi breyting að öllu leyti til bóta? Ég hef orðið fyrir nokkrum vonbrigðum með þessa breytingu. Ég studdi hana, en ég tel að ekki hafi tekist nægilega vel til. Ég tel að það sé að hluta til vegna þess hve stjórnarliðið hefur gengið hart fram í mörgum málum að því er varðar þingstörfin og skipulag þingsins. Þaö næst aldrei góður árangur í þingstörfum nema með því móti að stjórnarandstaðan fái verulega ábyrgð á þinghaldinu. Halldór er sem kunnugt er þingmaður fyrir Frh. á bls 37 8 VIKAN 5. TBL. 1992

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.