Vikan


Vikan - 05.03.1992, Side 11

Vikan - 05.03.1992, Side 11
verið misskilið og haldið að það þjáist af einhvers konar geðveiki." - Hvað var dóttir þín gömul þegar þessi sjúk- dómur uppgötvaðist hjá henni? „Hún var fjögurra og hálfs árs. Hún var þá á barnaheimil- inu Ósi og fóstrurnar voru fljót- ar að átta sig á því hvað var að gerast því þær voru búnar að koma henni á sjúkrahús tíu mínútum eftir að hún fékk fyrsta kastið. Fyrst vorum við vongóð og héldum að hún fengi bara þetta eina kast en strax sömu vikuna fékk hún annað. Við vorum samt bjart- sýn framan af og héldum að læknarnir gætu læknað þetta. Um áttatíu prósent flogaveiki- sjúklinga geta tekið lyf sem halda sjúkdómseinkennunum niðri en hún er ein af tuttugu prósentum sem geta ekki nýtt sér lyf nema aö takmörkuðu leyti. Það hefur verið erfitt að greina sjúkdóminn hjá henni til að geta stýrt lyfjunum betur." - Hvaða áhrif hefur sjúk- dómurinn á daglegt llf ykkar? „Hún hefur þurft að fara ótal sinnum á sjúkrahús og hefur þurft að vera þar mislengi, stundum nokkra sólarhringa og allt upp í þrjár vikur. Hana Mörg íslensk börn þjást af flogaveiki á misháu stigi. Nú hefur verið stofnuð foreldradeild innan Landssamtaka áhugafólks um floga- veiki, þar sem unnið er að sameiginlegum baráttumálum barnanna. vantar því oft I skólann og auk þess fær hún hin svokölluðu störuköst í skólanum og fylgist því ekki með að fullu. En hún fylgir sínum jafnöldrum, er með stuðningskennslu. Hún sýnir þó mjög misjafnan árangur, stundum eru úrlausn- irnar góðar og stundum slæmar. Hún fær yfirleitt alltaf stórt krampakast á næturnar og sefur þar af leiðandi inni hjá okkur. Ég sef laust eins og fugl og vakna um leið og ég heyri í henni. Oft missir hún þvag og því er mikill þvottur á rúmfatn- aði. Hún getur aldrei farið ein milli staða og aldrei ein í bað svo eitthvað sé nefnt. Of- 5. TBL. 1992 VIKAN 11

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.