Vikan


Vikan - 05.03.1992, Side 12

Vikan - 05.03.1992, Side 12
FLOGA VEIK BÖRN verndun er eitt helsta vanda- mál þessara barna. Skilnaöartíðni er há hjá ung- um foreldrum flogaveikra barna. Það er algengt að ann- ar aðilinn gefist upp á þessu. Við hjónin förum sjaldan út saman því það eru ekki margir sem vilja passa hana eða við treystum fyrir henni. Ég er utan af landi þannig að fjöl- skylda mín er ekki í bænum en það eru margir í meiri erfið- leikum en við hvað þetta snert- ir því fjölskylda mannsins míns hefur reynst okkur vel. Þegar við fórum í leikferö til út- landa var hún því á sjúkrahúsi á meðan. Hún tekur lyf þrisvar á dag og verður að lifa reglu- legu lífi. Við þurfum því yfirleitt að fara á fætur um svipað leyti og getum hvorki leyft okkur né henni að sofa út um helgar. Lyfjunum fylgja aukaverkanir og því fær hún stundum eitrun af völdum þeirra. Aukaverkan- ir eru meðal annars uppköst, sljóleiki, offita, þunglyndi, niðurgangur, svimi og tvísýni." - Hvað veldur flogaveiki? „Það er ekki vitað. Það hefur til dæmis ekki fundist nein ástæða fyrir veikindum dóttur minnar, ekki fundist nein ör á heila eða neinn flogaveikur í ættinni. Annars er flogaveiki ekki ættgeng nema að litlu leyti. Það má frekar segja að það sé ákveðin tilhneiging til að fá flogaveiki í sumum fjöl- skyldum, ég held að það sé um 15 prósent fylgni. Hið sama gildir um hitakrampa, þar er svipuð fylgni í fjölskyld- um. Foreldrar flogaveikra barna reyna oft að leita skýr- inga á veikindum barna sinna og eru oft fullir sjálfsásökunar. Ekki bætir það ástand þeirra ef aðrir aðstandendur kenna þeim um sjúkdóminn en það hefur komið fyrir þó furðulegt megi teljast." - Hverjar eru batalíkur? „Batalíkur eru um 80 pró- sent hjá börnum sem geta nýtt sér lyfjagjöf. Lyfjagjöfin byggir upp krampaþröskuld og oft geta börnin sleppt lyfjunum. Það er erfiðara að eiga við hin 20 prósentin. í þeim tilfellum er sífellt verið að reyna ný lyf og 5 prósent af þessum tutt- ugu eru með illkynja sjúk- dóm.“ Guðlaug María bætir við að markmiðið með þessu ný- stofnaða félagi sé að reyna að brjóta niður fordóma gagnvart flogaveikinni, auka fræðslu til aðstandenda og reyna að auka réttindi hinna flogaveiku. „Flogaveiki er ekki „vinsæll" sjúkdómur ef hægt er að nota það orð. Flestir sjúklingar reyna að dylja sjúkdóminn og flogaveikin er ekki skilgreind sem fötlun. Flogaveiki er al- geng hjá þroskahömluðu fólki og kerfið veitir því ýmsa þjón- ustu. Flogaveiki ein og sér er þó ekki skilgreind sem fötlun og því fá flogaveikir til dæmis engin hjálpartæki. Við ætlum því að reyna að leita aukinna réttinda fyrir þennan hóp. Fólk er mjög illa upplýst varðandi meðferð flogaveiki- sjúklinga. Það er til dæmis al- gengt ennþá aö troðið sé upp í flogaveikisjúklinga sem fá kast en það er algjörlega bannað að gera slíkt. Réttu viðbrögðin við krampaflogaveikinni eru að leggja sjúklinginn á hliðina og setja eitthvað undir höfuð hans. Við viljum koma réttum upplýsingum áleiðis, til kennara og fleiri aðila. Við ætl- um einnig að kynna okkur það helsta sem er að gerast í þessum málum erlendis. I Hollandi er til dæmis mjög vel búið að flogaveikum. Þar eru sumarbúðir sem flogaveikir hafa aðgang að, miðstöðvar í öllum bæjum þar sem veittar eru upplýsingar til systkina flogaveikra og annarra ætt- ingja. Við erum með góða lækna hér á landi og fullkomin tæki eins og til dæmis heilasíritann sem samtökin söfnuðu fyrir á Rás 2 fyrir jólin. Það sem við þurfum að leggja áherslu á núna er félagslegi og andlegi þátturinn, auka fræðslu og brjóta niður fordóma.“ □ „Veikíndin hófust með hitakrampa" - segja þœr Olga Björg Jónsdóttir og Guðrún Jack ▲ Guörún Jack nýkomin af vaktinnl hjá Kópavogs- lögreglunni og dóttirin Vigdís. Olga Björg Jónsdóttir og Guðrún Jack eiga báðar flogaveik börn þó sjúkdómurinn sé á mjög ólíku stigi hjá þeim. Sonur Olgu, Kjartan Orri, er átta ára. Veikindi hans byrjuðu með því að hann fékk hitakrampa þeg- ar hann var fimmtán mánaða. „Hann fékk krampann við lág- an hita eða aðeins 38,5 gráður," segir Olga. „Síðan liðu átta mánuðir þar til hann fékk aftur kast og svo liðu þrjár vikur þar til hann fékk næsta kast. Þá tók við erfitt þriggja til fjögurra mánaðatímabil. Hann fékk marga krampa á sólar- hring þegar hann var verstur og var lagður þrisvar sinnum inn á sjúkrahús. Honum voru ekki gefin lyf fyrr en hann hafði fengið krampa í þriðja sinn. Sem betur fer þurfti ekki að gera margar lyfjatilraunir því það lyf sem virkaði á hann fannst í annarri tilraun og hef- ur það síðan haldið krömpun- um niðri. Hann tekur þessi lyf tvisvar á dag og skammturinn hefur minnkað um fjórðung frá þvi hann fór að taka þau. Það hefur verið reynt að taka lyfin af honum en það hefur ekki gengið enn sem komið er. Allt virðist þó benda til að hann sé að mynda mótstöðu þannig að flogaveikin eldist af honum - eða það vonum við að minnsta kosti." Dóttir Guðrúnar Jack, Vigdís, er þriggja ára. „Hennar veikindi hófust með því að hún fékk hitakrampa þegar hún var tæplega tveggja ára gömul,“ segir móðir hennar. „Síðan liðu þrír eða fjórir mánuðir þar til hún fór að fá undarleg bak- föll þegar hún var í gæslu hjá móður minni. Hún datt nokkr- um sinnum aftur yfir sig og það var farið með hana á sjúkra- hús. Um kvöldið fékk hún krampa og alla nóttina fékk hún krampaköst á klukkutíma til tveggja tíma fresti. Þetta var hræðileg nótt og erfiðasti sól- arhringur sem ég hel lifað. Læknirinn mætti á vakt um morguninn og dældi í hana lyfjum. Síðan liðu þrjár vikur og frá þeim tíma hefur hún verið með stöðug krampaköst, fyrst á daginn en undanfarna tvo mánuði hefur hún fengið köst á næturnar, allt að tíu sinnum á hverri nóttu. Það hafa verið reynd á henni öll helstu krampalyf en ekkert virðist duga; enn sem komið er svarar hún engu." Guðrún er einstæð móðir og vinnur í lögreglunni. Hvernig fer hún að því að sinna veiku 12 VIKAN 5. TBL. 1992

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.