Vikan


Vikan - 05.03.1992, Side 13

Vikan - 05.03.1992, Side 13
barni og stunda vinnu? „Það er erfitt en ég bý við mikinn skilning á vinnustað. Ég vinn tólt tíma vaktir og hjá mér býr stúlka sem fer með Vigdísi á barnaheimili á morgnana. Þar er kona sem hugsar um hana á daginn, hún er með stuðning sem fötluð börn fá á dagvistarstofnunum. Stúlkan sækir hans svo á kvöldin og er með hana þar til ég kem úr vinnunni. Við mæðgurnar sofnum svo venjulega saman um áttaleyt- ið. Vigdís fær venjulega eitt krampakast skömmu eftir að hún sofnar og svo sefur hún í fjóra tíma samfellt áöur en næsta krampakast byrjar. Það er upp úr miðnætti og eftir það er ekki mikill svefnfriður. Ég þurfti að taka mér fjögurra mánaða frí vegna veikinda hennar í sumar, þar sem hún var það mikið á sjúkrahúsi." - Hvernig reynsla er það að eignast heilbrigt barn sem skyndilega veikist? „Það var mikið áfall," segir Guðrún. „Hún Vigdís var mjög dugleg og dafnaði vel. Svo veiktist hún allt í einu eins og hendi væri veifað. Þetta var eins og að missa heilbrigða barnið sitt. Það er ekki nema um það bil ár frá því hún veikt- ist, það var þann 11. febrúar í fyrra sem hún fékk stöðug krampaköst á sjúkrahúsinu. Ég er nýbúin aö viðurkenna það fyrir sjálfri mér að hún sé veik.“ „Það eru svo miklir fordóm- ar tengdir orðinu flogaveiki," segir Olga. Hún er gift þriggja barna móðir og það er yngsti sonur hennar sem er með flogaveikina. „Dóttir mín þjáð- ist af miklum höfuðverkjar- köstum og fór þvi til læknis. Á tímabili var álitamál hvort hún væri með migreni eða floga- ▲ Olga Björg Jóns- dóttir og Ragnar Ormsson ásamt börnunum Kjartani Orra, Helgu Björgu og Jóni Hafsteini. veiki því sjúkdómseinkennin geta verið mjög lík sem getur bent til truflana á heilastarf- seminni. Læknirinn sagði hana vera með migreni og mætti þakka fyrir að vera ekki floga- veik; af tvennu illu væri þetta mun skárra. Sem betur fer má búast við að næsti áratugur leiði ýmislegt merkilegt í Ijós varðandi starfsemi heilans því áratugurinn 1990-2000 er áratugur heilans í Bandarfkj- unum og því verður miklum fjármunum varið til rannsókna á þessu sviði.“ Þær Olga og Guðrún segj- ast hafa fengið ómetanlegan stuðning frá félögum í LAUF og binda miklar vonir við hina nýstofnuðu foreldradeild. Olga segir að félagið hafi hjálpað sér að lifa við þennan sjúkdóm og Guðrún tekur undir það. Það þekki enginn þetta ástand nema þeir sem búa við það. Fræðslufundir fyrir kennara og aðra sem áhuga hafa á efninu hafa verið haldnir á vegum fé- lagsins og eru fleiri slíkir fundir fyrirhugaðir ef áhugi er fyrir hendi. □ ÞÚ HITTIR í MARK MEÐ ASTOR VORUTUNUM! yhorgoref rs/or

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.