Vikan


Vikan - 05.03.1992, Side 15

Vikan - 05.03.1992, Side 15
í Japan er lítið um útlendinga og allra fyrst fannst mér mjög erfitt að vera þar. Ég fór upphaflega til að dansa og bjó rétt fyrir utan Tókýó. Fyrsta daginn sem ég fór út í búð störðu allir á mig eins og naut á nývirki. Við urðum einnig áþreifanlega vör við fordómana í fyrra þegar við Alonzo komum hingað saman ... Það er ofboðslega grunnt á þessum fordómum hérna... fara. Allir þögðu og ég var al- veg að fara yfir um, svo ég bað Alonzo um að koma. Ég komst síðan í kynni við flokk Gault- iers og ferðaðist með honum um gjörvallt Japan. Alonzo vann sér markað fyrir fötin sín þar og sýnir nú þar fjórum sinnum á ári.“ MAGNAÐIR FORDÓMAR Alonzo er frá Equador í Suður- Ameríku og Edda minnist á áberandi kynþáttahatur frá fólki á götum Reykjavíkur. „Unglingar öskra „Go home, nigger!" á hann á göt- um úti. Hann er að vísu ekki svertingi en fremur dökkur miðað við landann. Hann verður líka fyrir áreitni á skemmtistöðum og svona hróp eru mjög áberandi þegar gengið er upp Laugaveginn að nóttu til. Þessir krakkar virðast alveg ofboðslegir kynþáttahat- arar og þetta kannast allir við sem umgangast þeldökkt fólk hérna heima. Við urðum einnig áþreifan- lega vör við fordómana í fyrra þegar við Alonzo komum hing- að saman. Þegar ég er ein á ferð slepp ég yfirleitt við tösku- skoðun en í það skiptið var ekki nóg með að leitað væri í töskum heldur var leitað á okk- ur líka. Við vorum tekin inn í sitt hvort herbergið og látin dúsa þar í marga klukkutíma. Allt var tekið í sundur - jafnvel augnskuggar voru tættir úr kassanum til að aðgæta hvort ég hefði límt eitthvað undir þá. Greitt var í gegnum hárið á mér til að athuga hvort ég hefði límt eitthvað í hárið. Við urðum auðvitað alveg ævareið og lögðum máliö fyrir lögfræð- ing. Tollskoðarar sögðu fíkni- efnalögregluna hafa bent þeim á Alonzo en fíkniefnalögreglan neitaði því. Málinu lyktaði þannig að tollverðir neyddust til að biðja okkur afsökunar. Það er ofboðslega grunnt á þessum fordómum hérna og við erum ömurlega skammt á veg komin hvað það varðar að bera virðingu fyrir einstakling- um sem skera sig úr. Hér eru nefnilega í raun og veru engin vandræði með útlendinga. Ekki taka þeir vinnu frá íslend- ingum, ekki fylla þeir heilu fá- tækrahverfin og ég er alveg viss um að þeir sem selja dóp hér á íslandi eru ekki svartir," segir Edda og kveður fast að. AÐ FÓRNA ÖRYGGINU FYRIR FRELSIÐ Framtíðin? „Ég hefði viljað dansa miklu meira en allt í sambandi við dans er einstak- lega illa borgað. Ég hef dans- að á tónlistarmyndböndum sem birst hafa á MTV en ég fæ sama fyrir fjórtán tíma vinnu þar og fyrir tveggja tíma vinnu Edda er dansari og fyrirsæta. Alonso er frá Equador og starfar sem fatahönnuður. 5. TBL.1992 VIKAN 15

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.