Vikan


Vikan - 05.03.1992, Page 21

Vikan - 05.03.1992, Page 21
Bragi Skúlason sjúkrahúsprestur: „Sjálfsvíg er dæmigert fyrir skyndidauða. Það gefst enginn tími til undirbúnings. Áfallið skellur á manni fyrirvaralaust." ■ y vinnu. Þar er heill hópur sem getur veitt stuön- ing við aö yfirstíga þetta erfiða skref aö koma aftur út á meðal fólks. Hópurinn sem heild get- ur fundiö sér farveg til að taka á móti viðkom- andi eða einstaklingarnir gert það hver um sig. Ef ekkert er gert á vinnustaðnum til að koma til móts við syrgjandann þá hefur það mjög nei- kvæð áhrif á samskipti og samstarf um alla framtíð. Þetta verður tómur vandræðagangur og þögnin mjög erfiö fyrir syrgjandann." Þegar upp er staðið er það kannski bara nánasti vinahópurinn eða fjölskyldan sem veit- ir stuðning. Innan fjölskyldunnar, þar sem sársaukinn er svo mikill hjá öllum, gengur ein- staklingunum oft illa að styðja hvern annan. Það er ekki sjálfgefið að foreldrar, sem nýlega hafa misst barn, geti stutt hin sem eftir lifa. Afi og amma geta heldur ekki axlað byrðar allra annarra í fjölskyldunni. „Við þessar kringumstæður reynir á hvort vinir geta borið og veitt þennan stuðning. í mörgum tilvikum geta þeir það ekki því vinátt- an er byggð á allt öðrum grunni. Það er um- hugsunarvert á hverju fólk byggir vináttusam- bönd sín. Eru það bara sameiginleg áhuga- mál, saumaklúbbur eða golf eða rúma þau til- finningalegar umræður?" spyr séra Bragi Skúlason. HVAÐ ER HÆGT AÐ GERA TIL AÐ HJÁLPA? Hvað finnst sjúkrahúsprestinum hægt að gera til að hjálpa fjölskyldum sem skyndilega verða fyrir ástvinamissi? „Mér finnst stór spurning hvort við eigum alltaf að ætla fjölskyldunni að hafa frumkvæði að því að leita sér hjálpar. Fjölskylduböndin hafa svo mikið rofnað og það eru svo miklu færri sem halda utan um hvern einstakling en áður var. Fyrir vikið situr þessi nánasta fjöl- skylda uppi með svo stór sár, eins og hún beri alla ábyrgðina. Það er vert umhugsunar hvort við getum ekki komið með beinum hætti til fólksins og boðið því þjónustu. Mér hefur líka dottið í hug hvort ekki sé hægt að setja upp athvarf sem fólk í sorg getur leitað til eftir áföll, líkt og kon- urnar hafa gert með Kvennaathvarfinu þar sem þær leita stuðnings og hjálpar þegar á bjátar," segir séra Bragi Skúlason sjúkrahús- prestur að lokum. □ 5.TBL. 1992 VIKAN 21

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.