Vikan


Vikan - 05.03.1992, Blaðsíða 24

Vikan - 05.03.1992, Blaðsíða 24
EKIÐAS =* 0 ÍjJjxJjx. Binni hefur ekið „Strandarútunni“ nokkur undanfarin ár og er sagður afar vinsæll á meðal íbúa i á Ströndum og eru konurnar þar nyrðra sagðar líta hann hýru auga. \ Þegar ferðast er með langferðabíl skoðum við gjarnan samferða- fólk okkar lítillega I upphafi ferðar og svo beinast augu okkar að bílstjóranum. Hvað er það sem fær mann til að vinna árum saman við akstur, oft við erfið skilyrði? Margt getur gerst á lang- ferðum og þá er gott að hafa bílstjóra eins og Binna með f för. Binni eða Benedikt Brynj- ólfsson er maðurinn sem um ræðir. Við fylgjumst með hon- um eina ferð á Strandarútunni en þaö er leiðin Reykjavík Hólmavík Drangsnes Reykja- vík oft kölluð. Bóndadagurinn varð fyrir valinu og hafði blaðamaður Vikunnar fremstu sætin í rút- unni, reyndi að tala ekki allt of mikið sjálfur en fylgdist með öllu sem fram fór á leiðinni. Bíllinn var hlaðinn pökkum og blómum því konur á Ströndum ætluðu margar að gleðja bændur sína þennan dag. Nokkrir farþegar voru einnig í bílnum, tvær litlar stelpur að heimsækja afa og ömmu í sveitina og pólsk kona að fara í vinnumennsku og töluðum við heimatilbúna rússnesku þar sem áð var. Binni hefur ekið þessa leið nokkuð reglubundið undanfar- in ár og verið einstaklega vin- sæll enda maðurinn Ijúfur og raungóður. Blaðamaður spyr Binna fyrst að því hvort honum finn- ist gaman að aka langferðabíl. Binni hikar litla stund áður en hann svarar. „Já, það getur verið gaman. í góðu færi og í góðu veðri er það ágætt og hentar mér vel. Ég vil frekar vinna slíka vinnu en vera alltaf á sama stað og fara eftir klukku. Það hentar mér ekki. En í vondu færi og þá sérstak- lega í fljúgandi hálku er það mikið álag. Mér er verst við hálkuna. Það þarf að sýna stöðuga árvekni og eftir slíka túra er maður þreyttur." Áður en Binni gerðist bíl- stjóri var hann sjómaður en hann hefur ekið hjá Guðmundi Jónassyni sfðastliðin sjö ár. Þar áður ók hann á Austfjarða- leið og fyrir Kaupfélag Héraðs- búa á Egilsstöðum. „Ég er ánægður með starfsandann í fyrirtækinu, hef góðan vinnu- veitanda og félagar mínir í bílstjórastétt eru mér mikils virði.“ Er það rétt, Binni, sem mér hefur verið sagt, að flestar konur á Ströndum Ifti þig hýru auga? „Því hefur verið stungið að mér,“ segir Binni kankvís. „Ætli það sé ekki gagnkvæmt. Konur á Ströndum eru ágætis- konur og hef ég aldrei reynt Strandamenn að öðru en hlý- legu viðmóti. Mér finnst ákaflega fallegt á Ströndum, Kollafjörðurinn fallegur," sagði Binni og sam- þykkir blaðamaður það fús- lega þar sem hann bjó eitt sinn við þennan fjörð og veit ná- kvæmlega hvaö Binni var að tala um. Að aka Kollafjörð og Bitrufjörð í Ijósaskiptunum er slegið töfrum í minningunni. Manstu þegar þú fékkst kattafjölskylduna f bílinn, Binni? Binni hlær dátt og man. Sér- staklega þegar fara átti í menningarferðalag með nem- endur, foreldra og kennara f Broddanesskóla. Ferðin var rétt hafin þegar Grfmur, ungur fressköttur, varð fyrir smáóláni sem setti hroll að farþegunum. Binni var fljótur að bregðast við. Engar skammir, út með kassann og lánaði svo söku- dólgnum svefnpokann sinn. Þegar átti að fara að mögla sagði hann snöggt: „Pokinn fer bara í hreinsun. Útrætt mál.“ Svona er Binni í starfi, röskur og vinsamlegur og lýsir það meðal annars vinsældum hans að blaðamaður var beð- inn um að koma með Binna í kaffi, ef fámennt yrði í rútunni á bakaleiðinni. Svo fámennt varð nú ekki en við flautuðum fyrir utan umræddan bæ, vink- uðum og héldum svo áfram ferð. Snjór var á Holtavörðuheið- inni en að öðru leyti vel fært og ég bað Binna um að segja mér frá sjálfum sér. „Ég dvaldist í tvö ár sem unglingur á Hólma- vík með móður minni. Ekki grunaði mig þá að ég ætti eftir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.