Vikan


Vikan - 05.03.1992, Síða 28

Vikan - 05.03.1992, Síða 28
TEXTI OG MYND: GUNNAR H. ÁRSÆLSSON VIÐTAL VIÐ MAGNÚS EIRÍKSSON OG PÁLMA GUNNARSSON, FORSPRAKKA BLÚSKOMPANÍSINS SEM NÝVERIÐ LAUK UPPTÖKUM Á BLÚSPLÖTU SEM VÆNTANLEG ER MEÐ VORINU Undanfarin tvö til þrjú ár hefur blús- tónlist veriö í mikilli uppsveiflu hér á landi og ekki líöur sú vika að ekki séu haldnir blústónleikar á ein- hverju öldurhúsa höfuðborgarinnar eöa landsbyggöarinnar. Blús er tilfinningatón- list og stundum er sagt um þann sem líður eitt- hvaö illa aö hann sé á algerum blús. Við íslendingar eigum marga góða blúsara. Tveir þeirra eru Magnús Eiríksson og Pálmi Gunnarsson en þeir mynda kjarnann í Blús- kompaniinu. Sögu þess má rekja allt aftur til ársins 1967 en frá stofnun hefur Blúskompaní- iö verið meira og minna að á hverju ári, með ýmsa tónlistarmenn innanborðs. Þó voru Karl Sighvatsson, Guðmundur Ingólfsson og Sig- urður Karlsson trommuleikari eins konar fasta- menn. GÖMUL HUGMYND VERÐUR AÐ VERULEIKA Blúskompaníið er að fara á plast, væntanleg er plata með vorinu. Vikan skrapp út í Hljóðrita í Hafnarfirði og hitti þá Magnús og Pálma að máli. - Hefur þessi plata verið lengi í deiglunni? Pálmi: „Hún er búin aö vera töluverðan tíma í fæðingu, þessi plata. Við byrjuðum eiginlega á henni fyrir einu og hálfu ári en hugmyndin sem slík er miklu eldri. Magnús: „Við ætluðum að gera hana með

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.