Vikan


Vikan - 05.03.1992, Side 30

Vikan - 05.03.1992, Side 30
UMSJÓN: GUNNAR H. ÁRSÆLSSON NÝJAR HLJÓMPLÖTUR LOU REED: MAGIC AND LOSS TÖFRAR OG MISSIR LOU REED Umfjöllunarefni Magic and Loss hefur verið feimnismál allt fram á síðustu ár. Krabbamein. Sem betur fer er umræðan um þenn- an sjúkdóm þó vaxandi, fræðsla hefur verið aukin og al- menningur er fróðari og óhræddari en áður. Á síðasta ári dóu tveir vinir Lou Reed úr lungnakrabba. Tileinkar hann þeim plötuna og eru allir text- arnir um baráttu þeirra við krabbann og viðbrögð Lou Reed við þessu. Magic and Loss er því þemaplata en það er form sem Lou Reed hefur nær eingöngu unnið með hin síðari ár. Þetta gerir hann í lög- um sem flest eru í rólegri kant- inum og mjög persónuleg, reyndar gerast plötur varla persónulegri en þessi. Hún er þó alls ekki væmin og í lögum eins og Dreamin og Magician tekst Lou að tjá á snilldarlegan tilfinningar sem sennilega með meirihluta krabba- sem liggja fyrir Magic and Loss hefur yfir sér mjög sterkan heildarblæ og fáum listamönnum tekst eins vel og Lou Reed að segja sögur. Sum lögin eru eins kon- ar Ijóðaupplestur viö góðan undirleik og þessi tæplega fimmtugi rokkfrumherji hefur sennilega sjaldan eða aldrei verið betri. STJÖRNUGJÖF: ★***★ Bandaríska hljómsveitin Nirvana hefur slegið hressilega í gegn með plötunni Nevermind. Lou Reed fjallar um andlát tveggja náinna vina sinna á plötunni Magic and Loss. NIRVANA: NEVERMIND LOFAR GÓÐU Bandaríska rokksveitin Nirv- ana er í þeirri aðstöðu þessa dagana að hafa slegið alger- lega í gegn og það án þess að eiga von á því. Það kemur reyndar ekkert á óvart þegar maður hlustar á nýjustu plötu hennar, Nevermind, en hún er önnur í röðinni. Á henni er að finna geysilega kraftmikla og þétta rokktónlist. Fyrsti smellur plötunnar, Smells Like Teen Spirit, gefur tóninn og af- gangurinn, fyrir utan rólegu lögin Polly og Something in the Way, er keyrsla og aftur keyrsla, svo sem lagið Stay Away. í því lagi ofbýður söngvarinn Kurtis Cobain næstum sjálfum sér og hljóð- himnum hlustenda á hinn æsi- legasta hátt. í lokakafla plöt- unnar, sem kemur eftir tæpra tíu mínútna hlé á eftir Some- thing in the Way, er líkt og heimsendir sé skollinn á, því- lík er ringulreiðin sem þeir fé- lagar framleiða með hljóðfær- um sínum; bassa, gítar og trommum. Ótrúlegur hávaði, ótrúleg útrás. BLUS - Frh. af bls. 29 vegna Erics Clapton sem hafði mikil áhrif á gítarleikara um allan heim og mína kynslóð. Clapton finnst mér ennþá mjög góður, hann hefur ekkert fyrir því að spila góðan blús. Stevie Ray Vaughan er líka í uppáhaldi hjá mér og Jeff Healey en þar finnst mér fara góð- ur gítarleikari og söngvari, með gott band á bak við sig.“ Alls hefur þessi hópur manna, sem spilar nú undir merkjum Blúskompanísins, tekið um hundrað hljóðverstíma I vinnslu plötunnar og þykir ekki mikið. Mikið af tónlistinni var spilað inn „lifandi" (ekki dautt!) og í mörgum tilvikum var fyrsta upptaka látin standa, söngnum bætt ofan á og útkoman er blús, íslenskur blús. „Það var nánast ekki um neinar endurupp- tökur (slæm þýðíng á enska tækniorðinu „overdubs") að ræða og við þurftum svo til ekkert að liggja yfir útsetningum því hver út- setti fyrir sitt hljóðfæri og síðan var öllu steypt saman. Þetta var allt mjög klappað og klárt. Við höfum spilað mjög mikið saman, þessi hópur, og allir þekkjast mjög vel. Eyþór Gunn- arsson hefur til dæmis spilað með okkur alveg frá Brottför kl. 8 (1979). BLÚSINN KEMUR MEÐ TEXTANUM Magnús semur öll lögin og textana á plötunni sem ennþá hefur ekki fengið neitt sérstakt nafn og ekki heldur útgáfudag. Hún kemur senni- lega á markað í apríl eða maí. „Það má segja að ég komi með grunnefnið sem unnið er úr en það er náttúrlega hægt að skrifa sig fyrir hinum og þessum blúsum. Mér finnst þetta bara svipað og að eiga vatnið sem rennur. Hinn eiginlegi blús kemur fyrst og fremst meö textanum, um hvaö verið er að tala.“ - Hefurðu aldrei orðið leiður á blús? „Jú, jú, en þá brýst ég bara út úr honum og fer að gera eitthvað annað. Fer ekkert endi- lega yfir í poppið, alveg eins fer ég yfir á píanó- ið eða orgelið og spila falleg lög eftir aðra.“ - Hlustaröu á klassík? „Ég hlusta dálítið á klassík, ekki mjög mikið þó. Ég hlusta nokkuð á Bach gamla, Mozart og Beethoven, sem allir hafa gaman af. Líka De- bussy, þann snilling." KRÖFURNAR AUKAST MEÐ ALDRINUM Ein er sú hugmynd sem þeir félagar, Magnús og Pálmi, eru að velta fyrir sér varðandi plöt- una. Það er að nota eldri upptökur frá Jazz- vakningu, nánar tiltekiö úr Djúpinu, á plötunni. Guðmundur Ingólfsson spilar þar aö sjálf- sögðu á þær svörtu og hvítu og Sigurður Karlsson blúsar á trommur en þessi skipan hélst nokkuð lengi í Blúskompaníinu. „Þaö væri mjög gaman að bæta þessum upptökum við þau tíu lög sem búið er að taka upp, það myndi gera plötuna meira lifandi að okkar mati. Því miður eru ekki til neinar upp- tökur með okkur og Karli heitnum Sighvats- syni. Það hefði nú ekki verið ónýtt að eiga eitt- hvað svoleiðis." - Víða i heimi dægurtónlistar sést að sumir listamenn veröa betri meö aldrinum. Er það líka þannig í ykkar tilfelli? „Ég veit þaö ekki en maður verður sífellt kröfuharðari með aldrinum, stundum einum of. Það er ýmislegt sem maður heldur að sé ekki nógu gott en þaö eru þá kannski hlutir sem slá í gegn. Núna bremsa ég slíka hluti af. Ef eitt- hvað stingur mig þá hendi ég því. Kannski hef- ur maður eitthvað þroskast líka. Við, þessir karlar eins og ég og Gunni Þórðar, erum búnir að gera allt, slá í gegn, slá ekki í gegn og nán- ast allt þar á milli. Við þurfum því ekki að sanna neitt lengur og þá gerir maður hlutina bara að gamni sínu, „Let's have fun Boys!““ - Eruð þið búnir að skemmta ykkur vel við gerð plötunnar? „Já, já. Þetta er búið að vera virkilega af- slappað og gaman. Alltaf einhver djöfullinn að fæðast, nóg af „fáum“ hugmyndum og við höf- um ekki þurft að berjast við mikla yfirlegu. Þetta er allt svo einfalt," segir Pálmi sem nú er kominn út úr upptökuherberginu. „Við vonum að þetta verði þægileg og góð plata,“ bætir Magnús við. Þeir ætla að fylgja plötunni eftir með spila- mennsku, undir merkjunum Blúskompaníið/ Mannakorn en plata hefur verið ákveðin hjá Mannakornum. Bæði verður spilað á höfuð- borgarsvæðinu og á landsbyggðinni. Magnús: „Við vorum á Húsavík um daginn, spiluðum þar djass og blús fyrir fullu húsi. Það var virkilega skemmtilegt. Pálmi: „Þar var gríðarleg stemmning og fólk sem kemur til þess að skemmta sér á þann hátt sem Húsvíkingar gerðu þessa helgi, það á heiður skilinn, segi ég. Og láttu þetta koma í viðtalinu. Við biðjum að heilsa öllum Húsvík- ingurnl" Að þessum orðum töluðum lá leið okkar inn I upptökuherbergið þar sem blaöamaður fékk aö heyra sýnishorn af því sem verður á plötu Blúskompanísins. Og undirritaður er strax far- inn að hlakka til að heyra plötuna í heild. □ 30 VIKAN 5. TBL.1992

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.