Vikan


Vikan - 05.03.1992, Síða 31

Vikan - 05.03.1992, Síða 31
Það má heyra áhrif frá ýms- um hljómsveitum í tónlist Nirv- ana, bæði gömlum og nýjum; Pixies, The Cult, Led Zeppel- in, Black Sabbath svo dæmi séu tekin. Nevermind er eins konar kokkteill af ýmsu góð- gæti en hefur þó sjálfstæðan stíl og Nirvana er virkilega lof- andi rokkhljómsveit. STJÖRNUGJÖF: *** ÝMSIR; UNTIL THE END OF THE WORLD ÁENDA ALHEIMSINS Hér er kominn diskur sem inni- heldur tónlist úr nýjustu kvik- mynd þýska leikstjórans Wims Wender, Until the End of World. Ýmis stór og þekkt koma fram á þessum tæplega 70 mínútna langa diski; Elvis Costello, R.E.M., Depeche •'Ý ■-M Svarti söngvarlnn og lagasmið- urinn Seal hefur slegið í gegn með fyrstu plötu sinni. Mode, Julee Cruise, Lou Reed, U2 og Patti Smith svo einhverjir séu nefndir. Mesta athygli mína vekur nýtt og skemmtilegt lag með Talkin* Heads, Sax and Violins. sorglega er þó að sennilei þetta lag það síðasta sem ið verður út undir nafninu Talk- ing Heads því fyrir sköm var tilkynnt að sveitin vær hætt. Virkilega slæmt mál og meira um það síðar. Önnur athyglisverð lög eru með Nick Cave and The Bad Seeds (ITI Love You) Till the End of the World, Crime and the City Solution (The Advers- ary), hið frábæra Fretless með R.E.M. (Mike Stipe fer á kost- um í þessari fallegu ballöðu) og lagið Calling All Angels sem hin kanadíska Jane Si- berry syngur ásamt annarri söngkonu, K.D.Lang. Flest laganna eru í rólegri kantinum og hér er því ekki nein spítt-tónlist á ferðinni. Það er helst lag U2, af Acht- ung Baby, Until the End of the World, hér í annarri útgáfu, sem skapar nokkuð þunga stemmningu í lokin, með inn- byggðum drynjandi krafti. STJÖRNUGJÖF: **★* David Byrne hefur því miður leyst Talking Heads upp en á Until the End of the World er lag sveitarinnar, Sax and Violins. Gítargoðið Eric Clapton semur tón- listina í kvikmyndinni Rush og ferst það vel ur hendi. SEAL; SEAL EFNILEGT Á þessari fyrstu plötu söngvar- ans og lagasmiðsins Seal er að finna vel útfærða popptón- list sem er þó með áhrifum víða að, svo sem úr sálar- og lagageiranum og dans- illst. Seal á ættir að rekja til Nigeríu, foreldrar hans fluttu þaöan til London en skildu fljótlega eftir að hann fæddist. Bjó Seal um tíma annaðhvort hjá fósturforeldrum eða föður sínum. Hann er 28 ára gamall og áöur en þessi fyrsta plata kom út hafði hann ekki mikla reynslu af tónlist. Lagið, sem braut ísinn, heitir Killer og samdi hann það með hljóm- borösleikaranum Adamski. Stökk það beint í fyrsta sæti breska vinsældalistans. Á plötunni er það takkasnill- ingurinn Trevor Horn (hann skapaði hljómsveitina Frankie Goes to Hollywood) sem stjórnar upptökum og heyrist mjög vel í laginu Crazy hve framleiðslan („production”) er í háum gæðaflokki. Frábært nslag og má heyra sterk nkie-áhrif“ í því. Önnur sem vert er að nefna, eru hirlpool, Future Love Para- dise og Show Me. Rödd Seals er mjög ómþýð og hefur hann mjög sérstakan og persónulegan stíl. Ef hann heldur vel á spöðunum eru all- ar líkur á að hann sé kominn til þess að vera og ekki nema gott eitt um það að segja. Fyrsta platan hans gefur i það minnsta til kynna að hér sé mjög efnilegur listamaður á ferð. STJÖRNUGJÖF: **** RUSH: ÚR SAMNEFNDRI KVIKMYND KVIKMYNDA- BLÚS Gítargoðið Eric Clapton er nú óðum aö jafna sig eftir sviplegt fráfall sonar síns, Conor, í mars í fyrra. Út er kominn diskur með tónlist úr kvik- myndinni Rush en Clapton semur hana. Þetta er eins kon- ar kvikmyndablús og af tíu lög- um eru sjö einungis leikin. Þar nýtur Clapton sín náttúrlega til fulls, gítarinn að sjálfsögðu í aðalhlutverki. Lögin eiga að tjá tilfinningar, blús gerir það yfir- leitt. Þetta tekst hjá Clapton. Hlustið á Tracks and Lines, lagið í kjölfarið á því, Realiza- tion og Preludin Fugue. Nokk- uð næmt og kemur drama- tískri stemmningu til skila. Þrjú lög eru sungin. Buddy Guy syngur Don’t Know Which Way to Go. Sá hefur unnið talsvert með Clapton sem syngur sjálfur tvö lög; Help Me Up og Tears in Heaven. Það lag hefur heyrst nokkuð að undanförnu enda hið ágæt- asta. Ekki þarf að spyrja að gæðum gítarleiksins, hann er stórgóður. Bandið sem Clapt- on er með núna er það líka. Hvað vantar þá? Plata fyrir gít- armenn og konur. STJÖRNUGJÖF: **★* HILMAR ÖRN HILMARSSON - CURRENT 93: ISLAND LEIKUR MEÐ HLJÓÐGERVLA OG RADDIR Töframaðurinn og hljóð- gervlasnillingurinn Hilmar Örn Hilmarsson hefur á undanförn- um árum verið að gera tónlist sem er einstök og notað til þess alls konar óhefðbundin hljóðfæri, meðal annars mannabein ef mig misminnir ekki. Hann hefur unnið með mörgu góðu tónlistarfólki, inn- lendu og erlendu, ýmist sem hugmyndasmiður, hljóðfæra- leikari eða upptökustjóri. Oftar en ekki allt þetta þrennt í einu. Samstarf hans og hljóm- sveitarinnar/fyrirbærisins Current 93, með hinn sérstaka söngvara Tibet í broddi fylk- ingar, á sér nokkurra ára sögu og hafa þeir nú skilað af sér, í samvinnu við fjölda lista- manna, plötunni Island (Eyja). Platan sú er full af töframætti og dulúð, framandi söng og óvenjulegum augnablikum. Hér er leikið með hljóðgervla og raddir og í laginu Lament for Suzanne, sem er magnað, heyrist þetta mjög vel. Næsta lag, Fields of Rape, er hins vegar í öðrum dúr; hrífandi ballaða. Island er merkilegt verk. Á plötunni er tónlist sem er ekk- ert léttmeti en engu að síður lög sem vel væri hægt að spila i útvarpi. Þetta fólk, sem færir okkur slíka tónlist, á svo sann- arlega og vonandi eftir að láta heyra meira í sér, sérstaklega eftir að maður hefur heyrt lög á borð við Merry Go Round and Around sem er hápunktur plötunnar. STJÖRNUGJÖF:**** LES NEGRESSES VERTES: FAMILLE NOMBREUSE MEIRI FÁGUN Franska stórsveitin sem hér um ræðir, Grænu svertingja- kerlingarnar, sló hressilega í gegn með fyrstu plötu sinni, Mlah, sem kom út árið 1989. Á henni var að finna ferskleika sem er sjaldgæfur. Ýmis áhrif er að finna í tónlist Les Neg- resses Vertes, mörg hver Helno, söngvari Grænu svert- ingjakerlinganna, er i goðu formi á Famille Nombreuse, sem og aðrir í þessari ellefu manna stórsveit. mjög heillandi, eins og til dæmis áhrif frá Rai-tónlist sem á rætur að rekja til norðurhluta Afríku; Marokkó, Alsír, Túnis. Famille Nombreuse er poppaðri en Mlah en þó eru séreinkenni hljómsveitarinnar enn til staðar; harmóníkan og brassið til dæmis. Hún er að mörgu leyti fágaðri en fyrsta platan og meira lagt í útsetn- ingar. Það heyrist vel í lögun- um Perpétuellement votre, Belle de Nuit og Infidele Cer- velle, þar sem talvert er nostr- að við hlutina. Upptökustjór- inn, Clive Martin (Sting, Crow- ded House og fyrsta platan, Mlah), hefur náð að fága þann frumleika sem einkennir sveit- ina, án þess að keyra hann í kaf. Lagasmíðarnar á þessari plötu gefa þeim á fyrstu plöt- unni ekkert eftir og er því óhætt að mæla með Famille Nombreuse. STJÖRNUGJÖF: *** 5.TBL.1992 VIKAN 31

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.