Vikan


Vikan - 05.03.1992, Qupperneq 34

Vikan - 05.03.1992, Qupperneq 34
CO C'J Síðastliðið vor voru \án til námsfólks í foreldrahúsum hækk- uð en lán til þeirra sem leigja lækkuð. Á sama tíma fór Lánasjóðurinn fram á að leigukostnaður væri staðfestur með skattaframtali. ■ Húsnæói í boði fhíijTT rber9i með að93ngi að elcd fbergi. fcSí °g Aþvottaher- ^ toivuinnfærslu. Hentnr' v„i °P 1 stúiku í skóla. " Vel fyr,r nv fmr | herbergja /búð, ca 80 fm ril -l . hæö. neðarJeKa við J •>, ’ ‘ei£u- H2 Itúsund, laus nú ab0gaVegknL,ei^’ LjfjrálsQ^jmerkt hetíar- Tiiboð j síwa .ndtst U miðað við 100.000 kr. í sumartekjur. Reyndar var ég meö 200.000 kr. í sumar svo að 50.000 dragast frá láninu vegna tekjutillits. Ég fékk því ekkert í september og lítið í október. Mér gengur ágætlega að komast af með þetta lán, borga fimm til tíu þúsund heim eftir getu þótt pabbi geri enga kröfu um að ég borgi. Af- gangurinn af láninu fer í að reka bílinn, skóla- bækur, föt, skemmtanir og aðra neyslu. Ef ég færi að leigja myndi ég hafa mun minna á milli handanna en ég hef núna. Reyndar myndi faö- ir minn græða á því að ég flytti að heiman. Ef hann byggi einn fengi hann 7.000 kr. á mánuði í heimilisuppbót. Hann tapar því á kerfinu með þvi að hafa mig heirna." SEX HUNDRUÐ SKIPTU UM HEIMILISFANG Rúmlega 2600 stúdentar bjuggu í leigu- húsnæði 1990-91, samkvæmt upplýsingum frá Lánasjóði íslenskra námsmanna. Þá er ekki talið með fólk í sambúð né einstæðir for- eldrar. Lárus Jónsson, framkvæmdastjóri Lánasjóðsins, telur að ekki sé fyllilega að marka þessar tölur því að alltaf sé eitthvað um að fólk gefi rangar upplýsingar um búsetu. „Ég hef ekkert annað fyrir mér í því en menn álykta sem svo þegar reglurnar breytast og aðstæður fólks um leið.“ Hann segir að um sex hundruð einstaklingar hafi skipt um heimilisfang þegar lán til fólks í foreldrahúsum voru lækkuð vorið 1990. Síðastliðið vor voru lán til fólks í foreldrahús- um hækkuð aftur en lán til þeirra sem leigja lækkuð. Á sama tíma fór Lánasjóðurinn fram á að leigukostnaður væri staðfestur með skatta- framtali. Lárus segir að eftir þessar breytingar hafi skráðu fólki í heimahúsum fjölgað úr um 600 á vormisseri 1991 í rúmlega 800 á haust- misseri 1991. Þá voru ekki taldir með nýnemar sem fá ekki lán fyrr en eftir áramót. Munurinn er því enn meiri, segir Lárus. „Menn spyrja hvort siúdentar þurfi að gefa upp leiguna og setja það fyrir sig“ Krafa Lánasjóðsins um staðfestingu á leigu- greiðslum með skattaframtali virðist hafa haft víðtækari áhrif en Lárus talar um. Þessi krafa Lánasjóðsins hefur haft slæm áhrif á framboð húsnæöis hjá húsnæðismiðlun stúdenta, að sögn Steinunnar V. Óskarsdóttur, formanns Stúdentaráðs HÍ. „Menn spyrja hvort stúdent- ar þurfi að gefa upp leiguna og setja það fyrir sig. Þar sem stúdentar eru ekki allir á lánum er samt tekiö á skrá húsnæði þótt leigusalarnir vilji ekki gefa leiguna upp.“ Steinunn segir kröfu LÍN hafa sett stúdenta í erfiða stöðu því meö þessu sé búið að gera þá að einhvers konar eftirlitshópi fyrir skattayfir- völd. Eftir þetta hafi framboð á íbúðum og her- bergjum minnkað mikið hjá húsnæðismiðlun- inni. Þetta var borið undir Jón Kjartansson, formann Leigjendasamtakanna. Hann sagði að eftir breytinguna hjá Lánasjóðnum vildi fólk síður leigja stúdentum, áður hefði það verið þvert á móti. STÚDENTAR GÓÐIR LEIGJENDUR Sumir vilja frekar leigja námsmönnum en öðrum. Undir þetta tekur Karl Axelsson, lög- fræðingur og framkvæmdastjóri Húseigenda- félagsins. „Stúdentar hafa þótt þetri leigjendur en leigjendur á almennum markaði. Þeim hús- eigendum sem eru að leita að leigjendum vís- um við hiklaust á húsnæðismiðlun stúdenta." Karl segir tryggingafélagið Sjóvá/Almennar staðfesta þessa skoðun því það er tilbúið að tryggja íbúðarhúsnæði sem leigt er í gegnum húsnæðismiðlun stúdenta, sem það gerir hins vegar ekki á almennum leigumarkaði. MEST FRAMBOÐ AF STÖKUM HERBERGJUM Leigjandinn: „Á þeim tima sem ég hef búið hér hafa verið tíð skipti á meðleigjendum. Það er óskaplega þreytandi til lengdar að þurfa sí- fellt að vera að laga sig að nýju fólki. Nú langar mig til að búa meira út af fyrir mig. Helst vildi ég geta leigt litla íbúð einn, en það sýnist mér alveg vonlaust. Litlar íbúðir er ekki hægt að fá fyrir minna en 30-35 þús. á mánuði og ég gæti aldrei staðið undir því. Hugsanleg gætu hús- næðisbætur létt mér lífið - annars þekki ég þær hugmyndir ekki nógu vel til að hafa skoð- un á þeim." „Hjá húsnæðismiðlun stúdenta er langmest af stökum herbergjum til leigu, en lítið framboö af íbúðum. Herbergin eru yfirleitt allt of hátt verðlögð, frá 15.000 og allt upp í 25.000 kr. á mánuði. Herbergin og litlu íbúðirnar eru hlut- fallslega dýrari en stórar íbúðir," segir Stein- unn V. Óskarsdóttir. „Þótt húsaleiga sé tekjuskattskyld er það opinbert leyndarmál að aðeins lítill hluti hennar er gefinn upp“ Karl Axelsson, framkvæmdastjóri Húseig- endafélagsins, segir að þótt húsaleiga sé tekjuskattskyld sé það opinbert leyndarmál að aöeins lítill hluti hennar sé gefinn upp til skatts. Hjá Leigjendasamtökunum fengust þær upp- lýsingar að leigusalar gefi að meðaltali upp 13.000-15.000 kr. á mánuði í leigutekjur. Karl telur að ef húseigendur þyrftu almennt að gefa allar leigutekjur upp til skatts, til dæmis ef húsaleigubætur væru teknar upp að öðru óbreyttu, sæju þeir sér lítinn hag í að leigja út íbúðir sínar. Hugsanlega myndu þeir frekar láta íbúöir standa auðar en leigja þær - eða að leigan myndi rjúka upp úr öllu valdi. Jón Kjart- ansson hjá Leigjendasamtökunum hefur svip- aðar skoöanir á hugsanlegum húsaleigubót- um. Hann segir að til að húsaleigubætur gætu gagnast leigjendum yrðu leigutekjur að verða skattfrjálsar að mestu eða öllu leyti. „Ég bjarga mér enn sem komið er á yfir- dráttarheimildum og greiðslukortum" Leigjandinn: „Leigan er vísitölubundin og hefur hækkað nokkuð ört. Nú borga ég 21.000 kr. á mánuði með hita og rafmagni, en náms- lánin eru 48.000 kr. Þegar leigan er greidd hef ég því aðeins 27.000 kr. eftir til að kaupa mat, skólabækur, föt og aörar nauðsynjar. Dæmið gengur einfaldlega ekki upp. Ég bjarga mér enn sem komið er á yfirdráttarheimildum og greiðslukortum en það kemur að því að ég þarí að leita mér að öðru húsnæði." „Kjánalegt út frá hagkvæmnlsjónarmiði að flytja að heiman“ Einstaklingur í foreldrahúsum: „Ég sé enga galla við að búa heima, það væri kjánalegt út frá hagkvæmnisjónarmiöi að flytja að heiman og þá væri faðir minn einn eftir í stórri íbúð. Leigumarkaöurinn er mjög þungur um þessar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.