Vikan


Vikan - 05.03.1992, Page 36

Vikan - 05.03.1992, Page 36
Á íslandi eru um 85% íbúðarhúsnæðis í eigu íbúanna sjálfra. Annars staðar á Norðurlöndum er þetta hlutfall aðeins 30%. Hér er því lítið framboð af leiguhúsnæði og markaður- inn frumstæður. Félagsstofnun stúdenta sér um rekstur nokkurra stúdentagarða og fyrirhug- að er að byggja fleiri slíka. mundir. Bæði er erfitt að fá viðunandi húsnæði og svo er það dýrt. Það sem ég hef milli hand- anna myndi minnka töluvert ef ég færi að leigja. FRUMSTÆÐUR MARKAÐUR Bandalag íslenskra sérskólanema hefur einnig hugsað sér að byggja eða kaupa húsnæði fyrir sína félagsmenn. kibúðir vantar á skra' . , ■ „ herbergi] IBoðin " "*J herr3^^" í3 Reykjaví^ íjeturj Greiöslugeta 38 þús. a man. 0 í tyrirfram. Upplýsir>gar sima 1 i‘ar , otr snyru-* regtusemi ,Jreina.l ilp kemur tu D [súna 96-25988. 0íí baö'- Upf Á íslandi eru um 85 prósent íbúðarhúsnæðis í eigu íbúanna sjálfra. Annars staðar á Norður- löndum er þetta hlutfall aðeins 30 prósent. Hér er því lítið framboð á leiguhúsnæði og mark- aðurinn frumstæður, að sögn framkvæmda- stjóra Húseigendafélagsins. Undir það tekur formaður Leigjendasamtakanna: „Meginmálið er að hér verði til eiginlegur húsaleigumarkað- ur. Þetta er í raun enginn venjulegur markaður. Hann stendur utan við húsnæðiskerfið en ætti að vera þar inni. Menn eru að leigja sínar eigin íbúðir, stundum íbúðir sem á að selja.“ Eins segir hann reynt með samkomulagi að komast framhjá lögum um réttindi leigjenda. Reglur um uppsagnarfrest séu til dæmis ósjaldan hunsaðar með þessum hætti og leigjendur þurfi þá að fara úr íbúðum með stuttum fyrir- vara. Leigjandinn: „Nýlega fór húseigandinn þess á leit við okkur að við flyttum áður en samningurinn rennur út. Við höfum fastan leigusamning út ágúst 1992. Eigandinn vildi hins vegar helst að við færum út snemma á ár- inu.“ STÚDENTAHVERFI ÁRIÐ 2000 Félagsstofnun stúdenta rekur svokallaða stúdentagarða, annars vegar einstaklings- garða fyrir 100 einstaklinga, hins vegar hjóna- garða þar sem eru 142 íbúðir til leigu. Á ein- staklingsgarða kemst fólk utan af landi en ein- stæðir foreldrar og barnafólk hefur aögang á hjónagarða. Leigjandinn: „Ég hef rétt á garðsvist af því að ég er utan af landi. Það hefur stundum hvarflað að mér að sækja um því það væri ódýrara fyrir mig. Eftir að ég kom til Reykjavík- ur hef ég alltaf búið í íbúð svo ég get varla hugsað mér að flytja á heimavist, því hvað eru einstaklingsgarðarnir annað? Þar þyrfti ég að deila eldhúsi og setustofu með fjölda manns og eftir að hafa vanist öðru þættu mér það bæöi óheimilislegir og ópersónulegir búskap- arhættir. Ég vildi að boðið væri upp á litlar ein- staklingsíbúðir. Reyndar skilst mér að nú ætli Félagsstofnun að fara að byggja slíkar íbúðir og það líst mér vel á. Stúdentahverfi árið 2000 heitir bygginga- áætlun Félagsstofnunar. Þann 1. des. siðast- liðinn var tekin fyrsta skóflustungan að nýjum hjónagarði. í honum verða 20 íbúðir fyrir barnafólk og jafnframt verður þar leikskóli fyrir 110 börn. Arnar Þórisson, framkvæmdastjóri Félagsstofnunar stúdenta, segir að vonast sé til að hægt verði að taka þetta hús í notkun í lok næsta árs. Stefnt sé að því að byggja níu blokkir til viðbótar af sömu stærð og þá fyrstu fyrir barnlaus pör og einstaklinga. Hann segir að þessar blokkir séu hannaðar með sveigjan- leika í huga og hægt sé að laga íbúðir að þörf- um barnafólks eftir því sem nauðsyn krefur. Arnar segir að byggingaframkvæmdir séu að öllu leyti fjármagnaðar með lánum og láni Byggingasjóður verkamanna stærsta hlutann, það er 90 prósent. „Þótt takist að koma fyrir- huguðu húsnæði í notkun fyrir árið 2000 mun það alls ekki verða til þess að uppfylla þörf stúdenta fyrir húsnæði," segir Arnar að lokum. BÍSN - HEFUR STOFNAÐ EIGIN HÚSNÆÐISMIÐLUN OG BYGGINGASJÓÐ Aðeins nemendur i Háskólanum hafa aðgang að stúdentagörðum og húsnæðismiðlun stúd- enta. Atli Georg Lýðsson, hjá Bandalagi ís- lenskra sérskólanema (BÍSN), segir að í haust hafi félagið falast eftir samstarfi við húsnæð- ismiðlunina en fengið neitun. Það hafi því stofnaö eigin húsnæðismiðlun. Hann segir að langmest framboð sé af stökum herbergjum en eftirspurnin sé hins vegar fyrst og fremst eftir tveggja herbergja íbúöum. BÍSN hefur einnig áform um að kaupa eða byggja íbúðir til að leigja sínum félagsmönnum og hefur stofnað byggingasjóð í því skyni. Atli segir að þessi mál séu enn á frumstigi. Búið sé að sækja um lán hjá Húsnæðisstofnun og fá lánsloforö. Enn sé hins vegar ekki vitað hve hátt það lán verði né hvenær því verði úthlutað. Eins hefur félag- ið sótt um einhverja fyrirgreiðslu hjá Reykja- víkurborg og fengið jákvæð viðbrögð en þó ekki loforð, að sögn Atla. FLESTIR ÁFRAM Á ALMENNUM LEIGUMARKAÐI Eftir að Lánasjóðurinn fór að gera þá kröfu að námsmenn sýndu fram á leigugreiðslur með skattframtali hefur áhugi húseigenda á því að leigja þeim minnkað. Áður þóttu þeir jafnvel eftirsóknarverðari leigjendur en aðrir en nú hefur það breyst. Þetta sést til dæmis á því að framboð á húsnæði hjá húsnæðismiðlun stúd- enta hefur minnkað eftir breytingarnar hjá Lánasjóðnum. Það er greinilegt að framboð á því húsnæði sem stúdentar sækja mest eftir er alls ekki nóg. Litlar íbúðir eru eftirsóttastar en af þeim er minnst framboð og þær eru hlutfalls- lega dýrastar. Það er þvi erfitt fyrir stúdenta að fá hentugt húsnæði á viðráðanlegu verði. Fyrir þá sem leigja á frjálsum markaði virðist einna hagkvæmast að leigja stórar íbúðir. Því fylgja hins vegar ýmis vandamál. Til dæmis hentar ekki öllum sami leigutími og fólk á einfaldlega misvel saman. Félagsstofnun stúdenta sér um rekstur nokkurra stúdentagarða og fyrirhugað er að byggja fleiri slíka. Bandalag íslenskra sér- skólanema hefur einnig hugsað sér að byggja eða kaupa húsnæði fyrir sína félagsmenn. Það er hins vegar Ijóst að þessar framkvæmdir koma seint til með að fullnægja þörf stúdenta fyrir húsnæði nema að litlu leyti. Eftir sem áður mun stærstur hluti þeirra þurfa að leita fyrir sér á almennum leigumarkaði, sem að öllu óbreyttur er langt frá því að svara þörfum þeirra.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.