Vikan


Vikan - 05.03.1992, Side 37

Vikan - 05.03.1992, Side 37
ENGINN KRÓNPRINS . . . Frh. af bls. 8 Austurlandskjördæmi. En er hann ekki orðinn alltof mikill Reykvíkingur í sér eftir að hafa búið hér svo lengi? Ég spuröi hvort hann væri í jarð- sambandi við kjósendur sína fyrir austan. Meðan ég var ráðherra var ég alltaf fyrir austan á sumrin. Ég féll út af þingi 1978 og var þá svo gæfusamur að snúa mér að sjó- mennsku og bjó austur á Höfn. En þaö er alveg Ijóst, að átta ára vera mín í sjávarútvegsráðu- neytinu varð til þess, að ég gat minna verið fyrir austan en ella. Ég var kosinn á þing fyrir Aust- firðinga og hef haft góðan trúnað þar. Ég hef engan áhuga á að vera í stjórnmálum fyrir ann- aö kjördæmi. Jarðsambandið er ef til vill aldrei nógu gott, en ég held að það sé alveg þokka- legt hjá mér. - Ert þú einn af þessum svokölluðu „fyrir- greiðslupólitíkusum"? Ég hef nú aldrei litið á mig sem slíkan, en ég sinni erindum umbjóðenda minna, ef mér finnst þau vera sanngjörn. En þaö er ekki mikið leitað til mín með persónuleg mál og ég held að það hafi mikið dregið úr því í starfi þingmanna. Sem betur fer hefur þjónustan við fólkið í landinu stórbatnað. Ég er þeirrar skoðunar að þing- menn megi mjög vara sig í þessu sambandi, því ef þeir eru að beita áhrifum sínum til að koma einhverjum persónulegum málum fram, þá kann svo að vera að þeir séu um leið að eyðileggja fyrir fólki sem á meiri rétt. EKKI LÝST FYRIRFRAM STUÐNINGI VIÐ EES - Víkjum aðeins að utanríkismálum. Hver er afstaða þín til EES-samningsins? Ég var samþykkur því að farið væri út í þessa samninga og taldi, að ekki væri önnur leið fyrir okkur Islendinga en að vera með í þessu. En ég verð að segja það, að ég hef ekki haft fullt traust á vinnu ríkisstjórnarinnar í þessu máli að undanförnu. Ég geri mér ekki nægilega grein fyrir stöðu málsins í dag. Sjávarútvegssamningurinn er ófrágenginn. Enn er ekki vitað um afstöðu ríkisstjórnarinnar í sambandi við sölu á landi, né í orkumálum, þ.e. um eignarhald orkufyrirtækjanna. Ég er al- mennt hliðhollur samstarfi innan evrópska efnahagssvæðisins, en ég er ekki tilbúinn að kaupa það hvaða verði sem er. Þess vegna hef ég ekki lýst fyrirfram stuðningi við máliö. Ég mun hinsvegar meta það mjög alvarlega þegar þar að kemur. - Hver verður framtíð norræns samstarfs eftir að Finnland, Svíþjóð og e.t.v. Noregur ganga inn í Evrópubandalagiö? Nú er verið að ræða norrænt samstarf fyrst og fremst í Ijósi þess, að sumar Norðurlanda- þjóðirnar muni ganga þarna inn og að evrópska efnahagssvæðið verði að veruleika. Það er al- veg Ijóst, að þetta mun hafa mjög mikil áhrif á norrænt samstarf og ég tel það beinlínis í hættu. Það kann að vera forsenda þess að unnt verði að bjarga því, að menn nái skynsamlegum samningum um evrópskt efna- hagssvæði. Ef alíar hinar Noröurlandaþjóðirnar ganga inn í Evrópubandalagið og ekkert verður úr EES, þá er mikil hætta á að við einangrumst, bæði í norrænu samstarfi og samstarfi Evrópu- þjóða. - Ertu hlynntur úrsögn úr Alþjóða hvalveiði- ráðinu? Ég taldi þar vera um tvo kosti að ræða. Ann- aðhvort að segja sig úr því, eins og gert var, eða að hefja vísindaveiðar á hrefnu í sumar, eins og ætlunin var. Ég hefði nú frekar viljað fara þá leið að veiða hrefnu í sumar og sjá til hvað Norðmenn tækju til bragðs. Ég hefði talið það sterkara, ef við hefðum gengið úr Alþjóða hvalveiðiráðinu um leið og Norðmenn. FRÁLEITT AÐ SELJA RÍKISBANKANA - Hver er afstaða þín til einkavæðingaráforma ríkisstjórnarinnar? Ég er ekki á móti einkavæðingu. Það er ekki einkavæðing að breyta ríkisfyrirtæki í hluta- félag. Það er hinsvegar einkavæðing aö selja starfsemi ríkisins til einstaklinga. Ég er þeirrar skoðunar, að það beri að nota fjármagnsmark- aðinn til þess að byggja upp atvinnulífið og örva atvinnurekstur. Ef ríkið ætlar að fara með ríkisbankana inn á hlutabréfamarkaðinn, þá held ég að nánast engin önnur hlutabréf verði keypt. Við þessar aðstæður tel ég fráleitt að selja þessa starfsemi. En ég er almennt þeirrar skoðunar, að ýmis rekstur, jafnvel þótt hann sé á vegum opinberra aðila í dag, sé oft hag- kvæmari í höndum einstaklinga. Ég er hinsveg- ar á móti því að einkavæða sjúkrahús og skóla, en tel sjálfsagt að athuga ýmislegt annað. En þetta má ekki verða til þess að auka ójafnrétti í þjóðfélaginu. Ef einkavæðing verður til þess að koma hér á allt öðru samfélagi en við höfum í dag, þá er ég ekki stuðningsmaður þess. - Hvað finnst þér um ísraelsför forsætisráð- herra og eftirmála hennar? Ég sá nú engan tilgang í því að fara í opin- bera heimsókn til fsraels um þessar mundir. Spennuástand ríkir á svæðinu og mikil hætta er á átökum, enda hefur það komið í Ijós, að meðan forsætisráðherra var þar var þessi spenna að magnast. Það var líka kosningabar- átta í landinu, þannig aö mér fannst tímasetn- ingin afleit. Ég hef hinsvegar ekkert á móti vin- samlegum samskiptum við ísraelsmenn og ég hef haft samúð með málstað þeirra gegnum tíðina, þótt þaö hafi stundum verið nokkuð erfitt, því að þeir hafa gengið fram af nokkurri hörku, sem erfitt er að skilja. Þessi uppákoma þarna er afar furðuleg, og ef ísraelsk stjórnvöld bera ábyrgð á henni, þá tel ég að forsætisráð- herra hefði átt að stytta þessa opinberu heim- sókn. Ég tel ekki að hann hefði bara getað stokkið upp í leigubíl, eins og utanríkisráðherra tók til orða. Þannig gera menn einfaldlega ekki í opinberum heimsóknum. En hann hefði vel getað stytt heimsóknina og komið þannig óánægju sinni á framfæri. VAR ORÐINN OF STIRÐUR OG ÞUNGUR Nú vendum við okkar kvæði í kross og viljum fá að vita hvernig vinnuþjarkurinn Halldór Ás- grímsson verji tómstundum sínum. Ég játa það, að ég hef oft haft lítinn tíma fyrir sjálfan mig og fjölskyldu mína. Ég er að reyna að bæta úr þessu núna með því að fara að hreyfa mig meira. Ég var einfaldlega orðinn of stirður og þungur og ég er að reyna að bæta úr því. - Þú hefur grennst? Já, ég hef alltaf tilhneigingu til að þyngjast þegar ég vinn mikið, en ef ég hef það sæmilega rólegt, þá er ekki vandamál fyrir mig að léttast. Ég hef gaman af útiveru og við stundum hana töluvert. Ég fer á skíði ef ég kemst. - Það fara miklar sögur af þér í líkamsrækt- inni. Hvað varð til þess að þú fórst að stunda hana? Ég hef nú ekki verið nógu duglegur að stunda hana, segir Halldór og hlær. Þessi ferðalög setja allt úr skorðum. En ástæðan fyrir þessu er einföld. Ég var staddur í stuttu sumar- leyfi í Búlgaríu fyrir tveimur árum og fór þá í heilsurækt á hótelinu. Þá kom í Ijós, að ég var með svo háan blóðþrýsting, að nærri lá að ég yrði lagður inn á spítala. Upp úr því fór ég að athuga minn gang. Mér var sagt að þetta gengi ekki lengur og eitthvað varð ég að gera. - Hvernig líkar þér svo í púlinu? Mérfinnst þetta allt annað líf, mér líður miklu betur. Úr líkamsræktinni berst talið að heilbrigðis- málunum. Halldór er mjög gagnrýninn á stefnu ríkisstjórnarinnar í þeim málum: - Ég hitti gamlan kunningja minn um daginn, verkamann í frystihúsinu á Höfn. Við tókum tal saman og þá kom í Ijós, að hann á við sjúkdóm að stríða og verður að taka lyf, sem hann borgar fyrir tæpar 20 þúsund kr. á mánuði. Ég þarf að taka lyf, sem að visu eru ekki eins dýr, en ég veit að kosta miklu meira en ég þarf að borga fyrir þau. Mér finnst þetta ekki sanngjarnt. Mér finnst eðlilegt að við tökum þátt í lyfjakostnaði með mun jafnari hætti. I gær hitti ég mann, sem sagði mér að sonur sinn þyrfti að borga um 40 þúsund fyrir lyfjaskammt. Ef þessi sömu lyf væru hinsvegar gefin við öðrum sjúkdómi, þá þyrfti hann að borga miklu minna! Þetta kerfi virðist allt vera fullt af mistökum og lítið eða ekkert hugsað. Og þetta sætti ég mig mjög illa við. Ég sætti mig líka illa við tal ríkisstjórnarinn- ar í atvinnumálum. Þegar atvinnuleysi eykst hröðum skrefum, verður ríkisstjórn að hafa já- kvæðari stefnu í atvinnumálum, en tala ekki eins og þau komi henni ekki við. VANTAR LANGTÍMAHUGSUN í ATVINNULÍFIÐ - Hvernig getum viö snúið við blaðinu? Hvaða möguleika sérðu framundan í eflingu atvinnu- lífsins þegar stöðnun og atvinnuleysi virðast blasa við? Eigum við að hella okkur út í vatns- útflutning? Ég held að þaö sé mjög hættulegt að trúa á töfralausnir í atvinnumálum, en mér finnst að (slendingar hafi oft gert mistök í því. Ég var allt- af þeirrar skoðunar að við ættum að fara hægar í fiskeldi og loðdýrarækt. Menn gleyma því allt- of oft hvað sjávarútvegurinn er mikilvægur. Á síðasta ári var sjávarútvegur enn á ný með yfir 80% af útflutningstekjunum. Á undanförnum tveimur áratugum hefur útflutningsiðnaður nán- ast ekkert aukist. Útflutningur á vörum tengd- um sjávarútvegi hefur aukist og dregist saman í öðru. Það liggja mjög miklir möguleikar í sjávarútvegi. Það eru ýmsar tegundir sem við nýtum ekki og það má gera meira verðmæti úr ýmsu en nú er gert. Ég barðist mikið fyrir því aö efla rannsóknir í sambandi viö eldi sjávardýra. Við Eyjafjörð eru menn t.d. komnir nokkuð á veg við að svara þeirri spurningu, hvort hægt er að ala lúðu. Lúðan þari ekki mikinn hita og hentar okkar aðstæðum, en laxinn hentaði okk- ur aldrei mjög vel. Sjávarhiti við Island er ein- faldlega þannig, að það er erfitt fyrir okkur að vera samkeppnishæfir í laxeldi. Þessar rann- sóknir kosta þolinmæði og niðurstaðan kemur ekki á einu ári, heldur á löngum tíma. Það vant- ar miklu meiri langtímahugsun í atvinnulífið. □ 5.TBL.1W2 VIKAN 37

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.