Vikan


Vikan - 05.03.1992, Qupperneq 44

Vikan - 05.03.1992, Qupperneq 44
SONUR MINN ER LAGÐURIEINELTI Kæri sálfræðingur. Ég á son sem hefur orðið fyrir einelti í skólanum og ég veit ekki hvað ég get gert. Hann er 10 ára gamall og fyrstu árin hans í skóla gekk allt vel. Námslega gekk að vísu hægt en hann var ánægður og hlakkaði til að fara I skólann. í fyrravetur fór allt í einu að bera á þvi að honum liði ekki vel. Hann varð þungur og lokaður og sýndi að hann langaði ekki í skólann. Hann neitaði þó ekki að fara í skólann. Hann fór að vera meira inni og hætti nánast alveg að vera úti með krökkunum. Þegar ég fór að spyrjast fyrir um hvort þeir hefðu tekið eftirþessum breyt- ingum á honum í skólanum samþykkti kennarinn það en vildi ekki gera neitt úr málinu. Taldi hann að þetta myndi lag- ast með tímanum eða að þetta væri tímabundið. Hann sagði þó að greinilega væri strákur- inn ekki inni í félagahóþnum og drægi sig í hlé í frímínút- um. Þegar ég gekk á strákinn sagði hann lengi vel að ekkert væri að, hann bara langaði ekki tilað vera úti. Smám sam- an viðurkenndi hann þó að honum væri strítt í skólanum. Námið gengi ekki sem skyldi og honum væri strítt á því að hann væri heimskur og kynni ekki að lesa. Ég ræddi þetta þá við kennarann en hann vildi áfram ekki gera mikið úr mál- inu. Þessi kennari hafði ekki kennt bekknum áður og var, held ég, nýútskrifaður eða hafði ekki kennt mikið áður. Ég fékk líka á tilfinninguna að hann væri hræddur við að taka á málinu. Svona gekk þetta fram á vorið í fyrra og bæði ég og allir aðrir, held ég, vonuðu að þetta myndi lagast yfir sumarið. I haust, þegar skólinn byrj- aði, gekk vel í fyrstu en þegar I líða tók á veturinn fór aftur að bera á þessari vanlíðan stráksins og hann viðurkenndi að nú væri stríðnin byrjuð aftur, ekki síst á leiðinni heim úr skólanum. Það er jafnvel farið að ganga það iangt að krakkarnir sitji fyrir honum á heimleiðinni. Stríðnin er líka farin að vera harðari og ganga lengra. Kennarinn vill enn ekk- ert gera í málinu og ég veit ekki hvað ég get gert. Getur þú gefið mér góð ráð? Áhyggjufull móðir. Kæra móðir. Það er von að þú sért áhyggju- full. Það er mjög erfitt fyrir börn að lenda í einelti. Við iifum og hrærumst í hópum, skoðanir, viðhorf og stór hluti af sjálfs- mynd okkar myndast í hópum og í tengslum við aðra. Aö vera lagður í einelti þýöir hvort O cn cn SE 2: =3 'Oc;Q "3 => ^ —t LU CÐ q _j O ^ ^ > co co co tveggja - að vera útskúfaður úr hópnum og að vera stans- laust minntur á að skoðanir okkar og viðhorf eða við sjálf sem persónur séum annars flokks. Afleiðingin verður ann- aðhvort sú að sá sem lagður er í einelti gefst hreinlega upp og einangrar sig félagslega, og það virðist sonur þinn gera, eöa að viðkomandi reynir stanslaust að finna leið inn í hópinn aftur, með því að leita uppi skoðanir og viðhorf sem hann heldur að falli hópnum í geð eða að hegða sér á ein- hvern þann hátt sem hann heldur að gangi í augun á hópnum. Einelti snýst því alltaf um hópa og tengsl einstaklings við hópa. Einelti meðal barna tengist nánast undantekning- arlaust skólanum og því ber skólanum að vera á verði gagnvart því. Þar sem skólinn er byggður upp á hópum er það þar sem hægt er að vinna með einelti. Það kostar hins vegar tíma, fyrirhöfn og mikla vinnu. Einnig krefst það góðrar þekkingar á eðli hópa og á mannlegum samskiptum í hóp. Um tvö grundvallaratriði er að ræða. í fyrsta lagi hefur skólahópurinn, það er bekkur sonar þíns, breyst þannig aö í honum hefur myndast þörf fyr- ir að leggja einhvern í einelti. í ööru lagi er eitthvað þaö viö son þinn sem gerir það að verkum að hann er sá sem lagður er í einelti. Þörfin, sem myndast hefur í hópnum, fyrir að leggja einhvern í einelti og það sem gerir son þinn að fórnardýri er tengt. Miðað við það sem þú segir um það á hverju honum er strítt upphaflega má giska á aö breytingin á bekknum gangi í átt að aukinni sam- keppni í námi, að það umburð- arlyndi gagnvart mismunandi getu og mismunandi náms- hraða, sem í upphafi einkenndi bekkinn, hafi horfið og nú sé of mikil áhersla lögð á sam- keppni. Samkeppni milli nem- enda í námi og á kostnaö hvers annars. Með þessu er ég ekki að halda því fram að 44 VIKAN 5. TBL. 1992
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.