Vikan


Vikan - 05.03.1992, Side 54

Vikan - 05.03.1992, Side 54
TEXTI: ANDERS PALM / ÞÝÐING: HJS HVER ER Reyndu sjáifan þig sem rannsóknarblaðamann eða rannsóknarlögreglu- mann. Með því að lesa um lífshlaup viðkomandi persónu og nota um leið þekkingu þína og hyggjuvit ættir þú með tiltölulega léttum leik að komast að því um hvaða karl - eða konu - er að ræða. Teikning af útlín- um höfuðs viðkomandi persónu fylgir með ævi- ágripinu. Mún missti móöur sína þegar hún var aðeins fimm ára gömul en hún átti góöan fööur sem hugsaði vel um hana og kom henni líka í móöur staö. Dóttir- in var líf hans og yndi - og ein- mitt þess vegna varð hann öskureiður þegar hún lét uppi fyrirætlanir sínar um að gefa háskólanámiö upp á bátinn, yfirgefa æskustöövarnar og halda til stórborgarinnar New York þar sem hún ætlaði aö freista gæfunnar og vinna fyrir sér sem listamaður. Mótmæli fööurins breyttu hér engu um. Hún keypti flug- miöa aöra leiðina og hélt í sína fyrstu flugferð um ævina. Vélin lenti á La Gaurdia-flug- velli í nágrenni borgarinnar. Hún var aðeins 19 ára - far- angurinn hennar komst fyrir í einni lítilli feröatösku og farar- eyririnn nam aðeins 37 dölum. Hún haföi aldrei fyrr komið til New York og þekkti engan þar. Hún tók leigubíl frá flug- vellinum og baö bílstjórann um aö aka sér þangað sem hlutirnir geröust. Hann hleypti henni út viö Times Square og ferðin kostaði 15 dali. Þetta var á miöju sumri. Engu aö síöur var hún klædd kjólnum sem hún haföi fengið sér fyrir síöasta vetur. Hún gekk af stað út í lífið meö tösk- una í hendi án þess aö vita hvert hún ætlaði. Þar sem hún var mjög aðlaðandi og sæt beindust augu allra nær- staddra karlmanna aö henni hvar sem hún kom. Einn þeirra hóf þegar aö veita henni eftirför og tók hana tali. Hann spuröi hana á hvaöa feröalagi hún væri. Hún tjáöi honum aö hún heföi enga ákvöröun tekið þar aö lútandi en vandræöi hennar fælust í því aö hún Fyrírmynd hennar hefur ætíð veríð Marilyn Monroe, kyntáknið sem er sagt hafa átt í ástarsambandi við sjálfan John F. Kennedy á meðan hann var forseti Bandaríkjanna. heföi enn ekkert húsaskjól fengið í borginni. Þessi ókunni karlmaður bauð henni aö bragöi að búa heima hjá sér á meðan hún leitaði sér að hent- ugu húsnæöi. Hún þáöi boðið. Hún fékk brátt vinnu sem gengilbeina á kaffihúsi. Að tveimur vikum liðnum flutti hún í íbúö sem hún haföi tekið á leigu í einu af óvirðulegri hverfum borgarinnar. í raun gekk henni allt í haginn og átakalaust komst hún yfir erf- iöasta hjallann á meðan hún var aö koma fótunum undir sig. Flugferðin til New York var aöeins upphafiö aö ævintýra- legum ferli hennar. Sjö árum síðar var hún farin aö hugleiða giftingu. Hún hafði hitt annan listamann sem hún varö yfir sig hrifin af. Kunningj- ar þeirra efuðust þó um aö ráðahagurinn gæti blessast, til þess væru þau allt of ólík. Hún elskaði aðdáendur sína fyrst og fremst og naut þess að vera veitt eftirtekt. Hann hataöi blaöamenn og Ijósmyndara. Það varð oft uppi fótur og fit þegar hann formælti þeim og reif af þeim myndavélarnar. Skömmu fyrir brúðkaupið bauö hún til gleðskapar en bauð aöeins konum. Reyndar fengu karlar aö koma líka meö því skilyrði að þeir klæddu sig sem konur - sex þeirra létu veröa af því. Brúðkaupið vildu þau halda í kyrrþey og eiga þá stund út af fyrir sig. Þess vegna buöu þau aðeins örfáum til vígsl- unnar. Dagblööin komust engu aö síður aö því í tæka tíö hvar athöfnin átti aö fara fram. Heill her blaðamanna þusti á staöinn til þess aö allur umheimurinn gæti lesið um viðburðinn næsta dag. Nokkrir þeirra voru jafnvel klæddir eins og vígslugestir til þess að geta komist sem næst brúöar- parinu. Aörir brugöu á þaö ráð aö taka á leigu þyrlu sem sveimaöi rétt ofan viö kirkjuna þegar parið kom út aö vígslu lokinni. Brúögumanum var þá nóg boðið og skaut aðvörunar- skoti úr skammbyssu út í loftiö. Hjónabandið var storma- samt eins og búist haföi verið viö. Bæöi héldu áfram aö hitta annað fólk og voru mikið úti á lífinu hvort í sínu lagi. EKKI VIÐ EINA FJÖLINA . . . Fyrirmynd hennar hefur ætíö veriö Marilyn Monroe, kyn- tákniö sem er sögö hafa átt í ástarsambandi viö sjálfan John F. Kennedy á meðan hann var forseti Bandaríkj- anna. Hinn myrti forseti kom upp í hugann þegar hún sá son hans og alnafna í sam- kvæmi. Nokkrum árum síðar ákvaö hún aö næla í hann hvað sem þaö kostaði. John stóðst heldur ekki freistinguna. Hún lagði net sitt fyrir hann í vaxtarræktarstöö í New York þar sem hún vissi að hann sótti tíma. Hún komst í sama hóp og hann og þar með... Hann bauð henni heim nokkru síðar og kynnti hana fyrir móö- ur sinni, Jackie, sem brá í brún þegar hún sá hver var komin meö syni hennar í heimsókn. Þegar hér er komið sögu var hún ennþá í hjónabandi en hún lét þaö ekki aftra sér. Hún haföi orð á sér fyrir aö enginn karlmaður væri óhultur fyrir henni, kvæntur sem ókvæntur. Kirkjan fordæmdi hana meira aö segja. Hún hafði sér þaö þó til málsbóta að hún var ekki á höttunum eftir peningum hins unga Kennedy, því hún var efnaöri en hann. Alvarlegar misþyrmingar uröu til þess aö lífdagar hjóna- bandsins uröu ekki lengri. Eig- inmaöur hennar réöst á hana og batt hana niður í stól. Það var ekki fyrr en eftir niu erfiðar klukkustundir að henni tókst aö komast undan. Lögreglan var kölluö til og sló hún hring um húsið. Lögreglumenn töl- uöu til eiginmannsins í gegn- um gjallarhorn og tókst þeim að fá hann til aö gefast upp. H ann kom út með hendurnar yfir höfði sér. Hún er rík. Áriö 1989 fékk hún fimm milljónir dollara fyrir að koma fram í tvær mínútur í sjónvarpsauglýsingu fyrir Pepsi-Cola fyrirtækiö. Fullyrt er aö hún hafi unnið sér inn 65 milljónir dollara á síðasta ári. Margir vina hennar hafa lát- ist af völdum eyöni. Hún segir aö smokkurinn hafi bjargaö lífi sínu. Dregiö er í efa aö hún sé hamingjusöm þrátt fyrir vel- gengnina og veraldarauö. - Hver er hún? □ LAUSN SÍÐUSTU GÁTU 54 VIKAN 5. TBL. 1992 c-í-££l CH co fn < ^ íri

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.