Vikan


Vikan - 05.03.1992, Side 58

Vikan - 05.03.1992, Side 58
▲ Hér sést yfir einn tökustaöa kvikmynd- arinnar Vegg- fóðurs, N1 Bar. Lesendur geta glögglega séð að mikill erill er i kringum eitt lítið atriði í kvikmynd sem þessari. Hann gaf okkur frekar frjálsar hendur en ef hann vildi fá eitthvað ákveðið þá stóð það yfirleitt. Júlíus er mjög ákveð- inn leikstjóri og veit alveg hvað hann vill.“ - Þér finnst þá ekkert erfitt að leika tvær persónur eins og þú gerir núna þegar þú leikur í Rómeó og Júlíu og Kæru Jel- enu til skiptis. Baltasar: „Nei, nei. Þaö er svo gott hvað ég leik ólíkar persónur í þessum leikritum. Þetta var erfiðara á æfingatím- anum þegar ég var að æfa Rómeó allan daginn og leika Valodia í Kæru Jelenu á kvöldin." - Hvernig persónur finnst ykkur skemmtilegast að leika? Baltasar: „Það getur verið skemmtilegt að leika illmenni og furðulegt fólk og oft er það þakklátara. Hins vegar getur einnig verið gaman að leika persónur sem standa nær okkur í lífinu, eins og til dæmis Lass. Steinn: „Það er allt öðruvísi þakklátt að leika vonda persónu. Fyrir marga er skemmtilegra að sjá gott ill- menni á meðan aðrir vilja bara sjá góðar persónur. Sumt fólk á líka erfitt með að greina á milli leikara og persónu sem hann leikur. Það heldur að ef persónan er vond og leiðinleg sé leikarinn það líka. Það er mun auðveldara að ganga á neikvæðar tilfinning- ar. Maður fær að vera vondur og andstyggilegur. Sjálfur hef ég mest gaman af því að leika illmenni. Ég held líka að það geti verið rosalega gaman að leika homma eða geðsjúkling, eða jafnvel konu.“ - Hefur aldrei neitt neyðar- legt hent ykkur á meðan þið hafið verið aö sýna? Baltasar: „Ég lenti í mjög leiðinlegu atviki i Kæru Jel- enu. Við leikararnir stóðum öll fyrir innan sviðið rétt áður en 58 VIKAN 5.TBL.1992 sýningin átti að hefjast og vor- um að tala eitthvað saman. Það var kolniðamyrkur þar sem við vorum og ég var með sólgleraugu þannig að ég sá ekki neitt. Einn leikarinn hafði verið að drekka kaffi og lagði bollann frá sér á stól. Ég settist á stólinn, beint ofan á kaffiboll- ann. Þetta var alveg ömurlegt. Ég var í hvítum buxum og varð náttúrlega allur svartur að aftan. Það fengu allir hláturs- kast nema ég sem varð alveg brjálaður. Ég þurfti svo að leika alla sýninguna með stóran, svartan blett á rassin- um.“ Steinn: „Ég lenti í því þegar ég var að leika í Töfrasprotan- um í Borgarleikhúsinu að fá þungt högg á höndina í einu skylmingaratriði. Það fór í sundur sin í hendinni og ég þurfti að leika þannig út alla sýninguna. Það kom líka eitt sinn fyrir í Rómeó og Júliu að Baltasar gleymdi setningu. Hann átti að segja „Að kenna að gleyma geturðu ekki“ og labba síðan út af sviðinu. Ég, sem leik Benvólíó frænda Rómeós, átti síðan að svara honum. Ég vissi ekkert hvað ég átti að gera þegar Baltasar var bara farinn án þess að segja neitt en segi samt í einhverjum fíla- gangi setninguna mína: „Ég get það eða sæmd mín bíður hnekki.“ Sem er náttúrlega al- gjörlega úr samhengi - get hvað?“ Baltasar: „Eitt atriðið í Vegg- fóðri er þannig að við eigum að vera að „rappa" niður allan Laugaveginn í opnum blæju- bíl. Þegar var verið að taka þetta upp voru upptöku- mennirnir í öðrum bíl þannig að fólk sá ekkert að það var verið að taka þetta upp. Við vorum með tónlistina á fullu, í hlýrabolum, með sólgleraugu og sungum hástöfum með. Við fórum fimmtán sinnum niður Laugaveginn og fólk hélt að nú værum við orðnir alveg kolvit- lausir." Steinn: „Það versta sem ég hef lent í á mínum leikaraferli var þegar ég tók að mér að leika í Floridana-auglýsingu. Það var efnt til verðlaunasam- keppni um nafn á drykknum sem verið var að auglýsa og hlaut hann nafnið „Mjóna". Ég þurfti að veita verðlaunin inni í Mjólkursamsölu. Þar stóð ég eins og hálfviti í hlýrabol, stíf- málaður eins og kerling, fyrir framan fullt af fólki. Ég átti víst að vera eitthvað fyndinn en tólkinu stökk ekki bros. Þetta var alveg agalegt." AFBRÝÐISEMI - SEINNI HLUT Isíðustu Viku fjölluðum við um afbrýðisemi eins og flestir finna fyrir en það er til önnur gerð af afbrýðisemi, sjúkleg og á köflum brjálæðis- leg. Slika afbrýðisemi upplifði Helena í hjónabandi sínu með Eysteini. Ár eftir ár lifði hún í ótta og við hótanir sem gerðu hana niðurbrotna. Hún ein- angraðist og bjó í litlum af- mörkuðum heimi, fullum af ströngu eftirliti og andlegu of- beldi. Hjónaband okkar varð að martröð, segir hún. Það varð að fangelsi sem ég varð að strjúka úr til þess að halda lífi. Helena er 48 ára og nú fyrst getur hún lifað lífinu eins og venjuleg manneskja. [ mörg ár var ég eins og lömuð, dofin yfir bræðisköst- um hans, ásökunum, beiðnum um fyrirgefningu og tárum. Eftir verstu köstin átti hann það til að bresta i grát, ríghalda í mig, eins og til að undirstrika að hann ætti mig, og biðja um fyrirgefningu. Svo átti ég að sofa hjá honum. Ég fann ekk- ert fyrir þessari miklu afbrýði- semi fyrr en eftir að við giftum okkur. Strax eftir giftinguna fór hann að bera á mig alls kyns ásakanir, eins og að ég svæfi hjá öðrum karlmönnum. Hann hefur því leynt þessu og tekist það. Móðir hans sagði mér að hann hefði verið einstaklega erfitt barn, hefði tryllst ef hann fékk ekki allt sem hann vildi. Hún sagðist ánægð með hvaö hann hefði róast og ég hefði greinilega góð áhrif á hann. Ég vildi allt fyrir hann gera, reyndi allt til að gera heimilið fallegt og eldaði allt það besta sem ég kunni. Ekkert var of gott fyrir hann. Til að byrja með færði hann mér oft blóm og var eins blíður og góður og hann gat. Mér leið eins og prinsessu. Það stóð ekki lengi. Þegar við komum heim eftir ball eða samkvæmi hellti hann sér oft yfir mig, leit rannsak- andi á mig og spurði hvasst af hverju ég hefði talað eða dansað svona lengi viö þenn- an og hinn karlmanninn. Ég bara hló og kallaði hann ruglu- koll. Þá var eins og hann róað- ist en núna veit ég að hann hefur ólgað undir niðri. Þetta versnaði enn eftir að börnin fóru að tínast í heiminn eitt af öðru. Við eignuðumst fyrst tvíbura og síðan aðra dóttur. Ég var síþreytt og fannst ég aldrei fá nægan svefn. Eysteinn byrjaði að kvarta yfir því að hann fengi enga athygli hjá mér. Hann hagaði sér eins og óþægur krakki. Húsið var ekki nógu vel þrifið hjá mér, matur- inn ekki til á réttum tíma. Hvað hafði ég eiginlega fyrir stafni á meðan hann var í vinnunni? Átti ég kannski elskhuga? Þetta voru setningar sem ég heyrði oft. Og hver hefði svo sem viljað mig sem leit út eins og drusla! Eftir slík atvik lét hann sig oft hverfa í bæinn, kom síðan heim síðla nætur og vildi elskast, oftast vel í því. Mig grunaði oft að hann væri mér ótrúr en ég sagði aldrei neitt. Ég var of þreytt til þess að standa í því. Eftir því sem árin liðu fjölgaði ásök- ununum. Ég var hætt að nenna með honum á böll því ég vissi hvað fylgdi á eftir. Hann sagði að ég klæddi mig eins og hóra, gæfi öllum karl- mönnum undirfótinn, drykki of mikið og talaði of mikið. Ég sem varla þorði að líta á ann- að fólk á meðan hann gat dansað og skemmt sér. Hann sló mig samt aldrei og heldur ekki krakkana. Ég fór að trúa því sem hann sagði um mig. Ég reyndi að forðast að tala við fólk, sérstaklega karlmenn, þvi hann fylgdist með mér, meira að segja í kjörbúðinni. í fríum vildi hann helst vera í sumarhúsi fjarri öllum manna- byggðum og þar varð hann aftur sami maðurinn og ég taldi mig giftast. Þar var ég prinsessan hans. Um leið og við komum heim aftur breyttist hann. Ég mátti ekki fá mér vinnu, heimilið var minn vinnu- staður, ég átti að passa mín börn sjálf og líka eftir að þau urðu nógu stálpuð til þess að geta bjargað sér sjálf í nokkra tíma eftir skóla. Ó nei, heima skyldi ég vera. Hann hafði slitið öll fjölskyldutengsl fyrir löngu. Við tengdamamma laumuöumsttil þess að tala saman í síma og það var hún sem ráðlagði mér að leita mér hjálpar. Mína fjöl- skyldu vildi hann hvorki sjá né heyra, það var ekki það til sem hann ekki taldi henni til foráttu. Ef mig langaði að heimsækja systur mína eða föður varð ég

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.