Vikan


Vikan - 05.03.1992, Síða 59

Vikan - 05.03.1992, Síða 59
SJUKLEG AFBRY aö fá leyfi og fara ein. Það kostaöi alltaf reiðikast svo ég fór eiginlega aldrei. Hann sagöi aö ég heföi ekki farið til þeirra heldur aö heimsækja elskhuga minn. Á leiðinni hefði ég svo komið við hjá þeim til þess að klaga eiginmann minn. Svona hélt hann endalaust áfram og ég hafði ekki orku til þess að mótmæla. Ég gat heldur ekki talað um þetta við neinn. Ég átti engar vinkonur lengur, þær hafði ég þurft að kveðja því Eysteinn þoldi ekki að þær kæmu í heimsókn til okkar og ég mátti ekki fara til þeirra. Stundum kallaði hann mig hóru í áheyrn bæði barna og fullorðinna, þvílík niðurlæg- ing. Krakkarnir fundu ástandið fljótt á sér og hann reyndi mik- ið að snúa þeim gegn mér l þess að vakta mig en honum varð ekkert ágengt með það. Stundum gleymdi hann sér í eins og vikutíma og varð aftur maðurinn sem ég giftist en ávallt fór allt á sama veg. Þessi umbreyting varð oft- ast eftir að hann hafði grátbeð- ið um fyrirgefningu. Þá átti hann það til að segja: Ég skil þig vel ef þú vilt skilja við mig, ég er einskis virði og það væri best fyrir alla ef ég dæi. Sjálfs- morðshótanir voru algengar: Ef þú ferð frá mér þá drep ég mig. Fyrst tek ég krakkana og þú horfir á! Þá kastaði ég upp. Þegar ég lít til baka skil ég ekki hvernig ég gat haldið þetta út en ég var lömuð og fannst ég minna virði en gólfið sem ég gekk á. Einn daginn sauð samt endanlega upp úr. Ég vissi að það var núna eða aldrei. Ég tók krakkana og fór til tengdamömmu. Eysteinn elti mig, baröi allt húsið utan og öskraði. Þá ákvað ég mig, ég vildi fá skilnað. Núna líður mér vel. Krakk- arnir eru í góðu andlegu á- standi þrátt fyrir allt og gengur vel, en þeir hafa sem allra Bæði karlar og konur, sem þjást af sjúklegri afbrýðisemi, þurfa á sérfræðingshjálp að halda og það sem fyrst. minnst samband við fööur sinn. Hann náði sér í nýja konu fljótlega eftir skilnaðinn og ég vorkenni henni mikið. Ég er farin að horfa á þessa atburöi sem liðna, ég lifi mig ekki inn í þetta lengur en ég þurfti mikla hjálp. Ég sótti tíma hjá sálfræðingi í ár á eftir. Ég hef fengið mér hálfsdagsvinnu og mér finnst ég loksins lifa líf- inu. Það skrítnasta er að þeg- ar ég þarf að hringja f Eystein finnst mér hann vera annar maður, engar ásakanir og mér finnst mig vera að dreyma. Eysteinn er einn af þeim sem þjást af sjúklegri afbrýði- semi, það ætti öllum að vera orðið Ijóst. Þessi afbrýðisemi á rætur að rekja til óöryggis. SEMI Móðir hans segir hann hafa tryllst ef hann fékk ekki allt sem hann vildi og það bendir til þess að henni hafi ekki tek- ist að hemja hann. Það er ekki óalgengt að börn séu upp- stökk og viðskotaill en Ey- steinn fékk greinilega litla at- hygli þrátt fyrir þessi köst. Þetta varð honum því eðlilegt og hélst fram á fullorðinsár. Hvernig skyldi faðir hans hafa verið? Og mamma hans - skyldi hún hafa hótað að fara frá honum ef hann yrði ekki góður? Skyldi það hafa verið hún sem hafði þessi áhrif á skapsveiflur hans? Gaf hún honum með annarri hendi og tók með hinni? Fjölmargar spurningar spretta upp. Eysteinn tók konu sína sem sína eign og Helenu hlýtur að hafa liðið meira en illa. Hún gekk beint inn í þetta misnotk- unarmunstur, annað orð yfir þetta er andlegt ofbeldi, að viðbættum misþyrmingum. í lokin fannst henni þetta vera henni að kenna og bara ef hún hegðaði sér vel myndi þetta ekki gerast. Eysteinn verður að leita sér hjálpar og þið skuluð ekki halda að hann hafi breyst í framkomu þrátt fyrir að Helenu finnist öðruvísi að tala við hann. Núverandi sambýlis- konu hans hlýtur að líða hræðilega en það er ekki vandamál Helenu. Hún getur þakkað sínum sæla að vera laus við hann því kona verður fljótt fangi við þessar aðstæð- ur. Hún heldur að ef hún sé bara nógu góð og elski hann nógu heitt gangi þetta yfir. Svo einfalt er það ekki. Bæði karlar og konur, sem þjást af sjúklegri afbrýðisemi, þurfa á sérfræðingshjálp að halda og það sem fyrst. Fólk, sem býr við svona þrúgandi aðstæður, ætti að taka upp vandamálið, segja frá hvernig það hefur það og krefjast þess að viðkomandi leiti sér hjálpar. Það er nauðsynlegt að segja að þessi hegðun sé sjúkleg og grunsemdirnar eigi ekki við rök að styðjast. Ef kona, sem býr við slíkar aðstæður, talar fyrir daufum eyrum ætti hún að taka börnin og fara. Börn, sem alast upp á heimili þar sem móðirin er kölluð hóra og guö má vita hvað, geta skaðast svo mikið að það verði ekki bætt. Foreldrar verða að taka tillit til barnanna, þeir bera ábyrgð á þeim en ekki makan- um. Þá ábyrgð axlar hann sjálfur. Börnin eru varnarlaus og þau fara að hata persón una sem við á, hvort sem það er faðir eða móðir. Hafir þú frá svona reynslu að segja, sendu þá Vikunni bréf. Nafnleyndar verður gætt. 5. TBL. 1992 VIKAN 59

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.