Vikan


Vikan - 05.03.1992, Side 63

Vikan - 05.03.1992, Side 63
EÐALVÍNIN ELDAST VEL - Hvað ákvarðar það hvort vín í flösku geymist vel, kannski árum saman? „Það er algengur misskiln- ingur að öll vín verði betri eftir því sem þau eru geymd lengur á flöskunum. Oft kaupir fólk flösku af ódýru víni á ferðalagi erlendis og tekur með sér heim. Ég er oft spurður að því hvenær heppilegast sé að taka upp flösku af þessu tagi, hversu lengi ráðlegt sé að geyma það. Ég hef stundum sagt að best hefði verið að drekka vínið í fyrra eða hitti- fyrra. Það er erfitt að ráðleggja fólki I þessum efnum því sum vín geymast vel og batna með tímanum á meðan önnur þola ekki geymslu. Ég get þó fullyrt eitt - að það er betra að drekka vínið of ungt heldur en of gamalt. Sum vín verða betri með árunum og sumir árgang- ar eru betri en aðrir. Flest hvítvín eru best innan tveggja ára frá því að þau verða til. Önnur - eins og til dæmis eikartunnu-vínið mitt - má drekka ung en þau bæta við sig í nokkur ár. Til eru létt og lífleg rauðvln sem eru best FINNDU 6 VILLUR eins til tveggja ára og önnur sem geyma má í allt að tutt- ugu ár og jafnvel miklu lengur. Það eiga sér stað ýmsar efna- breytingar í flöskunni og þær gera það að verkum að vínið annaðhvort versnar eða batn- ar með tímanum. Eðalvínin eru þannig að þau mýkjast með aldrinum og verða þýð- ari.“ EKKI OF KALT - EKKI OF HEITT - Margir halda að best sé að hafa hvítvínið sem lengst í ísskápnum áður en það er drukkið og að hafa rauðvín- ið sem heitast. „Þetta er mikill misskilningur og þvl drekkur fólk gjarnan hvítvín allt of kalt og rauðvín allt of heitt. Ef hvítvínið er kælt of mikið niður dofnar bragðið af því. Við getum orðað það svo að það herpist sama og lokist. Rauðvínið er stundum látið standa inni í eldhúsinu á meðan eldað er og er kannski orðið þrjátíu gráða heitt þegar það er borið fram. Mér finnst hóflegt að til dæmis rautt Bor- deaux-vín sé drukkið við átján til tuttugu gráður." □ STIÖRNUSPÁ Finnið sex villur eða fleiri á milli mynda HRÚTURINN 21. mars - 19. apríl Á næstu tveimur vikum munt þú þurfa að ráða fram úr miklu vandamáli sem getur breytt efnahag þinum. Þú skalt samt ekki æðrast þó eitthvað blási á móti. Þú getur fengið þitt fram ef þú leggur þig fram. Þú þrífst best í starfi sem kallar á frumkvæði. NAUTIÐ 20. apríl - 20. maí Ef þú verður duglegur og iðinn næsta hálfa mánuðinn eru líkur á því að þú aukir vin- sældir þínar og fáir jafnvel launahækkun. Takist þér vel upp er það mjög gott en óþarfi að hreykja sér af því. Gættu þín á rifrildi við börn þín og ástvini. TVÍBURARNIR 21. maí - 21. júní Ef þú kemst hjá því skaltu ekki blanda þér í vanda- mál annarra. Þér mun bjóðast einstakt tækifæri á næstunni en hætt er við að þú gerir þér ekki grein fyrir hversu þýðingarmikið það er. Lestur og ferðalög geta haft mikið að segja fyrir innri vöxtinn. KRABBINN 22. júni - 22. júlí Þú ættir að hvíla þig vel í nokkra daga og láta ekki á þig fá þótt mikilvægar ákvarðanir sitji á hakanum um sinn. Taktu enga áhættu og haltu þig við það sem er öruggt, þú færð annað tækifæri. Amor skýtur einni af örvum sínum niður í kunningjahóp þinn. LJÓNIÐ 23. júlí - 23. ágúst Þú ferð of mikið eftir þvl sem aðrir segja, treystu meira á sjálfan þig. Hafnaðu tilboði um skjótfenginn gróða án mikillar vinnu. Honum fylgir ógæfa. Þú færð nógan tíma til að skemmta þér en notaðu einnig tímann til annars. MEYJAN 24. ágúst - 23. sept. Forðastu þátttöku í ófyr- irsjáanlegum fjárfestingum. Ást- vinur gæti svikið þig og þú tapað peningum vegna þess. Forð- Qjsnu uein juÁ) uu| uaeq Qusa jnjai| euunj ‘ubqis ja ede>( UsjAnjQQ ja Qjrnj | j6Sn|B ‘juujui ja puÁuj ‘jbjuba j>|n|!in ‘ueQjajq ja jn669A astu að hefja ástvini og jafnvel börn á stall, það gæti kostað þig hugarró. Yfirleitt mættirðu vera svolítið opnari. VOGIN 24. sept. - 23. okt. Þú skalt nota sem flestar tómstundir þinar næstu tvær vikurnar til þess að hjálpa vinum þínum. Opnaðu augu þín betur fyrir því sem getur komið sér vel í lífinu. Næsti hálfi mánuðurinn virðist ætla að verða þér góður bæði hvað varðar andlegu og veraldlegu hliðina. SPORÐDREKINN 24. okt. - 21. nóv. Það lítur út fyrir að þú eigir samkeppni í vændum af því að þú vilt helst ekki víkja fyr- ir neinum. Hafðu samt engar áhyggjur því að lífiðgengurekki allt út á samkeppni og ástandið batnar. Farðu með gát í ásta- málum. BOGMAÐURINN 22. nóv. - 21. des. Skyndilega lendir þú í ævintýrum sem þú hélst að þú ættir ekki eftir að upplifa. Þú hef- ur ástæðu til að vera í sjöunda himni. Konur ættu að hugsa sig um tvisvar áður en þær leggja í stórræði, einkanlega þó í ásta- málum. STEINGEITIN 22. des. - 19. janúar Nú gildir að sýna hvað í þér býr og þú verður að taka ákvöröun um það sem hefur verið að brjótast í þér. Brátt muntu fá óskir þínar uppfylltar. Þú átt í vændum viðurkenningu fyrir vel unnin störf. Láttu ekki ótta um fjárhagslegt öryggi hafa of mikil áhrif á daglegt líf þitt. VATNSBERINN 20. janúar -18. febrúar Þú verður að færa fórn, líklega á altari ástarinnar, til þess að jafnvægi náist og það fyrr en seinna. Ef þú sýnir iðni og samviskusemi er ekki nokkur vafi á að þú nærð árangri. Á föstudaginn eftir viku gerist eitthvað sem kemur þér skemmtilega á óvart. FISKARNIR 19. febrúar - 20. mars Loftið er lævi blandið og innan skamms gerist eitthvað sem kemur róti á huga þinn. Þú framkvæmir hugmynd sem þú hefur lengi verið að bræða með þér. Gerðu átak i peningamál- unum sem allra fyrst. Þú ættir jafnframt að láta til skarar skríða í málum sem snerta einkalíf þitt. 5. TBL.1992 VIKAN 63

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.