Vikan


Vikan - 05.03.1992, Page 65

Vikan - 05.03.1992, Page 65
f . ‘ ' 'v; ". r-T7- I yí legri baráttu hans gegn sjúk- dóminum. Hann mun ekki gef- ast upp. Sjúkdómur hans hef- ur í för með sér að menn þreytast fljótt og auk þess minnkar matarlystin. Menn geta lifað með þennan sjúk- dóm lengi og hann er ekki endilega banvænn. Hvað varðar grínistann og leikarann Richard Pryor skul- um við hafa hugfast að myndir hans sýna fram á ódauðleika listamannsins á hvita tjaldinu. Þetta er og verður hinn sígildi grínisti sem getur alltaf fram- kallað bros og grettur hjá áhorfendui Leikstjórinn og grinleikarinn Richard Pryor aó vinna að kvikmyndlnni Jo Jo Dancer: Your life is calling sem hann gerði árið 1985. sem fjallar um líf leikkonunnar Frances Farmer og Sweet Dreams sem fjallar um sveita- söngkonuna Patsy Cline. I báðum þessum myndum er leikkonan Jessica Lange t aðalhlutverki. Stjörnur hafa sín vandamál og þær eiga við einmanaleika að stríða þrátt fyrir frægð og frama. Snúum okkur aftur að leikar- anum Richard Pryor. Heilsa hans var svo slæm í fyrra að hann leitaði til fyrrum eigin- konu sinnar, Jennifer Lee Hann þurfti á aðstoð að halda, þurfti andlegan styrk. Jennifer Lee flaug frá New York til Bel Air þar sem Ric- hard Pryor býr í villu sem E metin er á fimm milljónir Bandaríkjadala. Ekki var aðkom- an glæsileg Hvorki húshjálp né lífverðir voru á staðnum þegar Jenni fer Lee bar að garði. Öryggiskerfið var i ólagi og Richard Pryor sat bak við svefnherbergishurðina með 357 magnum marghleypu sér við hlið. Hann var að því kom- inn að binda enda á líf sitt. Til allrar hamingju tók hann aldrei ( gikkinn. Þannig var komið fyrir honum þá en nýjustu heimildir greina þó frá hetju- minw - 1 Eddle Murphy og Richard Pryor! an í myndinnl Harlem Nlghts. Richard Pryor og Jackie Gleason í ►" myndinni The Toy sem gerð var árið 1982. NÆRMYND AF LEIKKONUNNI JENNIFER TILLY Hverjum er Jennifer lík á myndinni? Meg Tilly er svarið enda er hún systir hennar. Meg Tilly er vel þekkt úr myndum eins og The Big Chill (1983), Impulse (1984), Agnes of God (1985), Valmount (1989) og í framhaldinu af China- town, The Two Jakes (1990). Hver er svo systir hennar, Jennifer Tilly, og f hvaða myndum hefur hún leikið? Jennifer Tilly lék gengilbeinu f myndinni The Fabulous Baker Boys (1989) með stjörnuleikurum eins og Mich- elle Pfeiffer, Beau Bridges og Jeff Bridges. Auk þess lék hún f gamanmyndinni Moving Violations (1985) sem greindi f/ ◄ Jennifer Tllly. frá kolgeggjuðum ökukennur- um og nemum. Nýlega lék hún í myndinni Shadow of the Wolf á móti Lou Diamond Philips (Young Guns 1 og 2, La Bamba) og japanska leikaranum Toshiro Mifune (Tora, Tora, Tora, The Challenge). Auk þess lék hún í Scorches á móti stórleikkon- unni Faye Dunaway, Den- holm Elliot (Toy Soldiers) og James Earl Jones (The Hunt for Red October, Field of Dreams). Þar fyrir utan lék Jennifer Tilly á móti Richard Dreyfuss í Let It Ride sem sýnd var á Stöð 2 fyrir skömmu. I þeirri mynd lék hún barmfagra Ijósku sem reynir að táldraga hinn spllasjúka Richard Dreyfuss. Fróðir kvikmyndaspekúlantar segja að hér sé komin dugmikil, framfærin og hæfileikarík leik- kona sem eigi eftir að láta mik- ið að sér kveða i framtíðinni. SJl ’SMJm mm FRÍAR HEIMSENDINGAR ALLAN SÓLARHRINGINN 7 DAGA VIKUNNAR PÖNTUNARSÍMI: 679333 PIZZAHÚSIÐ Grensásvegi 10 - þjónar þér allan sólarhringinn VIKAN 65 'V

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.