Vikan - 14.05.1992, Page 8
nema maður sé tilbúinn að fórna því frelsi og
þægindum sem peningarnir gefa.“
Dizzy Gillespie sagði einhvern tíma að hann
liti svo á að lögin sem hann semdi hefðu alltaf
verið til og hann þyrfti bara að detta inn í sveifl-
una. Hvert sækir þú innblásturinn?
„Það fer eftir því um hvernig tónlist er að
ræða. Ef verið er að semja fyrir kvikmynd er
náttúrlega unnið út frá andrúmslofti myndar-
innar. Allir listamenn þurfa að hafa þann eigin-
leika að geta túlkað hugmyndir og áreiti úr eig-
in reynsluheimi með þeim miðli sem þeim er
kærastur þó listin sé ein. Sumir sjá liti þegar
þeir hlusta á tónlist og aðrir heyra músíkina í
málverkinu. Mikið af djassspunanum kemurfrá
undirmeðvitundinni og það er kannski það sem
er ekki hægt að kenna öðrum að spila með. Ég
get alveg verið sammála Dizzy því við erum
alltaf að spila sömu tólf nóturnar sem er bara
raðað á mismunandi hátt.
Það getur vel verið að það hafi eitthvað meö
persónu og skapgerð tónlistarmanna að gera
að við eigum auðveldara en annað fólk með að
setja okkur inn á sameiginlega bylgjulengd, en
það sem mér finnst yndislegast við músík er
þegar nokkrir einstaklingar eru að spila saman
og detta inn á þessa sveiflu. Það er eins og
þeir séu allir að hugsa það sama á sama
augnablikinu. Þetta er eins og rafmagn, ég
man til dæmis eftir svona upplifun þegar ég var
að spila með Previn en hann er frábær undir-
leikari, hann vissi stundum nákvæmlega hvert
ég ætlaði næst í spunanum og það var
gagnkvæmt. Það er eins og það sé E.S.P. eða
hugarorka á ferðinni, alveg furðulegur hlutur
og á sér aðeins örsjaldan stað á ferli tónlistar-
manns. Það verður fullkomin samsömun á milli
manna og maður veit að þetta samband er ei-
líft.
Stjórnendur, sem kunna sitt fag eins og Bar-
birolli, eru eins og sendistöð. Þeir senda frá sér
geisla eða hugsanir frá pallinum og hljómsveit-
in er öll á sömu bylgjulengd. Það er ótrúlegt en
þetta er hægt og sérstaklega gaman að því í
djassi. Möguleikarnir á að þetta gerist eru þó
hverfandi því að leiðirnar eru svo margar í
spuna."
Það hefur verið mikið um tækninýjungar í
tónlistarheiminum undanfarin ár. Hvernig snýr
það að þér?
„Það er svo skrítið að þegar ég byrjaði í stúd-
íóunum í Hollywood spilaði ég að mestu leyti á
rafmagnsbassa en núna eru 99 prósent af
vinnunni á kontrabassa. Því var spáð að
strengjahljóðfæri eins og bassi, fiðla og selló
myndu detta út með komu tölvutengdra
hljómborða en sú hefur ekki orðið raunin.
Þessi tæki ná engan veginn hljóðunum sem
eru í strengjunum á gömlu hljóðfærunum. Eins
er það með saxófón, það er ekki nokkur leið að
ná saxófónhljóðum úr synthesizer. Þó tækin
séu óneitanlega skemmtileg og bjóði upp á
Frh. á bls. 82
Árni og Dorette fyrir utan heimili sitt í Los Angeles.
■ Djass getur verið flókinn í uppbyggingu og menn þurfa að
vera þokkalegum gáfum gæddir til að spila djass. Það er mikil
sköpun í djassi sem krefst mikils ímyndunarafls og sá sem spil-
ar djass hefur möguleika á því að túlka tilfinningar sínar ...
hljómsveitarinnar í Huston. André Previn var
arftaki hans þar og við stofnuðum saman
djasstríó við þriðja mann. André er snilldar
djasspíanisti þó hann sé frægastur sem klass-
ískur stjórnandi. Við ferðuðumst víða og héld-
um djasskonserta, þar á meðal lékum viö á
Listahátíð í Reykjavík 1974. Árið 1969 ákvað
ég síðan að reyna fyrir mér í Los Angeles og
hef búið í borg kvikmyndanna síðan." Það er
vel við hæfi að Dorette kemur að þeim orðum
maeltum og færir okkur poppkorn og gosdrykki.
Ég spyr Árna hvað það sé við djassinn sem
fyrir hann gefur meira aðdráttarafl en aðrar
tónlistarstefnur og hverjir séu helstu eiginleikar
sem góður djassleikari þarf að hafa.
„Djass getur verið flókinn í uppbyggingu og
menn þurfa að vera þokkalegum gáfum gædd-
ir til að spila djass. Það er mikil sköpun í djassi
sem krefst ríks ímyndunarafls og sá sem spilar
djass hefur möguleika á að túlka tilfinningar
sínar á þann veg sem ekki gefst innan annarra
gerða tónlistar. Það er hægt að læra að spila
klassíska músík á svipaöan hátt og að moka
skurð og margir spila hana þannig. Djass er
hins vegar ekki hægt að kenna nema tækni-
lega séð upp að vissu marki. Það er ekki hægt
að kenna hugarflug nema innan ákveðinna
forsenda, svipað og það er ekki hægt að
kenna manni að verða listmálari þó hann geti
lært að blanda liti. Restin er bara einhver vitfirr-
ing,“ segir Árni og skellir upp úr.
„Djasstónlistarmaðurinn verður að vera ag-
aður og á sama tíma meðvitaður um hvernig
hann getur flogið innan þess ramma sem verið
er að vinna með hverju sínni. Þetta er abstrakt
tónlist sem býður upp á margbreytileika og það
er sennilega það sem heillar mig mest við
hana. Djass er konsertónlist að mínu mati og
mér leiðist þetta klúbbasystem. Það dregur
einnig úr áhuga mínum aö það er mjög illa
greitt fyrir að spila djass og nær óhugsandi að
vera með fjölskyldu og spila eingöngu djass
8 VIKAN 10. TBL.1992