Vikan


Vikan - 14.05.1992, Page 16

Vikan - 14.05.1992, Page 16
Á brúðu- verkstæð- inu hennar Katrínar verðurtil sá undraheim- ur sem hún síðan klæð- ir lífi og fjöri í litla leikhúsinu. Brúðurnar skipta tug- um og hef- ur hver sín persónu- legu ein- kenni. fólkið á staðnum nánast grét úr hlátri. Meðan á sýningunni stóð gafst tækifæri til að skoða vinnustofuna hennar Katrínar þar sem hún býr til brúðurnar og hefur sitt eigið leikhús. Þetta er heillandi heimur og brúðurnar hennar eru ómót- stæðilegar. Þegar börnin höfðu kvatt náði blaðamaður að ræða við Katínu um þessa skemmtilegu grein leiklistar- innar og fræðast um hana og brúðurnar hennar. - Það má segja að gríman sé upphafið. Gríman var notuð til að hylja andlit sitt og tengt trúarbrögðum. Menn settu upp grímur, það var guðlast að sýna andlit sitt. Síðar komu leikbrúðurnar og strengjabrúð- urnar og sá sem stjórnar þeim er svartklæddur samkvæmt japanskri hefð en þar segja menn að svart sé ekki til. Mar- ionetta þýðir María litla og er þá átt við Maríu mey. Helgi- leikur í kirkjunni var ef til vill upphafið að brúðuleikhúsinu. Leikbrúðurnar voru oft notaðar til að segja óþægilega hluti og sú persóna sem flestir kannast við, meistari Jakob, er þannig gerð. Hann þorir að segja allt. Katrín segir að áhugi fyrir brúðum og brúðuleikhúsi hafi vaknað hjá henni þegar hún vann í Öskjuhlíðarskóla fyrir tíu árum. Eftir það fluttist Katr- ín til Danmerkur og lærði leik- list sem kennsluaðferð við há- skólann í Árósum. Síðan bjó hún í Barcelona í sex ár, lærði þar brúðugerð, vann við götu- leikhús með þjóðlagahópi og bjó til skartgripi svo eitthvað sé nefnt. Núna býr hún ásamt Júlíu dóttur sinni í Tjarnargöt- unni þar sem hún hefur komið sér vel fyrir. Það eru brúður út um allt hús og þær eru svo fallegar að blaðamanni er næstum orða vant. Aldrei þessu vant. Eru þetta allt þínar eigin týpur? Átt þú hugmyndirnar að öllum brúðunum? er Katrín spurð. Semurðu sjálf sögurnar sem þú leikur? - Það er nauðsynlegt að sá sem leikur eða stjórnar brúðu hafi búið hana til sjálfur, allra helst þarf það að vera þannig en ég skrifa yfirleitt ekki sögur. Látbragðsleikur er líka saga, það þarf að vera ákveðinn rammi fyrir leikarann til að fara eftir. Hann þarf að hreyfa sig á ákveðinn hátt, muna stöðugt eftir brúðunni og gefa henni líf með því að Ijá henni rödd og hreyfingu. Tilfinningar tjáum við með hreyfingu af því að andlit brúðunnar breytist ekki. Gleði er sýnd með miklum hreyfingum og dapurleiki tjáð- ur með hægum hreyfingum. Oft eru mikil leikræn tilþrif en stjórnandi brúðunnar má þó ekki trufla hana. Brúðan er skúlptúr, listaverk. Mig langar að halda brúðu- sýningu í náinni framtíð og einnig að vinna með börnum. Á sumardaginn fyrsta var ég ásamt þremurfélögum mínum með dagskrá fyrir Styrktar- félag lamaðra og fatlaðra í Reykjadal í Mosfellssveit. Áhorfendur okkar þar voru yndislegir, opnir og einlægir. Ég get tekið á móti tíu til fimmtán börnum í einu til að kynna þeim brúðuleikhús og einnig langar mig að vera með leikhús fyrir fullorðna. Rit- höfundar, Ijóðskáld, myndlist- armenn og brúðuleikhús þurfa að vinna saman og mig langar að stuðla að slíku samstarfi. Blaðamaður æsist upp við tilhugsunina og spyr Katrínu hvort hún geti búið til brúðu af ketti - því þá skuli hann segja henni kisusögurnar sem eru vel geymdar í huga hans. Hvort hún getur-Katrín brosir og leiðir blaðamann að svartri og hvítri brúðu sem minnir á kött, er köttur í heimi brúðu- leikhússins. Katrín setur upp grímu og leikur svo vel að hárin rísa á áhorfandanum, þótt aðeins sé um eina grímu að ræða og leik sem hæfir grímunni. - Um leið og þú ert búin að búa til grímu segir hún þér hver hún er og þú gerir eins og hún segir. Gríman er í sjálfu sér leikstjórinn eins og brúðan. Það er auðheyrt að Katrín hefur unun af starfi sínu með brúðunum og hún er greini- lega mikil hugsjónakona þegar ungir áhorfendur eru annars vegar. - Það er svo þýðingarmikið að hlúa að litlum blómum svo að þau geti orðið stór og falleg blóm. Ég ber virðingu fyrir áhorfendum og gef þeim það besta. Hver brúða er í sjálfu sér leikstjórinn en ég geri henni mögulegt að ná til áhorf- enda. Júlía dóttir mín hefur verið með mér í þessu öllu, er mikil listakona en stundar jafn- framt nám í menntaskóla. Einnig hef ég notið þess að eiga góða mömmu sem alltaf hefur verið tilbúin að hjálpa mér þegar mikið liggur við. Ekki þarf annað en að líta i kringum sig heima hjá Katrínu í Tjarnargötunni til að skilja að það er mikið starf og krefjandi að sfjórna svona leikhúsi, þótt lítið sé. Launin eru í samræmi við það, bros barnanna ylja og sá sem skapar er aldrei verk- laus, aldrei einn. Hann einfald- lega er. □ 16 VIKAN 10. TBL. 1992

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.