Vikan


Vikan - 14.05.1992, Page 21

Vikan - 14.05.1992, Page 21
ún bíður manns ögr- andi, glæsilega búin, glottandi út í annað, eins og hún sé að skora mann á hólm: „Komdu ef þú þorir." Þegar komið er til Parísar í fyrsta skipti hefur maður jafn- vel það eitt í fararnesti sem vinnufélagarnir sögðu að skilnaði: „Mikið vildi ég vera í þínum sporum, því að París er borg borganna." Tíðindamaður Vikunnar heimsótti borgina í fyrsta sinni skömmu fyrir páska og dvaldi þar í fjóra daga. Hann átti þess samt ekki kost að sjá nema lítið brot af dýrðinni á þeim fáu dögum sem viðdvöl hans stóð. Hann kom með því hugarfari aö sinna þeim verk- efnum sem honum höfðu verið falin og í annan stað að reyna að skoða nokkur þau fyrirbæri og undur sem borgin hefði upp á að bjóða. Auðvitað gat að- eins verið um svolitla vett- vangskönnun að ræða þar sem einungis yrði skyggnst um á yfirborðinu. Þeir sem til þekkja segja að jafnvel áratugur dugi ekki til að komast til botns í París og ætli fólk að skoða það sem efst er á listanum taki það að minnsta kosti viku til hálfan mánuð. Að þeim tíma liðnum séu viðkom- andi ferðamenn búnir að á- kveða að sækja borgina heim öðru sinni fyrr en síðar. Á ferð sinni ræddi blaða- maöur við nokkra íslendinga sem búsettir eru í borginni, svo og innfædda Parísarbúa. Svarið við spurningunni um hvernig væri að búa í París var ævinlega það sama: „Frábært." Þegar þeir hinir sömu voru síðan spuröir hvað væri svona gott við borgina stóð heldur ekki á svari: „Allt." FERÐAST NEÐANJARÐAR Sá sem þetta skrifar hafði að leiðarljósi fjögur þarfaþing sem ókunnur ferðamaður má ekki vera án í þessari stóru og miklu borg - kort yfir leiðir og leyndardóma neðanjarðarlest- anna (Metro), kort af borginni og loks leiðarvísa á borð viö hið ágæta kver Jónasar Kristj- ánssonar ritstjóra og konu hans, Kristínar Halldórsdóttur, París - heimsins höfuðprýöi (Fjölvaútgáfan 1985), og vasabók Berlitz um sama efni. Það er vissara að undirbúa sig nokkuð áður en lagt er upp í fyrstu skoðunarferðirnar, með því að lesa sértil, merkja inn á kortin og skipuleggja dagsverkið í grófum dráttum. Borgin er afar umfangsmikil - en þrátt fyrir það er unnt að feröast um hana þvera og endilanga neðanjarðar á til- tölulega skömmum tíma, ætli maður að komast á milli fyrir- fram ákveðinna áfangastaða. Þar eð tíðindamaður Vikunnar hafði nokkuð mikið á dagskrá sinni fór drjúgur tími í ferðalög neðanjarðar. Þau hafa óneit- anlega þann galla í för með sér að maður sér ekki hvar ► Glerpýramidinn utan vlð Louvre-listasafnlö. Undlr hon- um er heljarmikll hvelflng sem byggö hefur verlö tll aö auka safnrýmlö. Götulifiö í Paris er einkar fjölskrúðugt. Þar spretta alls kyns listamenn upp á torgum og framan við gangstéttakaffihusin. maður er staddur, nema nátt- úrlega á viðkomustöðum, og gerir sér ekki grein fyrir afstöðu og fjarlægðunum inn- an borgarinnar. Þetta er á hinn bóginn ódýrasti, auðveldasti og fjótlegasti ferðamátinn. Að ætla sér að aka bifreið í þessari miklu borg er glapræði því hraðinn er mikill, umferðar- menningin ekki alltaf á háu plani að okkar mati og umferð- aröngþveitið sums staðar lyg- inni líkast við fyrstu sýn. Það er til dæmis fróðlegt að fylgjast með umferðinni við hin miklu hringtorg, eins og við Sigur- bogann og á Concorde. Það er svo skrýtið að þeir eiga réttinn sem koma inn á torgið, öfugt við það sem gildir í íslenskum umferðarlögum. Sjón er sögu ríkari. EITT ÓTRÚLEGT LISTAVERK Fornar byggingar og menning- arverðmæti frá liðnum öldum eru hvarvetna í París - hallir, kirkjur og hvers konar minn- isvarðar aðrir um liðnar kyn- slóðir. Sagt hefur verið að litlu hafi munað að Þjóðverjar létu vítisvélar sínar lúskra á henni áður en þeir flýðu hana undan Bandamönnum í stríðslok en yfirmaður þýska heraflans hafði óhlýðnast skipunum yfir- boðara sinna. Hvað sem því líður slapp borgin lítið sem ekkert spjölluð úr þeim hildar- leik sem síðari heimsstyrjöldin var. París er gósenland fyrir fagurkera sem gaman hafa af að virða fyrir sér það merkileg- asta í byggingarlist síðustu ára og áratuga. Skipulag borg- arinnar ber vott um mikla smekkvísi og framsýni og heilu borgarhlutarnir bera hönnuðum sinum fagurt vitni. Albert Guðmundsson, sendi- herra íslands í París, hefur búið þar í um áratug þegar allt er talið. í samtali við blaða- mann Vikunnar sagði hann að borgin væri eitt margslungið og ótrúlegt listaverk. „Hún er Á Montmartre-hæðinni, tyllir feröamaðurinn sér niður, fær sér bolla af kaffi og virðir fyrir sér mannlífið. 10.TBL. 1992 VIKAN 21

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.