Vikan


Vikan - 14.05.1992, Qupperneq 21

Vikan - 14.05.1992, Qupperneq 21
ún bíður manns ögr- andi, glæsilega búin, glottandi út í annað, eins og hún sé að skora mann á hólm: „Komdu ef þú þorir." Þegar komið er til Parísar í fyrsta skipti hefur maður jafn- vel það eitt í fararnesti sem vinnufélagarnir sögðu að skilnaði: „Mikið vildi ég vera í þínum sporum, því að París er borg borganna." Tíðindamaður Vikunnar heimsótti borgina í fyrsta sinni skömmu fyrir páska og dvaldi þar í fjóra daga. Hann átti þess samt ekki kost að sjá nema lítið brot af dýrðinni á þeim fáu dögum sem viðdvöl hans stóð. Hann kom með því hugarfari aö sinna þeim verk- efnum sem honum höfðu verið falin og í annan stað að reyna að skoða nokkur þau fyrirbæri og undur sem borgin hefði upp á að bjóða. Auðvitað gat að- eins verið um svolitla vett- vangskönnun að ræða þar sem einungis yrði skyggnst um á yfirborðinu. Þeir sem til þekkja segja að jafnvel áratugur dugi ekki til að komast til botns í París og ætli fólk að skoða það sem efst er á listanum taki það að minnsta kosti viku til hálfan mánuð. Að þeim tíma liðnum séu viðkom- andi ferðamenn búnir að á- kveða að sækja borgina heim öðru sinni fyrr en síðar. Á ferð sinni ræddi blaða- maöur við nokkra íslendinga sem búsettir eru í borginni, svo og innfædda Parísarbúa. Svarið við spurningunni um hvernig væri að búa í París var ævinlega það sama: „Frábært." Þegar þeir hinir sömu voru síðan spuröir hvað væri svona gott við borgina stóð heldur ekki á svari: „Allt." FERÐAST NEÐANJARÐAR Sá sem þetta skrifar hafði að leiðarljósi fjögur þarfaþing sem ókunnur ferðamaður má ekki vera án í þessari stóru og miklu borg - kort yfir leiðir og leyndardóma neðanjarðarlest- anna (Metro), kort af borginni og loks leiðarvísa á borð viö hið ágæta kver Jónasar Kristj- ánssonar ritstjóra og konu hans, Kristínar Halldórsdóttur, París - heimsins höfuðprýöi (Fjölvaútgáfan 1985), og vasabók Berlitz um sama efni. Það er vissara að undirbúa sig nokkuð áður en lagt er upp í fyrstu skoðunarferðirnar, með því að lesa sértil, merkja inn á kortin og skipuleggja dagsverkið í grófum dráttum. Borgin er afar umfangsmikil - en þrátt fyrir það er unnt að feröast um hana þvera og endilanga neðanjarðar á til- tölulega skömmum tíma, ætli maður að komast á milli fyrir- fram ákveðinna áfangastaða. Þar eð tíðindamaður Vikunnar hafði nokkuð mikið á dagskrá sinni fór drjúgur tími í ferðalög neðanjarðar. Þau hafa óneit- anlega þann galla í för með sér að maður sér ekki hvar ► Glerpýramidinn utan vlð Louvre-listasafnlö. Undlr hon- um er heljarmikll hvelflng sem byggö hefur verlö tll aö auka safnrýmlö. Götulifiö í Paris er einkar fjölskrúðugt. Þar spretta alls kyns listamenn upp á torgum og framan við gangstéttakaffihusin. maður er staddur, nema nátt- úrlega á viðkomustöðum, og gerir sér ekki grein fyrir afstöðu og fjarlægðunum inn- an borgarinnar. Þetta er á hinn bóginn ódýrasti, auðveldasti og fjótlegasti ferðamátinn. Að ætla sér að aka bifreið í þessari miklu borg er glapræði því hraðinn er mikill, umferðar- menningin ekki alltaf á háu plani að okkar mati og umferð- aröngþveitið sums staðar lyg- inni líkast við fyrstu sýn. Það er til dæmis fróðlegt að fylgjast með umferðinni við hin miklu hringtorg, eins og við Sigur- bogann og á Concorde. Það er svo skrýtið að þeir eiga réttinn sem koma inn á torgið, öfugt við það sem gildir í íslenskum umferðarlögum. Sjón er sögu ríkari. EITT ÓTRÚLEGT LISTAVERK Fornar byggingar og menning- arverðmæti frá liðnum öldum eru hvarvetna í París - hallir, kirkjur og hvers konar minn- isvarðar aðrir um liðnar kyn- slóðir. Sagt hefur verið að litlu hafi munað að Þjóðverjar létu vítisvélar sínar lúskra á henni áður en þeir flýðu hana undan Bandamönnum í stríðslok en yfirmaður þýska heraflans hafði óhlýðnast skipunum yfir- boðara sinna. Hvað sem því líður slapp borgin lítið sem ekkert spjölluð úr þeim hildar- leik sem síðari heimsstyrjöldin var. París er gósenland fyrir fagurkera sem gaman hafa af að virða fyrir sér það merkileg- asta í byggingarlist síðustu ára og áratuga. Skipulag borg- arinnar ber vott um mikla smekkvísi og framsýni og heilu borgarhlutarnir bera hönnuðum sinum fagurt vitni. Albert Guðmundsson, sendi- herra íslands í París, hefur búið þar í um áratug þegar allt er talið. í samtali við blaða- mann Vikunnar sagði hann að borgin væri eitt margslungið og ótrúlegt listaverk. „Hún er Á Montmartre-hæðinni, tyllir feröamaðurinn sér niður, fær sér bolla af kaffi og virðir fyrir sér mannlífið. 10.TBL. 1992 VIKAN 21
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.