Vikan


Vikan - 14.05.1992, Qupperneq 23

Vikan - 14.05.1992, Qupperneq 23
Gamli og nýi tíminn mætast þar sem verslunarmiðstöðin Forum des Halles hefur verið reist í návígi við mannvirki frá liðnum öldum. M Utan við Pompidou- nýlistasafn- ið, sem dregur að sér milljón- ir gesta ár- lega. Verslanir í París bera dám af þessu enda er þar unnt aö finna sérhæfðar sölubúðir hvort sem er á sviði matar eða drykkjar, kvenfatatísku eða snyrtivara - víns eða osta, kjöts eða fisks, málaralistar eða höggmyndalistar, forn- minja eða frímerkja og svona mætti lengi telja. í kveri Jónasar er meðal annars getið um götur þær í miðborginni þar sem finna má sérverslanir á ofangreindum sviðum og kennir margra grasa. Það ber aftur á móti að hafa í huga að Islendingar færu mjög líklega eitthvað annað ætluðu þeir „að versla", eins og það heitir, því að París er dýr og reyndar í mörgum til- vikum afar dýr. Sé aftur á móti um þaö að ræða að eignast góðan grip og jafnvel fágætan á því verði sem upp er sett þá er París auðvitað rétti staður- inn. VEITINGAHÚS Engin borg hefur upp á að bjóöa jafnmarga og mismun- andi veitingastaði að sögn. Þeir skipta þúsundum og þar á meöal má finna heimsþekkt veitingahús sem borið hafa hróður franskrar matargerðar- listar um langan aldur. Inn á þau vinsælustu er ekki unnt að komast nema að hafa pantaö borð með löngum fyrirvara og má þá gera ráð fyrir að þriggja rétta máltíðin kosti allt að 10.000 krónur. Fjölmargir ágætir matsölustaðir bjóða samt upp á Ijúffenga rétti fyrir miklu minna verð og mætti nefna töluna 100 franka eða um 1000 krönur í því sam- bandi, jafnvel niður i 35. Ef lesendur vilja fræðast nánar um veitingahúsamenninguna i París er aftur bent á Parísar- kver Jónasar. Þar eru tveir aðalkaflarnir um hótel og veit- ingastaði þessarar ágætu borgar og fjölmargir staöir sér- staklega tilgreindir. í Berlitz- kverinu er sömuleiðis mælt meö ákveðnum veitingastöð- um í mismunandi verðflokk- um. DÆGRADVÖL Á hvaða árstíma sem er geta ferðamenn notið skemmtunar i París, allan sólarhringinn ef því er að skipta. Frægust er borgin fyrir þá iðju fólks að sitja á veitingahúsum eða úti á gangstéttum framan við þau og virða fyrir sér vegfarendur. Allflest kaffihúsin eru á jarð- hæð og ná gluggarnir gjarnan frá götunni og upp í loft. Við Frh. á bls. 75 CLEANSER / L0TI0N C0LLECTI0N
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.