Vikan


Vikan - 14.05.1992, Page 25

Vikan - 14.05.1992, Page 25
ann 12. apríl síðastlið- inn var hinn umtalaði Euro Disney-skemmti- garður í nágrenni Earísar opn- aður. Þangað eru aðeins um 30 kílómetrar og er unnt að komast þangað á auðveldan hátt með neðanjarðarlestum borgarinnar. Þrátt fyrir að garðurinn sé aðeins í seiling- artjarlægð frá heimsborginni kjósa margir að gista innan hans ætli þeir að njóta lífsins í Euro Disney og skoða allt sem þar er að finna. Til fróðleiks má geta þess að garðurinn er á stærð við 1/5 hluta Parísar- borgar eða um 40 hektarar. Innan svæðisins eru sex hótel sem taka 5200 gesti og segir það sína sögu um stærðina. Fram til ársins 1995 er gert ráð fyrir að hótelrýmið verði aukið verulega og herbergjum fjölg- að um 13.000. Fólk getur einn- ig fengið að tjalda inni í sjálf- um skemmtigarðinum eða gist í húsbílum á sérstöku svæði sem ber nafnið „Camp David Croccet". - Það er meira að segja hægt að taka golfsettið með sér inn á svæðiö því þar nefndu eiga reyndar rætur sín- ar að rekja til germanskra ævintýra sem birtust til dæmis í safni hinna þýsku Grimms- bræðra. Gosi, sem Walt Disn- ey dubbaði upp á sínum tíma, er þarna líka en hann rekur uppruna sinn til Ítalíu þar sem sú saga var upphaflega rituð af ítalanum Carlo Lorenzini. - Euro Disney er því evrópskara en margur heldur og við það bætist svo að í hluta garðsins, sem nefnist „Discoveryland" eða „land uppfinninganna", gætir áhrifa frá höfundum vís- indaskáldsagna á borð við Jul- es Verne (Leyndardómar Snæfellsjökuls). Höll Þyrnirósar, sem er 43 metrar á hæð, er miðdepill svæðisins og hefur henni verið valinn staður í miðri undraver- öld Walt Disneys, með öllum þeim fígúrum og fyrirbærum sem viö þekkjum svo vel úr Andrés-blöðunum annars veg- ar og ennfremur hinum mikla Loftskipið „Hyperlon" var smiðað i anda vfsinda- skáldsögu Jules Verne. er að finna 18 holu völl í um- hverfi sem golfáhugamenn eiga ekki að venjast á golf- völlunum heima hjá sér. í Euro Disney getur aö líta gamalkunnar persónur úr Disney-ævintýrunum með sjálfan Mikka mús hvarvetna í broddi fylkingar. Þar er meðal annarra er að finna persónur eins og Andrés önd og Guffa, Mjallhvíti og dvergana sjö og Þyrnirós, en þær tvær síðast- fjölda teikni- og ævintýra- mynda sem nánast öll börn hafa séð síðustu fjóra áratug- ina. í skemmtigarðinum eru einnig svæði sem bjóða gest- um upp á annars konar ævin- týri, eins og villta vestrið og gullleitarævintýrið (Frontier- land), Róbinson Krúsó og spænska sjóræningja (Advent- ureland). Euro Disney hefur að geyma margt svipað og við þekkjum úr fyrirbærum á borð við Tívolí. Því er hægt að fara í svifbrautum á fleygiferð um fjöll og firnindi ævintýralands- ins - og jafnvel á milli stjarn- kerfa, ferðast með flughermi um himinhvolfið, horfa úr sér augun í 360 gráða panorama kvikmyndahúsi, sigla með hjólaskipum um fjót sem leiða mann um söguslóðir Marks Twain og svona mætti lengi telja. Á hverju svæði er að finna veitingahús og verslanir af ýmsum toga sem tengjast að sjálfsögðu því sviði sem við á hverju sinni. Nefna má bari í villta vestrinu þar sem „kan kan" dansmeyjar stíga fá- klæddar á svið, hamborgara- staði að hætti Andrésar andar og svo framvegis - en sjón er sögu ríkari. Það gefur hugmynd um um- fang Euro Disney að þar vinna um tólf þúsund starfsmenn og á þeim eftir að fjölga mikið í samræmi við stækkun svæð- isins á næstu árum. Allir eru þeir klæddir í stíl við þetta sérstaka umhverfi og hafa meira að segja gengið í Disn- ey-skólann þar sem sagt er fyrir um vinnureglur, klæða- burð, hárklippingu og fleira í þeim dúr því allir verða aö vera steyptir nokkurn veginn f sama mót hvort sem þeim lík- ar það betur eða verr. Starfs- menn geta allir bjargað sér á ensku ef því er að skipta enda er gert ráð fyrir gestum hvað- anæva úr heiminum. Fyrsta árið er búist við ellefu milljón- um gesta. Aðgangseyrir inn í Euro Disney er um 2400 krónur fyrir fullorðna og 1500 fyrir börn. Hótelin á svæðinu geta tæpast talist í ódýrari kantinum og er verðið fyrir manninn frá 7000 (Hotel Santa Fe) upp í 21.000 krónur (Disneyland Hotel). □ ► ICamp Davld Croccet fjölskyldu- búðunum er ýmlslegt hægt að gera sér tll skemmtunar. ▲ Þessi mynd var tekín í jómtrúrferð hjólaskipsins um sögu- slóðir Mark Twain. ► Götur Villta vest- ursins Ifta út alveg eins og f bfó- myndunum.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.