Vikan - 14.05.1992, Page 44
urinn þar
sem viðtal-
ið fór fram,
að rue de
Babylone
nína
gáuíá
bíða svolitla stund eftir því að
komast að. Staðurinn er lítill
eins og þú sérð og hingað
kemur ávallt margt fólk, bæði
til að fá sér þennan góða mat
og ekki síður til að forvitnast
því sú hæstráöandi er mjög
sérstök."
í þann mund heyrist hvina í
þeirri stuttu, sem kemur hlaup-
andi með tvo diska í hendi.
Hún beinir orðum sínum til
matargestanna sem eru í óða-
önn að gæða sér á réttunum:
„Viljiö þið drífa ykkur, það bíð-
ur fólk eftir borði. Ég er orðin
þreytt á því að vera alltaf að
skamma ykkur - svona, flýtið
ykkur að koma þessu í andlitið
á ykkur. Finnst ykkur maturinn
vondur eða hvað?“
Þegar hún hefur losað sig
við diskana gengur hún að
barnum og snýr sér að brún-
um og sólarlampalegnum
manni með gleraugu:
„Heyrðu, góði minn, þú ert of
brúnn, ég vil enga svertingja
hér inni. Þú hlýtur að hafa ver-
ið á skíðum."
ÚR HJÚKRUNí
LISTAHÁSKÓLA
„Ég er búin að vera hér í um
tuttugu ár en ég trúi því varla
því mér finnst eins og ég hafi
komið hingað í gær. Ég ætlaði
aldrei aö fara hingað til aö setj-
ast að heldur aðeins til að læra
svolítið í frönsku - mig langaði
líka í listaskóla," segir Nína
þegar hún er spurð um tildrög
þess að hún settist að í París.
„Ég hafði lært hjúkrun heima
og starfað við það áður en ég
hélt utan. Ég fór strax aö
sækja frönskutíma og þar
kynntist ég stúlku sem tjáði
mér að í borginni væri atvinnu-
miðlun fyrir hjúkrunarkonur.
Ég var ekki lengi aö hugsa mig
um því þarna gæti mér gefist
tækifæri til þess að fjármagna
dvöl mína. Ég var heppin, fékk
strax starf við heimahjúkrun
og hafnaöi hjá efnaðri en aldr-
aðri barónessu. Ég vann hjá
henni á nóttunni þannig að
dagana hafði ég fyrir mig. Mér
sóttist frönskunámið ágætlega
og þó ég þyrfti talsvert að hafa
fyrir því var ég líka farin að
sækja tíma í teikningu áður en
varði.
Ég eignaðist fljótt ágæta
kunningja í báðum skólunum
og kynntist fjölmörgu og ólíku
fólki. Eitt sinn spurði vinkona
mín mig hvað ég ætlaðist fyrir
eftir að ég hefði náð mér á
strik í frönskunni. Ég sagði
henni að mig langaði til að
læra meira f myndlist. Hún
hvatti mig til þess að fara þá í
almennilegan skóla. Eftir
nokkra umhugsun afréð ég að
reyna við inntökupróf í lista-
háskólann, þó svo ég væri að
drepast úr minnimáttarkennd
og ætti alls ekki von á því aö
komast inn. Ég náði prófinu og
það kom mér mjög á óvart.
Tíminn leið mjög hratt og fyrr
en varði lauk ég skólanum. Ég
hafði nægileg laun af hjúkrun-
inni til að framfleyta mér. Ég
bjó líka í prýðilegri íbúð á góð-
um stað í borginni. Ég hugsaði
með mér að best væri að vera
hér áfram einhvern tíma svo
fremi aö ég héldi húsnæðinu
og vinnunni. Síðan hafa liðið
mörg ár.“
Sú stutta kemur nú kjagandi
með matinn - skötu handa
Nínu og kálfakjöt handa
blaðamanni. Viö tökum til ó-
spilltra málanna því ekki má
tefja of lengi við boröið.
EINS OG AÐ FARA f
PRÓF
- Færðu heimþrá eöa eru slik
tilfinningabönd brostin á
tuttugu árum?
„Ég finn þaö í auknum mæli
nú orðið að ég er útlendingur
hér og rætur mínar eru heima
á íslandi. Ég verö að viður-
kenna að ég hef fengið meiri
heimþrá eftir því sem árin hafa
liðið. Það má kannski segja að
ástæðan sé sú að ég vilji ekki
viðurkenna að ég eigi ekki eftir
að fara heim því að hér er vett-
vangur minn bæði innan heim-
ilis og utan. Ég fer i frí til ís-
lands á hverju sumri og dvel
þar í sex vikur til þess að
halda tengslunum og fá útrás
fyrir ættjarðarástina."
- Og þú sýnir líka verk þín
heima til áð halda sambandinu
opnu?
„Aðeins hef ég sýnt þar á
síðustu árum. f fyrra var ég
með sýningu í Slunkaríki á
ísafirði. Það er svo skemmti-
legt fólk sem hefur umsjón
með galleríinu þar. Árið þar
áður sýndi ég á Kjarvalsstöð-
um. Mér hefur yfirleitt verið
tekið nokkuð vel heima og
gengið prýðilega að selja
myndirnar mínar - svo vel
reyndar að stundum fæ ég á