Vikan


Vikan - 14.05.1992, Síða 47

Vikan - 14.05.1992, Síða 47
PARÍS ER BORG BORGANNA - Hvernig er aö búa í París? „Maöur venst hinum mikla mannfjölda hér, ég finn það strax og ég kem heim til íslands, þá virðist mér allt í einu vera svo fátt fólk á götun- um. Hér getur maður fariö huldu höfði hvar sem er. Reyndar er það svo að París má flokka niður í mörg þorp og litla bæi. Hér erum við til dæm- is stödd í þorpi þar sem fólk þekkist í sjón, börnin ganga í sama skóla, íbúarnir fara á sama matsölustaðinn og versla í hverfisversluninni. Þetta umhverfi er því mjög að- laðandi. Vinjar af þessu tagi finnur maður í stórborginni um leið og maður er kominn út fyr- ir miðbæjarkjarnann. Helstu kostirnir við að búa hérna er spennan sem alltaf er í loftinu. Hér er alltaf verið að ögra manni á einhvern hátt. Til dæmis má benda á öll tæki- færin sem gætu staðið til boða en ekki er hægt að notfæra sér - allir möguleikarnir að sækja söfn og sýningar, menningar- viöburði og hvers konar uppá- komur. Það er gaman að vita af þessu allt I kringum sig og eiga þess kost að njóta þess ef sá gállinn er á manni. Þetta er auövitað sjálfsblekking því í raun dugar manni brotabrot af öllu því sem hér er á boðstól- um en þessi tilfinning - að vita af þessu öllu innan seilingar- hentar mér afskaplega vel. Þeir sem koma hingað á feröalagi til þess að njóta Par- ísar þurfa bæði aö hafa nokk- urn tíma og talsverða peninga því aö borgin er dýr. Úrvaliö hér af öllu mögulegu er svo mikið að manni entist ekki ævin til að komast yfir nema brot af því þó maður gerði ekk- ert annað. Ég fullyrði að París er borg borganna." SEINTEKNIR EN GÓÐIR VINIR - Eru Frakkar umburðarlyndir gagnvart útlendum ferða- mönnum? „Þeir eru fremur tregir til að tala ensku, þó svo að allt ungt fólk læri hana í skóla. Parísar- búar eru ekkert sérstaklega jákvæðir gagnvart ferðamönn- um og því finnst mörgum erfitt fyrst þegar þeir koma hingað. Frakkar eru yfirleitt fremur seinteknir og maður er lengi að eignast svo góða vini að Deir bjóði manni heim til sín. Aftur á móti er fólksfjöldinn hér :að mikill aö hægt er að leyfa sér að hafa bara yfirborös- kynni. Þess vegna vilja þeir fremur hittast á kaffi- eða veit- ingahúsi." - Það er sama hvert litið er, slíkir staðir er fullir af fólki allan daginn - svo ekki sé talað um hádegið. „Frakkar borða miklu meira úti en við eigum að venjast - enda eru veitingahúsin hér mörg og flest hver miðuð við þarfir borgarbúa. Hér er unnið nokkuð mikiö almennt, einkum karlar, og því gefst lítill timi fyrir fjölskylduna til að elda og snæða saman í miðri viku. Því verða veitingahúsin gjarnan fyrir valinu. Maðurinn minn fer til dæmis að heiman klukkan hálfátta á morgnana og kemur ekki heim aftur fyrr en klukkan hálfníu á kvöldin. Þetta þykir mjög eðlilegt og bara pempíu- gangur ef karlarnir koma kannski heim á milli fjögur og fimm. Þess ber hins vegar aö geta að það tekur fólk jafnvel heila klukkustund að komast til Við höfum lokiö við tertuna góðu og kaffið og forðum okk- ur út af staðnum til þess að lenda ekki í meiri skömmum hjá veitingakonunni. Hvað um það, máltíðin var hin besta og Nína hefur leikið á als oddi all- an tímann. Við höldum upp á vinnustofu hennar og þar sýnir hún aðkomumanni sitt af hverju tagi - og leiðir hann í allan sannleikann um fjölmörg verk sem bíða þess að koma fyrir almenningssjónir. Von- andi verður þess ekki langt að bíða. □ ▼ Landslags- myndir Ninu á sýningunni sem haldin var í tilefni íslands- daga i bænum Myndirnar eru af íslensku landslagi eins og það kom fram í huga hennar eftir ís- landsheim- sóknina. 10. TBL.1992 VIKAN 47
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.