Vikan


Vikan - 14.05.1992, Qupperneq 52

Vikan - 14.05.1992, Qupperneq 52
Henning Carlsen var heiöurs- gestur kvikmynda- hátíðarinnar. Elín Pálma- dóttir á tali við Stellan Olson leikstjóra. augað. Þegar ég kom til Suður-Afríku í fyrsta sinn var það til þess að gera kynn- ingarmynd fyrir fyrirtæki. Þá ákvað ég að gera kvikmyndina Dilemma í samvinnu við Nadine Gordemer. Við þóttumst vera að gera aðra kynningarmynd - ef við hefðum sagt frá því aö við værum að gera mynd um aðskilnaðarstefnuna hefðum við öll verið fangelsuð. Ég gerði mér ekki. grein fyrir þessari hættu en allir leikararnir í myndinni vissu það. Mörg þeirra neydd- ust til að yfirgefa landið eftir að myndin var frumsýnd. Einn aðalleikarinn í myndinni, Zakes Mokae, fór til Bandaríkjanna þar sem hann hefur búið og starfaö síðan. Hann er orðinn þekktur núna (leikur lækni í kvik- myndinni The Doctor sem er sýnd núna í Bíóhöllinni). Tónlistafmaðurinn Gideon Nxomalo lék sjálfan sig í Dilemma og hann sneri ekki aftur til Suður-Afríku. Hann sá ekki myndina fyrr en 23 árum síðar í Kaupmannahöfn. Ég var mjög taugatrekkur á þeirri sýningu, bjóst við að hann myndi fussa yfir myndinni og jafnvel spyrja hvort þetta væri allur afraksturinn af því sem hann þurfti að yfirgefa land sitt fyrir. En hann var ánægður og sáttur við kvikmyndina. Þar til fyrir tveimur árum mátti ég ekki .<oma til Suður-Afríku. Samt er ég ekkert betri en aðrir í sambandi við kynþáttafor- dóma. Þaö voru þrjár manneskjur að labba hér inn á kaffihúsið og ég tók eftir því að ein þeirra var svört. Það er af því að innra með okkur öllum býr það sem ég kalla „svínhundurinn". Þegar við höldum fastar um peningaveskið, þegar viö erum erlendis þá er svínhundurinn aö verki. Við verðum öll að vara okkur á svínhundun- um okkar.“ Henning Carlsen er nú að undirbúa kvikmyndatöku í Los Angeles. „Ég er bú- inn að skrifa handrit með Buck Henry sem er þekktur handritahöfundur og leikari. Við unnum handritið upp úr skáldsögunni Jailbird eftir Kurt Vonnegut. Ég býst við og vona að við getum hafið tökur í septem- ber næstkomandi því ég er með annað verkefni á prjónunum sem ég vil ekki tala strax um. Ég get aðeins sagt að það ger- ist einhvers staðar á Norðurlöndunum!" STELLAN OLSON OG SÖREN SKJÆR Sú kvikmynd sem dómnefnd leikara, kvik- myndagerðarmanna og tónlistarmanna kaus bestu mynd Norrænu kvikmynda- hátíðarinnar 1992 var danska kvikmyndin Den store badedag (Baöstrandarferðin mikla). Handritið byggir á skáldsögu eftir þekktan danskan rithöfund, Palle Fischer, og er skrifað af leikstjóranum Stellan Ol- son og kvikmyndatökumanninum Sören Skjær. Sagan gerist um 1930 og fjallar um ungan dreng sem bókstaflega dáir föður sinn, sem hefur ferðast um allan heiminn, veit allt og er svo stór og sterkur. Þeir feðgar skipuleggja í sameiningu ferð með nágrönnunum á baðströnd og í þeirrí ferð fellur faöirinn ofan af stallinum. Leikstjórinn Stellan Olson er sænskur, frá Skáni, stór og myndarlegur með sítt, hvítt hár og skegg. Hann hefur sett upp leikrit á sviði, gert kvikmyndir og þykir ágætur rithöfundur. Fyrsta kvikmynd hans, Close to the Wind, var verðlaunuð sem besta fyrsta kvikmynd árið 1969 og mynd hans, Sven Klang’s Combo, er talin ein besta djasskvikmynd sem nokkurn tíma hefur verið gerð. „Ég byrjaöi að gera myndir um tvítugt, þá vann ég átta millímetra kvikmynda- tökuvél í samkeppni í einhverju tímariti." segir Olson. „Þá hvarflaði ekki aö mér að leggja þetta fyrir mig, ég lærði sögu í há- skólanum og fór að kenna. Svo þegar sænski kvikmyndaskólinn byrjaði settist ég aftur á skólabekk. Eftir einn vetur gafst ég upp, kennararnir voru verri en ég, þeir komu fram við okkur eins og smábörn! Ég lærði þetta bara smám saman." Á síðustu árum hefur Olson gert mikið af barnaefni fyrir sjónvarp. Hann á sjálfur fjögur börn og segir þau vera alveg eins kröfuharða áhorfendur og hina fullorðnu. „Svo kom að því aö ég vildi hvíla mig á barnaefni og ákvað að gera aftur kvik- mynd fyrir fullorðin börn! Ástæðan fyrir því að ég valdi skáldsögu Palle Fischer var sú aö konan mín var aö lesa bókina og hún hló svo mikið að ég fór aö stelast í hana. Ég hafði síðan samband við Sö- ren Skjær sem er handritahöfundur og kvikmyndatökumaður. Við höfðum áður átt gott samstarf og viö settumst niður og sömdum saman handritið." Kaupmannahafnarbúinn Sören Skjær er ólíkur samstarfsmanni sínum, minni og dökkur á brún og brá og ákaflega ófram- færinn. „Ég er sonur leikkonu og ákvað mjög ungur aö koma aldrei nálægt bransanum. Ég lærði því bifvélavirkjun og vann við hana í nokkur ár en gafst svo upp. Ég byrjaði á því að keyra kagga fyrir Kana sem voru að gera kvikmyndir í Danmörku og kynntist mörgu skemmtilegu fólki. Einn af þeim kvikmyndagerðarmönnum sem ég kynntist hreinlega skipaöi mér að læra kvikmyndatöku, svo ég hlýddi því! Ég fór aldrei í neinn skóla, ég veit ekki einu sinni hvort þeir voru til þá. Alla vega byrjaði ég bara á byrjuninni og lærði að kvikmynda. Seinna kom að því að ég fór að skrifa handrit og gera eigin myndir." Afraksturinn af samstarfi þeirra félaga, kvikmyndin Den store badedag, dró að sér þrjú hundruð þúsund áhorfendur í Danmörku, hún hefur þegar veriö seld til 28 landa og í Rúðuborg fengu þeirfélagar eina milljón íslenskra króna, sem fylgir verðlaunum dómnefndarinnar. „Ég er að vinna að sjónvarpsþáttaröð í Svíþjóð," segir Olson. “Þetta er gaman- söm saga um sænsk-tyrkneska fjölskyldu en viðfangsefnið er alvarlegt, hvernig mis- munandi menningarstraumar geta haft mikil áhrif á fjölskyldulífið. Ég er mjög sáttur við að vinna fyrir sjónvarp. Þaö er Ur eistnesku myndinni „Aðeins fyrir brjálæðinga". Stellan Skarsgard fékk verðlaun fyrir leik sinn í „God afton herr Wallenberg". skoðun mín að kvikmyndagerð á Norður- löndum eigi sjónvarpi sérstaklega mikið að þakka og við ættum ekki að gleyma því. Svo er ég að byrja að vinna að hand- riti sem byggist á æskuminningum mínum.“ Sören er ekki alveg sammála sam- starfsmanni sínum. „Mér leiðist sjónvarp," segir hann. „Það er allt of mikið af auglýsingum sem fylgja sjónvarpi. Ég er að vinna stuttmynd, svo er ég að skrifa handrit með Erik Clausen, sem leikur föðurinn í Baðstrandarferðinni. Þá er ég aö fara að vinna að mynd um tónskáldiö Carl Nilsen. Næsta ár verður mjög spenn- andi.“ □ 52 VIKAN 10. TBL.1992
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.