Vikan


Vikan - 14.05.1992, Síða 77

Vikan - 14.05.1992, Síða 77
VIKAN KYNNIR HLJÓMSVEITINA INFERNO 5 Sveitin var stofnuö 1984 og var upphaflega gerningasveit, en eins og er má kalla hana allistahóp. Gerningar útheimtu gífurlega vinnu við útvegun leikmuna sem oft voru af Þeim byltingarbræörum og andans stórmenn- um Byron lávarði og Percy Bysshe Shelley hefði þótt sem væru þeir komnir heim í gamla hópinn sinn eftir eina kvöldstund með lífsbó- hemunum og hippunum í In- ferno 5. I þessu opinskáa við- tali um feril sinn, trúmál og stjórnarandstöðu sannar In- ferno 5 hópurinn að þeir eiga hvergi sinn Kka síðan róman- tiska stefnan leið undir lok. Nafn listhópsins er fengið að láni frá Dante, allir fást þeir félagar við listir og listiðn og lífsstíll þeirra hefði áreiðan- lega getað orðið Alighieri Dante sjálfum innblástur að lýsingunni á leiðinni gegnum hreinsunareldinn. Sveitina skipa Óskar Thor- arensen, Örn Ingólfsson, Þorri Jóhannsson, Ómar Stefáns- son, Indriði Einarsson, Guðjón Rúdólf Guðmundsson og stundum Jóhann „Motorhead" Richard. Það liggur beinast við að byrja á upphafinu og fer því stefnuyfirlýsing sveitarinnar hér á eftir: Þar eð við aðhyllumst hug- víkkunarheiðni I klikkuðum kringumstæðum borgar og ný- náttúru nefnum við Inferno 5 eftir fimmta helvíti I einu af tíu helvítum Dantes, en I fimmta helvíti dvelja villutrúarmenn. Samkvæmt okkar skilningi er villutrú táknræn fyrir frjálsa hugsun, ótakmarkað hugar- flug og ímyndunarafl. þyngri endanum. Kostnaður við gerningana var orðinn ær- inn því liðsmenn vildu sífellt bæta á sig blómum, það tók heila viku að setja upp sviðs- myndina og þrjá daga að taka hana niður aftur. Þar eð einnig er erfitt að finna húsnæði sem tekur allt að átta metra háa sviðsmynd var sú lýðræðis- lega ákvörðun tekin að starfa jöfnum höndum að gerninga- bransanum og tónlistinni. SMÆKKUÐ MYND AF SÓLKERFINU „Upphaflega ætluðum við að búa til leynireglu til að halda í unglingsárafílinginn," segir Óskar, „en úr félaginu spratt síðan Inferno 5. Þetta er eigin- lega fótboltaleynifélag en það er dæmigert fyrir karlmenn að rotta sig saman og búa til leynifélag. Þá geta þeir hringst á og rætt leynifélagsmál. Þeg- ar menn komast ekki inn í Oddfellow eða Frímúrara verður krókur að koma á móti bragði,“ bætir hann við. Þorri getur þess að hópurinn dýrki fótbolta enda minni fótbolti á allt í senn, heila, jörð, sól og alheiminn. „Við erum hluti af náttúrunni en stöndum ekki fyrir utan hana eins og í ein- gyðistrúarbrögðunum," segir Þorri. „Fótboltinn er því tákn- rænn fyrir jörðina og alheim- inn, heilann og sólina og öll erum við hluti af þessu. Hug- víkkunarheiðingjar trúa því að mannsheilinn sé aðeins smækkuð mynd af sólkerfinu." Hverjir eiga möguleika á því að ganga í hópinn? „Við erum sér samfélag inn- an þjóðfélagsins," svarar hinn gustmikli Þorri. „Miklu færri en i vilja komast að. Bakgrunnur 10. TBL 1992 VIKAN 77 TEXTI: ÞÓRDÍS BACHMANN/LJÓSM,: BRAGI ÞÓR JÓSEPSSON
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.