Vikan


Vikan - 14.05.1992, Blaðsíða 87

Vikan - 14.05.1992, Blaðsíða 87
LJOSMYNDARINN hlaupa fyrir og aftra manni frá því að mynda. En ég er oftast fljótur að koma þeim i skilning um að þeir séu þarna í öðrum tilgangi en að hindra blaða- menn í að sinna sínum störfum. Þá er þetta yfirieitt búið. Menn, sem hafa eitthvað starfað í lögreglunni, eru yfir- leitt afskaplega almennilegir og allir af vilja gerðir að eiga við okkur gott samstarf. Samskipt- in eru orðin gjörbreytt frá því sem áður var. Óþarfa tor- tryggni og óliðlegheit heyra sögunni til. Þessir aðilar taka því meira tillit hvor til annars en áöur var.“ Sveinn segir að stundum komi fyrir að almennir borgar- ar komi að sér með offorsi og látum og hóti sér þegar hann er að taka myndir. Hann segist reyna eftir bestu getu að gera gott úr hlutunum og láta áreitn- ina ekkert á sig fá. „Við suma er ekki hægt að koma neinu tauti. Þá bara gengur maður af vettvangi. En það er ekki hægt að banna fólki að taka myndir á al- mannafæri þó að fólk misskilji þetta stundum. Hins vegar verður maður að fá leyfi í einkahúsum." ANÆGÐUR HJÁ ÓHÁÐA BLAÐINU Sveinn hætti störfum hjá Morgunblaðinu árið 1978 eftir tuttugu og átta ára starf þar. Hann hefur starfað hjá Dag- blaðinu og síðan DV síðastlið- in fjórtán ár. „Þegar ég hætti hjá Mogg- anum bauðst mér starf á Dag- blaðinu. Mér líkar mjög vel á DV. Þar er allt frjálst og gott og ég hef góða yfirmenn og sam- starfsfólk. Það er nú samt svo skrýtið að sumir halda að ég sé ennþá hjá Mogganum. Eitt sinn, þegar ég kom í hús og ætlaði að mynda, var sagt: „Jæja, nú getum við byrjað, Mogginn er kominn." Þegar ég leiðrétti þetta og sagðist vera Ijósmyndari hjá DV var sagt: „Nú jæja, það er síst verra." Kannski er þetta vegna þess að myndir mínar hjá DV eru merktar S en voru merktar Sv. Þorm. hjá Mogganum. Hvað sem því liður er ég mjög ánægður með mig hjá DV, þar vil ég vera,“ sagði Sveinn Þor- móðsson. SEM OFT ER FYRSTUR Á SLYSSTAÐ Frh. af bls. 12 sáu þeir eldinn í verksmiðj- unni. Þá var auðvitað hætt að eltast við mig enda sögðu lög- reglumennirnir á eftir að eldur- inn hefði bjargað mér. Þegar ég hitti lögreglumenn- ina fyrst voru þeir ekki búnir að frétta neitt þó að ég hefði vitað af eldinum. Brunaútkallið barst ekki strax til lögreglunnar en ég heyrði strax í útkallinu til slökkviliðsins." HÖGLIN ÚR BYSSUNNI BULDU Á BÍLNUM þeir handjárnuðu hana. Á und- an hafði hún ráðist á mig þeg- ar ég var að mynda. Hún náði taki á linsunni á vélinni, sneri upp á og hreinlega braut hana af. Þegar lögreglan setti kon- una handjárnaða inn í bíl var einn maður þar fyrir. Þegar þeir opnuðu bílinn næst sáu þeir að konan var búin að hálf- hengja aumingja manninn á milli fóta sér með því aö krækja um hálsinn á honum. Sem betur fer var ég með aðra vél þannig að ég náði ágætis myndum af öllum látunum." ▼ Sveinn með Dagfríði Pétursdótt- ur, eigin- konu sinni, i garðinum heima hjá þeim. Starf fréttaljósmyndara getur verið áhættusamt. Sveinn hef- ur lent f ýmsu og rifjar upp þann atburð þegar hann varð fyrir skoti. „Eitt sinn var byssumaður sem hleypti af í allar áttir á Vesturgötunni og hann flúði svo niður í Daníelsslipp og um borð í bát þar. Ég heyrði í tal- stöðinni hvað var að gerast og ók niöur að bryggju. Ég fór út úr bílnum hjá Kaffivagninum andspænis slippnum og ætl- aði að ná mynd af manninum um borð í bátnum. Manninn sá ég aldrei en allt í einu sá ég blossa og heyrði svo hvell. í sama mund buldu höglin á bílnum. Ég sneri mér snöggt undan og fann sviða í annarri kinninni. Ég hentist upp í bíl og bakkaði honum snarlega fyrir húshorn á fisk- iðjuverinu. Þegar ég áttaði mig á því hvaö gerst haföi nötraði ég allur og skalf. Það var með ólíkindum hvað mér brá. Þeg- ar ég fór að átta mig fann ég einhver óþægindi í kinninni. Þegar ég lagöi höndina á og strauk eftir varð hún alblóðug. Þá haföi eitt hagliö komið í kinnina og sett i hana gat. Það sem meira er er að haglið situr þarna ennþá þó að þaö sjáist ekki. Ég hef aldrei látið verða af því að láta fjarlægja það. I annað skipti lenti ég í has- ar við svokallaðan Efri-Fák í Víðidal þegar lögreglan var að hreinsa til eftir einhverja drykkjusamkomu. Þar lenti ég og löggan í allhressilega sterkum kvenmanni. Það voru fjórir lögreglumenn sem ætl- uðu að taka konuna og hún fingurbraut einn þeirra þegar ERFITT AÐ KOMA FYRSTUR Á STAÐINN Sveinn kemur stundum á vett- vang á undan lögreglunni þeg- ar erfið mál koma upp. Oftast er það vegna þess að hann er þá staddur í bíl sínum mun nær vettvangi en lögreglan þegar útköllin koma. „Það er stundum óttalega erfitt að koma á staðinn á und- an lögreglunni. Stundum kem- ur fyrir að ég kem fyrstur að bílslysi. Áður fyrr voru lög- reglumenn dálítið argir ef ég kom á undan en nú finnst þeim þetta yfirleitt í lagi. Þeir eru orðnir vanir þessu. Það sem þeim er illa við er að fólk vaði yfir hluti sem þarf að rann- saka. Þegar slysin verða skiþtir sér yfirleitt enginn af nema kannski einhverjir nýliðar í lög- reglunni. Þegar þeir koma nýir inn eru þeir oft aö reyna að 10. TBL1992 VIKAN 87
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.