Vikan


Vikan - 11.06.1992, Síða 10

Vikan - 11.06.1992, Síða 10
▲ Fróði, Edda og heimil- iskötturinn. Móðirin fylgist vel með því sem sonur- inn er að gera - hún heldur meðal ann- ars utan um fjármál hljómsveit- arinnar. FLEIRi BRÖGÐ Háskóli íslands er þó ekki fyrsta menntastofnunin sem á vegi hennar varð eftir útskrift úr leiklistarskóla. Fyrir þremur árum fór hún til Bandaríkjanna að læra kvikmyndagerð og þá aðallega það sem snýr að leik- stjórn í kvikmyndum og sjón- varpi. „Ég var þar tvo vetur og tók próf f ákveðnum fögum, ekki öllum. Ég á því eftir sem svarar einum til tveimur vetr- um í viðbót," segir Edda og ▲ Dauða- rokksveitin I djúpri tónlistar- pælingu. Þelr þykja góðir, strákarnir. þegar rætt er um háskólagráð- ur og einkunnaspjöld berst tal- ið að lífsreynslu og aldri. „Ég mun halda áfram að byggja á leiklistarnáminu en hvort ég klára einhverjar gráður í námi finnst mér ekki skipta megin- máli. Ef ég væri tvítug að hefja nám væri um allt annað að ræða en ég er bara að bæta í kökuna mína fleiri brögðum," segir hún kankvís. Nú yfir í tónlistina. „Já, þeir kalla þetta dauðarokk, strák- arnir," syngur Edda nánast þegar talið berst að nafninu sem flestum finnst óviðkunn- anlegt. Af hverju þessi nafn- gift? Er einhvers konar dauða- eða djöfladýrkun í kringum þetta? „Nei, þetta er bara svona þung rokktónlist og þegar ég spurði strákana hvers vegna þeir kenndu hana við dauða svöruðu þeir því til að söngvarinn syngi um það bil áttund neðar en eðlilegt getur talist. Þess vegna er þetta kallað dauðarokk. En textarnir minna mig meira að segja á textana sem voru í gangi þegar ég var ung. Þá gengu textar mikið út á póli- tíska ádeilu unga fólksins á þá eldri varðandi ástand þjóðar- skútunnar." SVEITIN SYSTRAMORÐ Edda hikar svolítið þegar nafnið á hljómsveitinni ber á góma. „Hún heitir Sororicide," segir hún og hikar enn frekar þegar spurt er að þýðingu þess orðs. „Ég veit nú ekki... ja, það þýðir eiginlega systra- morð en ég held að það hafi aðallega verið valið vegna þess að þeim hafi þótt orðið hljóma vel.“ Sonurinn Fróði, sautján ára gamall, hefur aðallega lært á hljóðfæri sitt, gítar, af föður sínum, Finni Torfa tónskáldi. Edda segir Finn hafa verið i Óðmönnum á sínum yngri ár- um ásamt Jóhanni G. Jóhanns- syni og fleirum. Nú semji hann nútímatónlist og í vetur hafi Sinfóníuhljómsveit íslands flutt hljómsveitarverk eftir hann. Hvernig kann faðirinn við til- tæki sonar síns, heldur Edda? „Ég held að hann kunni bara vel við það. Músíkalskt fólk heyrir á allri tónlist hvort hún er góð eða vond, óháð tegund- inni, og ég held að FinnurTorfi sé bara ánægður með þetta,“ segir hún. Dauðarokksveitamenn líta oft á tíðum grimmúðlega út og fullorðið fólk hefur stundum ímugust á leðrinu, gallafötun- um, síða hárinu, ógreiddu og lítt snyrtu að því er virðist. „Ég man eftir að bítlarnir þóttu grófir með allt sitt síða hár þegar þeir komu fyrst svo ekki sé nú talað um Rolling Stones sem helst virtust vilja vera sem skítugastir og Ijótastir. Þeir voru ögrandi og vildu vekja sem sterkust viðbrögð hjá eldri kynslóðinni. Þessi saga er að endurtaka sig. Ég held líka að það sé mjög mikilvægt að for- eldrarnir gleymi því ekki að einu sinni voru þeir sjálfir upp- reisnargjarnir og jafnvel enn mikilvægara er að fordæma ekki unglingana og tísku þeirra og ýta þeim út í horn þvi að þá getur vel verið að þeir lendi í alls kyns rugli. ÞÁTTUR FORELDRANNA Foreldrarnir verða að fylgjast með, svo ekki sé nú talað um ef þeir nenna að hlusta á tón- listina sem krakkarnir eru að fást við þá held ég að það sé mikið atriði," segir Edda en hún hefur í gegnum son sinn kynnst þónokkru af þessu unga fólki sem hefur gaman af dauðarokkinu. „Hús okkar hef- ur alltaf verið opið vinum Fróða,“ segir Edda og heldur áfram, „þannig að ég hef kynnst mörgum krökkum á þessum aldri. Jafnvel þó að þetta sé ekki mín uppáhalds- tónlist vil ég hlusta á hana og fylgjast með hvað er aö gerast." Eflaust veltir margt foreldrið því fyrir sér hvernig best sé að bregðast við þegar barnið tek- ur til við að sinna þessari tón- list og fólkinu í kringum hana og Edda hefur hér aðeins komið inn á viðhorf hennar sjálfrar gagnvart þessu. „Ég hef ekki kynnst neinum krökkum enn sem eiga í ein- hverjum verulegum vandræð- um en sjálfsagt fjölgar þeim stöðugt sem eiga um sárt að binda, eru til dæmis á götunni. Kannski er ástæðan sú að for- eldrar telja sig margir hverjir ekki hafa tíma til að sinna börnunum sínum. Þjóðfélagið verður sífellt uppteknara af veraldlegum gæðum. Þeir sem velja þá leið hafa þar af leiðandi minni tíma. Þá getur með tímanum myndast gjá milli barna og foreldra," segir Edda. Hún telur ekki útilokað að krakkar sem aðhyllast dauða- rokk til dæmis, eða tónlistar- stefnur sem ekki eru almennt viðurkenndar sem af hinu góða í samfélaginu, leiðist frekar út á hálar brautir áfeng- is, vímuefna og vergangs, helst þá vegna vanþekkingar okkar á fyrirbrigðinu. „Við erum kannski hrædd við þetta unga fólk og það held ég að sé vegna þess að við höfum ekki kynnst því, við þekkjum það ekki.“ TAPPAR í EYRUM Áhyggjuefnin eru nokkur, því er ekki að neita. Eitt af þeim er heyrn hljómsveitarmanna. „Tækin eru yfirleitt hátt stillt. Þeir segja nefnilega að ef þeir lækki í gítarmögnurum og slíku heyri trommuleikarinn ekki í þeim, það sé ástæðan fyrir því að ekki er hægt að lækka. En þeir eru allir með eitthvað í eyrunum," segir Edda. Talið berst nú að menntun rokkaranna og í Ijós kemur að flestir hyggjast þeir halda inn á fræðabrautir. „Sá yngsti er að klára grunnskóla og Fróði minn er í Menntaskólanum í Reykjavík, í fyrsta bekk. Hinir tveir eru ekki í skóla sem stendur en að minnsta kosti annar þeirra var í Verslunar- skólanum í fyrra og hyggst, held ég, halda áfram næsta vetur." Þannig er nú komið fyrir dauðarokksveitinni Sororicide sem vann Músíktilraunir í fyrra. Þeir spila yfirleitt fyrir peninga og Edda Þórarinsdótt- ir, móðir gítarleikarans, heldur utan um peningamálin, sér um að leggja þóknanirnar inn á bók enda má reikna með auknum fjárfestingum í fram- tíðinni þegar hærra er komið á stjörnuhimininn. Þá á hljóm- sveitin „Systramorð" peninga í bauknum. 1 0 VIKAN 12. TBL. 1992
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.