Vikan


Vikan - 11.06.1992, Page 19

Vikan - 11.06.1992, Page 19
útskrifast úr og sendi mér bæklinga með myndum af öll- um stjörnunum sem hafa verið í honum. Allt í einu sagði íris: „Þetta er málið!“ Gallinn var bara sá að hún var í San Diego en skólinn minn hins vegar í úthverfi Los Angeles, Pasadena. Eftir að hafa rætt málið fram og til baka sótti ég um. Við ákváð- um að ef ég kæmist inn myndi ég leigja mér herbergi í Pasa- dena og keyra til San Diego um helgar. Þannig hefur þetta verið í allan vetur." - Þetta hlýtur að hafa reynt á sambandið. „Já, mikil ósköp, en líka styrkt það. Yfirleitt hefur þetta gengið vonum framar. Ein- stöku sinnum kemur auðvitað fyrir að maður springur, „bang“, og þakið fer af húsinu. Eins og gengur reynir maður að vinna úr því eins og öðrum vandamálum." - Hvert verður svo fram- haldið? „Ég er á fyrsta ári núna og ætla að halda áfram að læra leiklist, leggja svo út færi hér og þar í þeirri von að einhver bíti á. Bransinn hér er erfiður. Ég er ennþá með íslenskan hreim en enskan hefur alltaf heillað mig. Ég öfundaði alltaf ameríska plötusnúða, að geta talað eins og þeir gera og kunna þessa „frasa". Eins og staðan er í dag langar mig að leika á ensku en ég leyfi mér að skipta um skoðun hvenær sem er. Þetta nám hefur verið uppbygging á sjálfum mér, maður er náttúrlega brotinn niður og byggður upp að vissu leyti. Þetta er bara eins og að fara í meðferð. Lífsskoðun og verðmætamat mitt hefur breyst mikið. Ég finn fyrir því hvað útvarpsvinnan og sjón- varpsvinnan hefur hjálpað mér mikið. Maður hefur kynnst ógrynni af fólki og tekist á við skemmtileg vandamál í gegn- um tíðina. Allt verður þetta ómetanlegt hérna. Árin mín sem smiöur eru mér einnig mjög dýrmæt því ég er að uppgötva það núna að þótt ég væri með hamarinn í hendinni var ég undir niðri stöðugt að stúdera karaktera. Allar þessar manngerðir, sem urðu á vegi manns eða maður vann með, eru að banka upp á hjá mér núna og það kemur sér heldur betur vel. Ég er kannski að horfa á mann sem er að reyna að koma alltof stórum kassa ofan í alltof lítið skott á bílnum sínum. Á sama tíma og ég veltist kannski um af hlátri er ég að spá í það: Hvað kemur manni til þess að hlæja? Hver verða viðbrögð mannsins þeg- ar hann sér að vandamálið er óleysanlegt? Blótar hann? Brosir hann? Leggur hann kassann á jörðina og klórar sér í hausnum? Það er þetta sem máli skiptir, að taka eftir smáatriðunum." - Hvaða höfundar heilla mest? „Shakespeare og það er hlutur sem ég hélt ég ætti ekki eftir að segja. Þegar maður fer að átta sig á Shakespeare og skilja út á hvaö þetta gengur hjá honum er eins og allar dyr opnist. Þegar til kastanna kemur kennir Shakespeare hvernig á að leika og túlka hverja línu. Það merkilega er að það verður að kunna á- kveðna tækni til að geta leikið Shakespeare. Af nútímahöf- undum eru Sam Shepard og Arthur Miller ofarlega á topp 10. Ef ég ætti hins vegar að tjá mig um einstaka leikara þá hafa þeir gömlu alltaf verið í uppáhaldi hjá mér: James Stewart, Cary Grant og Clark Gable. Cary Grant var jafn- góður í að leika gamanhlut- verk eins og í alvarlegri verkum." - Hvert stefnirðu? „Óskarinn fyrir árið 2000," segir hann og hlær. „Nei, veistu ég er búinn að hugsa A Gulli Helga með einum kennara sinna. „Ég er ennþá með ís- lenskan hreim en enskan hef- ur alltaf heillað mig.“ myndir sem voru fimm árum á undan í íslensku útvarpi. Fólk hélt að ég væri eitthvað skrýtinn! En þessar hugmyndir „virkuðu" vel síðasta sumar á útvarpsstöðinni FM 957 (EffEmm) í þættinum „Tveir með öllu“. Það var bara enn of stutt frá einokuninni yfir í frels- ið þegar ég kom með þær fyrst,“ segir hann og brosir. „En þetta er í rauninni það sem leiklistin gengur út á, að prófa eitthvað nýtt. Maður get- ur verið skotinn í kaf fyrir þaö eða uppsker eins og maður sáir. Það er sénsinn sem verð- ur að taka. Að fara í leiklist var eitthvað sem pabbi minn var búinn að vera að segja við mig frá því ég var sjö ára gamall. Þá byrj- aði ég að herma eftir fólki, göngulagi þess, tali, töktum og frösum. Ég skemmti fjölskyld- unni oft með þessu. Þegar nýr gestur kom í heimsókn stúder- aði ég hann og eftir að hann fór hermdi ég eftir honum. Ekki það að ég ætlaði mér að gera það, þetta var bara eitthvað sem kom af sjálfu sér. Svo kom ég hingað út, hitti Ragnhildi Rúriks (dóttur Rúr- iks Haralds leikara) sem benti mér á skólann sem hún var að Ég sagði við sjálfan mig niðri á Aðalstöð: Nú er ég bú- inn að vera í útvarpsbransan- um í fimm eða sex ár og ef ég hætti í útvarpi, hvað tekur þá við? Þá ákvað ég að setjast niður og hugsa málið, fór út með konunni, gerðist heimavinn- andi húsfaðir með son okkar, Helga Steinar, og gerði þaö upp við sjálfan mig hvað mig langaði til að gera.“ - Kom þá leiklistin upp í hugann? „Já, það má segja það. Ég tók bara sjálfan mig fyrir. Hvaö hafði ég verið að gera síðast- liðin tíu ár. Ég hafði verið kynnir á ótrúlegustu uppákom- um með öllu sem því fylgir, eins og til dæmis fegurðar- samkeppnum, unnið í útvarpi og sjónvarpi, sprellað og spaugað. Ég kom frá Los Angeles árið 1987 með hug- A Gulli í kennslu- stund ásamt bekkj- arfélaga. Shakesp- eare heillar hann mest. það, þó svo ég verði ekki frægur í Hollywood hefur maö- ur alltaf eitthvað til að ganga í því þetta nám kemur alltaf til með að nýtast mér. En auðvit- að reynir maður hér, stingur sér ofan í þessa Ijónagryfju og byrjar að berjast. Ef það geng- ur ekki nær það ekki lengra en ég yrði að minnsta kosti reynslunni ríkari, í staö þess að fara bara heim og sjá eftir því alla ævi að hafa ekki reynt. Það þýðir samt ekkert að fara af stað fyrr en maður er til- búinn því tækifærið er bara eitt. Takist vel upp fer snjóbolt- inn líka aö rúlla en sá sem klúðrar er búinn að vera. Sam- keppnin hér er gífurleg og við erum búin undir hana í skólan- um því eins og einn kennarinn minn sagði: „Prófverkefnin í skólanum eru kannski einu hlutverkin sem við fáum.“ Af sjötíu útskrifuðum leikur- um í skólanum í fyrra hafa þrír fengið eitthvað að gera og við eru að tala um eina auglýs- ingu, gestaleik í einum þætti og þar fram eftir götunum." - Hvetur þetta þig til dáða eða dregur úr þér kjark? „Fyrir mig er þetta bara hvatning. Það er alltaf aö verða erfiðara og erfiðara að fá eitthvað að gera. Það er það mikið af góðum leikurum hérna úti en fá hlutverk í boði og margir um hituna. En það er í þessu eins og öðru, það gildir bara að vera bestur." - Tveir 'með öllu? „Jón Axel, vinur minn og fé- lagi, kom hingað út um pásk- ana í fyrra. Við sátum bara svona hvor á móti öðrum, vor- um að fíflast eins og okkar er von og vísa. „Svona á þetta að vera,“ sögðum við í kór. Nú skildum við taka alla útvarpsframkomu og stæla; tala niður til hlust- enda, segja frá veðrinu og klukkunni og alvarlegheit til endurskoðunar og vera bara við sjálfir. Við vorum stundum svolitið „lókal", rifjuðum upp unglingsárin í Bústöðum, hringdum í ólíklegasta fólk og sungum meira að segja í út- sendingu. Samt sem áður lagði fólk við hlustir, skemmti sér með okkur og hristi svo hausinn yfir öllu saman. „Tveir með öllu“ er sumarþáttur og verður í loftinu í sumar." Svo mörg voru þau orð. Það geislar af Gulla um leið og hann kveður og segist, um leið og hann lítur upp, verða að eins lengi og Hann leyfir, stekkur upp í brúna sjévvann sinn sem enginn vill stela og er þotinn. □ 12.TBL 1992 VIKAN 19

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.