Vikan


Vikan - 11.06.1992, Page 22

Vikan - 11.06.1992, Page 22
minnst er á pólitík en segist þó engu aö síður hafa mjög ákveðnar skoðanir, sest meira að segja upp í stólnum og setur sig í stellingar þegar þetta ber á góma. Það var þó ekki vegna þess að hann vildi bjarga heiminum sem hann fór í framboð fyrir Alþýðuflokkinn í Hafnarfirði. „Ég gerði þetta nú meira af greiðasemi við mág minn, Guðmund Árna Stefánsson, krata og bæjarstjóra í Hafnarfirði, systir mín er gift honum. Hitt er annað mál að hugmyndafræði Alþýðuflokksins á ekki illa við mig og þá er ég að vitna til stefnuskrárinnar, ekki til gerða hans hverju sinni. Eins og nafnið gefur til kynna er þetta flokkur allra en ekki einhverra sérhags- munahópa. Vissulega eru ýmsar gerðir flokks- forystunnar umdeilanlegar, aðrar ekki. Til dæmis vil ég skoða aðild að EB mjög gaum- gæfilega. Við megum ekki kasta þessu frá okk- ur í hugsunarleysi en ég er alls ekki að tala um að við seljum landið okkar í hendur einhverju stórveldinu. Við þurfum fyrst og fremst að taka til í okkar eigin garði. Ég er til að mynda alls ekki hlynnt- ur því hvernig farið var með afgreiðslu nýju laganna um námslánin. Mitt álit er að nám sé einhver besta fjárfesting sem völ er á nú á dög- um enda eigum við íslendingar mikið undir samskiptum okkar við aðrar þjóðir og undir- staða árangurs í þeim efnum er menntunin. Við þurfum að vera vel að okkur í öllum málum." FRÆNDMISSIRINN Heimi verður hér menntunin að umtalsefni, en er hann mikið menntaður sjálfur? „Nei, en ég kláraði þó stúdentinn og fór síðan í viðskipta- fræði í Háskólanum. Það átti nú hvorki mikið né vel við mig. Eftir eitt og hálft ár í námi fór ég í at- vinnumennsku í fótbolta, var í tæpt ár úti í Hollandi og spilaði með liði sem heitir Excels- ior, systurfélagi Feyenoord. Pétur Pétursson spilaði þá með Feyenoord og í gegnum hann komst ég að hjá þessu liði því þeir spurðu hann hvort einhver sá íslendingur væri til sem gæti skorað mörk. Hann hringdi þá í mig - sem ég skil nú ekkert í - og spurði hvort ég hefði áhuga á að prófa þetta, sem ég gerði. Þarna eru settir upp leikir til að reyna á leik- menn sem forráðamenn liðsins eru að spá í aö kaupa til sín og ég man að við spiluðum við eitthvert lið og unnum það þrettán eða fjórtán núll. Ég gerðí átta mörk í leiknum, fleiri mörk en allt sumarið ’84 á íslandi. Síðan virðist sem einhverjar lukkudísir hafi verið með mér í leiknum því bókstaflega allt gekk upp þannig að þeir hjá félaginu töldu sig vera að kaupa framtíðarleikmann en áttuðu sig ekki á því að þetta var ósköp venjulegur íslendingur sem var svona hrikalega heppinn," segir Heimir og brosir út undir eyru. Skyndilega þyngist þó brún hans ískyggi- lega, hann lýtur höfði eins og nú hrannist upp í huga hans óvelkomnar minningar. Þegar hann heldur áfram er líkt og þar fari annar maður. „Ég lenti þá í því að Jóna Dóra systir mín og Guðmundur Árni misstu tvo drengi í eldsvoða. Annar þeirra, sá eldri, þá átta ára gamall, hafði alltaf verið á leiðinni út til mín og var mikill fótboltaáhugamaður. Þannig háttaði til að þetta gerðist í febrúar en þá er vetrar- stopp í fótboltanum og ekkert leikið. Það var laugardagur og ég var að fara niður á völl en við vorum aö fara út á land til að spila æfinga- leik. Aldrei þessu vant fór bíllinn minn, nýlegur Opel, ekki t gang. Ég er nú svontillar forlaga- trúar og þótti þetta undarlegt enda hafði hann alltaf hrokkið hikstalaust í gang fram að þessu. Þá hringdi síminn. Það var systir mín að til- kynna mér um þennan hræðilega atburö. Ég fékk andlegt lost og þaö er engu líkara en einhverju sé kippt úr sambandi við svona fréttir þannig að maður geri sér ekki grein fyrir raunveruleikanum. Likaminn virðist hjálpa manni á einhvern hátt að komast framhjá tíð- indum sem þessum. Ég keyrði eins og i leiðslu niður á völl og tilkynnti þjálfaranum hvað gerst hafði. Mér var leyft að fara þegar heim en sagt að koma aftur á þriðjudegi. Ég hafði sem sagt tvo daga heima úr að spila og auövitað var það alltof knappur tími í tilfelli sem þessu. Ég gerði mér þó enga grein fyrir því þá og játti þessu en þegar heim kom sá ég að það var glórulaust að ætla strax út aftur daginn eftir. Allt sem hét fótbolti gat bara beðið. Ég náði ekki í þjálfarann til að tilkynna seinkun og hringdi þá í Pétur Pétursson og bað hann að koma skilaboðum til hans. Síðan gekk allt sinn gang, kistulagning og jarðarför og þegar mesta áfallið var liðið hjá fór ég út aft- ur og kynnist þá fyrst hlið á atvinnumennsku í fótbolta sem gerði það að verkum að ég hafði ekki áhuga á að gegna því starfi áfram." LYGAR OG LÍTILLÆKKUN „Þannig var að þegar ég kom út aftur tveimur vikum síðar sagði þjálfarinn við mig eitthvað si- svona: „Þetta var leiðinlegt en lífið heldur áfram.“ Búið og allt í lagi. Ég fór að æfa og veðrið að skána en eitthvað í viðmóti þjálfar- ans hafði breyst. Hins vegar fór mjög í taug- arnar á mér hversu erfiðlega mér gekk að finna sjálfan mig eftir þetta, þrátt fyrir að ég hefði leikið ágætlega fyrir áramót. Blaðamenn voru farnir að velta þessu fyrir sér og þeir höfðu meðal annars skrifað um áfallið þegar það bar að. Nú var þjálfarinn spurður í heilsíðuviðtali hvað að mér amaði og hvort hann hefði hjálp- að mér eitthvað til þess að komast í gegnum það ástand sem skapaðist. Hann sagðist hafa gert allt sem hann gæti mér til hjálpar, hann hefði talað lengi við mig, reynt mjúku leiðina, millileiðina og þá hörðu en ekkert gerðist, ég gæti hreinlega ekki spilað fótbolta. Þarna laug hann opinberlega, kannski til að bjarga eigin skinni. Þetta varð mér nóg til að sjá að ég vildi ekki þrífast í þessum frumskógi og ég talaði ekki orð við þjálfarann eftir þetta þrátt fyrir að ég spilaði og æfði áfram. Mér stóð reyndar til boða að reyna mig með öðrum félögum en ég ákvað að hætta atvinnumennsku alfarið og koma heim. Að láta Ijúga upp á mig og lítil- lækka var nokkuð sem ég hafði ekki áhuga á að eiga á hættu í framtíðinni.“ Peningalega kom atvinnumennskan sér á hinn bóginn vel og Heimir segir hana hafa komið undir sig fótunum hér heima. Hann fékk frían bíl og raðhús. Hann kunni vel við Hollendinga, segir þá að mörgu leyti svipaða okkur (slendingum í viðmóti. Meira að segja fannst honum tungumálið að mörgu leyti líkt íslenskunni. „Chojemiddach," segir hann máli sínu til stuðnings og í framburði hans með skýringum verður útkoman „góðan rniðdag". OF LÍTILL - OF STÓR Heimi Karlssyni er fleira til lista lagt en að tala hið hljómskrítna tungumál, hollensku. Hann hefur spilað með nánast öllum aldurslandslið- um í handbolta og fótbolta. „Einhvern veginn hefur fótboltinn alltaf átt sterkari ítök í mér þó að mér finnist handbolti mjög skemmtilegur líka. Og hinn umdeildi maður, Bogdan, fannst mér ágætur en hann þjálfaði Víkinga þegar ég lék handbolta með þeim. Hann sagði einu sinni við mig að ég væri of lítill fyrir handbolta og of stór fyrir fótbolta þannig að ég ætti bara að vera heima hjá mér! Það var kannski eitthvert sannleikskorn í þessu hjá honum en ég tók þessu nú meira í gríni eins og ég held að hafi verið meiningin hjá karlinum." Við höldum áfram í boltanum en skiptum um sjónarhorn. Heimir hefur starfað mikið við þjálf- un síðan hann hætti atvinnumennsku. Reykja- víkurliðið ÍR lenti fyrst undir agasvipu þjálfar- ans en næst lá leiðin suður með sjó, út í Garð þar sem Víðismenn búa. „Mér leist alltaf mjög vel á móralinn sem þreifst í kringum fótboltann í Garðinum en ég held að það hafi pirrað þá svolítið að hafa ekki hefðina og grunninn sem risarnir í Reykjavík byggja á. Einnig finnst mér strákarnir hafa bar- ist um of á kostnað getu sinnar í fótbolta. Þetta var ég alltaf að reyna að segja þeirn," segir Heimir og virðist ekki alveg sáttur við útkom- una. Honum leið þó vel meö Viðismönnum utan yss og þyss borgar og ef til vill þess vegna staldraði hann ekki nema eitt ár við í Reykjavík þangað til hann lagði Hellisheiði aö baki nánast upp á hvern dag og þjálfaði Sel- fossliðið í fótbolta. FISKIMENN OG BÆNDUR „Tíminn til aö þjálfa fór hins vegar alltaf minnk- andi og auðvitað bitnaði það á þjálfuninni sem slíkri og mér sem þjálfara enda hætti ég þessu fljótlega. Það var nú svolítið skondið að fara úr „fiski- mannasamfélaginu“ yfir í „bændamenning- una“ og þar var grundvallarmunur á hugsunar- hætti,“ segir Heimir, dálftið ákafur þegar hann rifjar þetta upp, fannst þau greinilega skemmti- leg, tilbrigðin við fjölbreytileika mannlífsins. „Að mínum dómi vantaði í „bændurna” gróf- leikann sem var í „sjómönnunum" og mér fannst líka einurðin, samstaðan og metnaður- inn miklu meiri í Garðinum heldur en nokkurn tímann á Selfossi. Mér þætti raunar ekkert undarlegt þó að það ætti hreinlega eitt betur við í ákveðnum samfélögum en annað-hand- bolti til dæmis í þessu tilviki eins og kom ber- lega í Ijós nú undir lok vetrar." í þessum töluðum orðum verða undarleg svipbrigði í þessu þekkta andliti eins og hann sé dálítið tvístígandi um hve langt má ganga án þess að særa nokkurn. Því kemur í rökréttu framhaldi árétting um það að á báðum þessum stöðum hafi verið drengir góðir og gaman að vinna með þeim. ÓLÉTTA f KVENNABOLTA Handboltinn var aldrei langt undan í þjálfuninni þó sú tuðra hafi fyrst um sinn þurft að lúta í lægra haldi fyrir þeirri stærri og sterkari, fót- boltanum. Hann þjálfaði Reyni í Sandgerði og lið Njarðvíkinga uns hann komst aftur á mölina og tók við kvennaliði Fram fyrir þremur árum. Á fyrstu tveimur vetrunum tók liðið fimm titla af sex mögulegum undir stjórn Heimis Karlsson- ar. Þannig hefur hann þjálfað karla og konur og hann hefur samanburð á kynjunum hvað þetta varðar. Meðan hann er að renna sér yfir í það 22 VIKAN 12.TBL.1992

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.