Vikan


Vikan - 11.06.1992, Side 30

Vikan - 11.06.1992, Side 30
VIÐSKIPTAKORT LESENDA VIKUNNAR: AÞITT VIÐSKIPTAKORT HEIMA HÉR? /slenskir sjévarréttir kjöt- ogr p>astaréttir pizzur og expressokaffi ® 13340 Erna Cuðmundsdóttir Porgerður Pálsdóttir Kristín Kristjánsdóttir HÁ RGREIDSL USTOFA N GRESIKA Rauöarárstíg 27-29, 2. hæö Sími 22430 TÁRSEir í MJÓDD Hársnyrtistofa Þarabakki 3-2. h. Sími79266 Hársnyrting fyrir dömur, herra * og börn. Agnas og Ingunn Þjáist þú af — vöðvabólgu, bakverk, brjósklosi, þvagleka, gigt, tognun eða viltu bara grennast. Trimm-form getur hjálpað Bjóðum einn prufutíma. SNYRTISTOFA ARBÆJAR ROFABÆ 39 SÍMI 68 93 10 30 VIKAN 12. TBL. 1992 X Perot var náinn vinur Nixons í valdatíð hans. LEIÐIN Á TOPPINN Hann er sonur baðmullarkaup- manns í smábæ í Texas. Hann var í herskóla, fjögur ár í sjóhern- um en 1957 réðst hann til IBM sem sölumaður. Hann sýndi strax framúrskarandi sölumannshæfi- leika og til marks um það er árangur hans áriö 1962 er hann fyllti sölukvótann fyrir árið þann 19. janúar! Það var einmitt 1962 sem hann hætti hjá IBM og stofn- aði sitt eigið fyrirtæki, EDS. Hann átti ekki neina peninga svo hann sló sér þúsund dala bankalán. Fyrirtækið óx og dafnaði og árið 1969 fór Perot að selja hlutabréf í félaginu og varð á svipstundu vellauðugur. Árið 1984 keypti General Mot- ors EDS af Perot. Perot var ráð- inn til GM til að reyna að fást við fjárhagsvanda fyrirtækisins sem þá var gríðarlegur eins og nú. Stjórnunartækni Perots átti aö koma fyrirtækinu á réttan kjöl en hann sækir stjórnvisku sína í bók sem heitir Stjórnunarleyndarmál Atla Húnakonungs. Það eitt á að nægja til að útskýra hvernig hann stjórnar. Annaðhvort eru menn með honum eða eru fyrir og lenda undir honum. Perot rak sig fljótlega á hversu mikið skrifræði ríður húsum í risa- fyrirtækjum eins og GM. Hann fór að gefa stórar yfirlýsingar eins og: „Ég hef aldrei skilið hvernig getur tekið sex ár að smíða bíl þegar það tók fjögur ár að sigra í heims- styrjöldinni síðari!" Að lokum fór svo að GM borgaði Perot 700 milljónir dala fyrir að hypja sig og (vonandi) að halda kjafti. Hann hypjaði sig með fenginn en hélt ekki kjafti. 100 MILLJÓNIR í KOSNINGASLAGINN Perot hefur ekki áður komið ná- lægt pólitísku lífi Bandaríkja- manna. Hann kemur inn i forseta- kjörið sem alger utangarðsmaður og hefur opinberlega lýst yfir að hann sé tilbúinn að eyða 100 milljónum dala í kosningabaráttu, upphæð sem Bush og Clinton geta bara látið sig dreyma um. Þegar Perot vakti fyrst máls á því að hann kynni að bjóða sig fram til forseta var hann varla tekinn al- varlega, allra síst af frambjóðend- um stóru flokkanna. Svo opnaði hann símamiðstöð fyrir stuðn- ingsyfirlýsingar og áður en nokkur vissi af var hann kominn með gríðarlegan stuðning. Það sýnir fyrst og fremst hversu óánægðir kjósendur í Bandaríkjunum eru með hina frambjóðendurna. Þá fóru menn að taka Perot alvar- lega, í þeim skilningi aö menn fóru að velta því fyrir sér frá hvorum, Bush eða Clinton, hann myndi fá meira af atkvæðum. Þær vangaveltur eru nú fyrir bí. í skoð- anakönnunum hefur komið í Ijós aö hann nýtur meira fylgis en báðir hinir frambjóðendurnir og stelur svo að segja jafnmiklu af þeim. EFNI í REYFARA Vinsældir Perots í Bandaríkjun- um eru að sönnu miklar. Þótt hann hafi ekki verið stanslaust í kastljósi fjölmiðla hefur hann síð- astliðin tuttugu ár sífellt verið að skjóta upp kollinum með djarfar áætlanir og stórar yfirlýsingar sem hafa átt greiða leið inní frétta- tíma stóru sjónvarpsstöðvanna. Árið 1969 reyndi hann að senda jólapakka til stríðsfanga Banda- ríkjanna í Norður-Víetnam. í kjöl- far Persaflóabardagans gaf hann stórorðar yfirlýsingar um gagns- leysi þess stríðs og gagnrýndi aö stjórnmálamenn og herforingjar hefðu verið heiðraðir sem hetjur en ekki hinn óbreytti hermaður. Fyrir utan skjótan frama á fjár- málasviðinu er Perot þó þekktast- ur fyrir að hafa borgað fyrir för málaliða til frans til að frelsa nokkra af sínum eigin starfs- mönnum úr prísund klerkastjórn- ar Khomeinis. Um þessa svaðilför skrifaði spennusagnahöfundurinn Ken Follet bókina Á arnarvængj- um (On Wings of Eagles). Follet dvaldi hjá Perot um margra mán- aða skeið og hefur látið hafa eftir sér að Perot yrði prýðilegur for- seti. Perot er, eins og fram hefur komið, ákaflega yfirlýsingaglaður. Auk yfirlýsinga um Persaflóabar- dagann hefur hann látið fúkyrða- flauminn vaða yfir General Mot- ors og svo framvegis. Hann hefur heldur ekki hlíft núverandi yfir- stjórn Bandaríkjanna. Hann hefur meðal annars sagt að í venjulegu hlutafélagi væri fyrir löngu búið að fangelsa fjármálaráðherrann fyrir bókhaldsóreiðu og vissulega er það ekki úr lausu lofti gripið, 400 milljarða dala fjárlagahalli er til vitnis um það. Perot vill meina að til að reka ríkið þurfi mann sem kann að stjórna fyrirtæki en ekki stjórnmálamenn.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.