Vikan - 11.06.1992, Blaðsíða 34
◄ Stefán
Sigurðs-
son, fram-
kvæmda-
stjóri, með
meistara-
kokkunum
Jóni Árel-
íussyni
<t-v.) og
Sturlu Birg-
issyni.
< Pörin
sjö, sem i
vetur héldu
brúðkaups-
veislur sín-
ar í Perl-
unni og
eiga þar
skildi á
bautasteini,
héldu til
gróður-
setningar i
Öskjuhlíð
um leið og
frost yfirgaf
jörð.
nokkur vel valin orö og síðan
er skálaö fyrir brúöhjónunum.
Allt gerist þetta eftir fyrirfram
ákveðinni dagskrá sem veit-
ingamenn Perlunnar stjórna.
Aö þessu loknu er brúðhjón-
unum afhentur gullsleginn
skjöldur meö nöfnum þeirra og
dagsetningu sem síöan er
komiö fyrir á stuðlaberginu.
Einnig er þeim afhent greni-
tré til gróðursetningar en trénu
er ætlaö aö vera tákn um ein-
ingu hjónabandsins og í at-
höfn gróðursetningar felst tákn
sem hlutunum er háttað á
boröi.
Enn í dag viðgengst sá siö-
ur aö faðir brúöarinnar býöur
gestum til brúðkaups dóttur
sinnar og fariö er í flestu eftir
þeim siðum sem viðgengist
hafa um margra alda skeið.
Misjafnlega hagar fólk þó
þessum veislum sínum en nú
á tímum aukinnar þjónustu
hafa komið fram aöilar sem
eru boðnir og búnir til að taka
slík veisluhöld alfariö aö sér.
Og þjónusta slíkra aöila er
vitaskuld álíka litskrúðug og
þeir eru margir. Þegar Vikan
hleraði aöferöir veitinga- og
framreiöslufólks í Perlunni
varð ekki auðum höndum
heima setið heldur af staö
farið, ekki síst vegna þess aö
nú ganga fljótlega í garð
bræðurnir þrír, júní, júlí og
ágúst, en þeir hafa notið hvað
mestrar hylli þess hamingju-
fólks sem kosið hefur að
ganga í það heilaga. Hér fer á
eftir sýnishorn af því sem í
boði er og ráðleggjum við
skötuhjúum í hjónabandshug-
leiðingum og aöstandendum
þeirra, sérstaklega foreldrum
tilvonandi brúðar, að hyggja
að þeim möguleikum sem fyrir
hendi eru á þessum markaði.
En snúum okkur þá að Perl-
unni.
ffiSaw
GRENITRÉ AÐ GJÖF
Töluverð dagskrá fer í gang
þegar samþykki liggur fyrir, ef
svo má að orði komast. Þá er
píanóleikarinn sestur við flygil-
inn þar sem hann bíður komu
brúðhjónanna. Þegar væng-
hurðin tekur að snúast af því
tilefni hljómar brúðarmarsinn í
hvelfingunni og þau nýgiftu
ganga í salinn.
Þar er þá fyrir gestaskarinn
sem að sjálfsögðu er tilbúinn
með kampavínsglas eða
eitthvað léttara í hendi enda
skal nú skálað, þó ekki fyrr en
þrúðhjónin hafa gengið að
fyrrnefndum bautasteini. Faðir
brúðarinnar stígur fram, segir
A. Halldór
Skaftason,
rekstrar-
stjóri Perl-
unnar, skál-
ar við pörin
i hæstu
hæðum.
◄ Hlað-
borð mat-
reiðslu- og
bakara-
meistara
Perlunnar
þykir með
afbrigðum
girnilegt
enda hlaðið
gómsætum
réttum við
allra hæfi.
um þá aðhlynningu sem rætur
trésins, jafnt og hjónabands-
ins, krefjast. Trénu er komið
fyrir í sérstökum reit sem Perl-
an hefur fengið úthlutað í
Öskjuhlíð og því fylgir sá boö-
skapur að hjónin skuli í fram-
tíðinni taka þátt í rótfestu þess
og uppvexti. Til þess þarf að
rækta það og virða líkt og
hjónabandið þannig að það
eigi þeirra ævidaga auðið sem
því ber; þar til aðskilnaðar-
máttur almættisins rýfur
tryggðarbönd.
Svo skemmtilega vildi til
þegar Vikuna bar að þessum
tilvonandi skrúðgarði brúð-
hjónanna að gróðursetning
stóð fyrir dyrum hjá þeim hjón-
um sem undanfarinn vetur
hafa látið gefa sig saman og
haldið veislu sína í Perlunni.
Greinilegt var að þau Thelma
og Jón Otti, Elísabet og
Kristján, Elín og Torfi, Þor-
björg og Óskar Páll, Bryndís
og Guðmundur og Anna og
Axel höfðu gaman af tiltækinu.
Þetta eru brúðhjónin sex sem
mættu í Perluna og þáðu
kampavín í kristalsglösum að
brúðhjónasið áður en haldið
var út til gróðursetningar sem
fór fram á líflegan hátt í Öskju-
hlíðinni sunnanverðri. Sjö-
undu hjónin, Eva Mjöll og
Kristinn, komust ekki þar sem
þau eru stödd í Kenya en
Kristinn starfar þar á vegum
Sameinuðu þjóðanna.
AF SKYNSEMI OG ÁST
Hverfum nú aftur til veislunnar
þar sem allt er komið í fullan
gang í veislusalnum á fimmtu
hæðinni. Eftir að gestir hafa
lokið við fordrykkinn og fengið
sér sæti ganga brúðhjónin að
allsnægtaborði gestgjafans
þar sem vegleg fimm hæða
brúðarferfan bíður þeirra. Að
góðum og gegnum sið skera
þau hvorf öðru sneið af tert-
unni og þar með hefst almennt
borðhald. Á þennan hátt er
veislan leidd áfram, hvert atriði
hennar af öðru, allt er fyrirfram
skipulagt og æft.
Því getur verið gott að láta
aðra annast viðburðinn með
glæsibrag þannig að allir njóti
þessarar gleðistundar á
hnökralausan og ánægjulegan
hátt. Vitaskuld kosta herleg-
heitin sitt en ef borin er virðing
fyrir hjónabandinu og til þess
stofnað af ást og skynsemi
verður eftirminnileg stund al-
veg þess virði, hvar og hve-
nær sem hún er haldin og
hversu mikið sem hún kostar;
hamingjan er fyllilega alls hins
besta verð og hún getur jafn-
vel verið ókeypis. □
34 VIKAN 12. TBL. 1992