Vikan


Vikan - 11.06.1992, Blaðsíða 36

Vikan - 11.06.1992, Blaðsíða 36
SMASAGA EFTIR RIKARÐ O. PALSSON að fyrsta sem ég gerði, eftir að orðin ÝTTU Á ENTER birtust á skjánum í miðjum bréfaskriftum til erlends kunn- ingja, var að gá hvort símamótaldið væri í sambandi. Svo var ekki. Ég reyndi að vista það sem komið var af bréfinu. Jújú, rúllutjaldið fór niður og „vista" sortnaði. En það eina sem gerðist eftir músar- klikkið var aö hin blikkandi skipun lengdist í: ÉG SAGÐI: ÝTTU Á ENTER! Ég er ekki ýkja myrkfælinn maður og hef allt- af hlegið heilum hlátri að öllu sem kennt er við „dulræna reynslu" enda aldrei reynt neitt sjálfur, né heldur tekið mark á gaspri manna og bóka um þvílíkt. Þar að auki virðist greinin loksins - guði sé lof - vera farin að dala eftir áratuga blómaskeið á bókamarkaðnum, þegar skyggnilýsingabækur, fjarpatsrit, andaglasa- kukl og álíka speki reið húsum. En nú risu mér hár á hnakka svo að ég hálfpartinn dauð- skammaðist mín. Ég hristi því af mér, slökkti á tölvunni, beið tuttugu sekúndur og kveikti á ný með rit- vinnsluforritsdiskinn inni. Allt gekk eðlilega unz ég opnaði fælinn. f stað þess að góðkunnur skjalalistinn birtist komu hin dularfullu skilaboð aftur í nýju til- brigði: ÞÚ SLEPPUR EKKI, FYRR EN ÞÚ ÝTIR Á ENTER! Nú var mér öllum lokið. Með viðbragð- ssnerpu villtavestursbófa seildist ég eftir slökkvirofanum. Hann skrensaði undan sveitt- um vísifingrinum en mér tókst þó að slökkva. Hélt ég. Því að klikkið kom. Hið heyranlega klikk. En Ijósið fór ekki af skjánum. Þvert á móti. Nú hljóp skratti í veiruna. Bókstaflega. Glott- andi hyrnt andlit súmaði upp og niður. Tístgjaf- inn hló ískrandi stafrænum nornahlátri og dreit úr sér heilum fossi af rísandi og fallandi tóna- runum. Mér varð óneitanlega ekki um sel. Sviðs- mynd úr Sígildum sögum aftan úr bernsku flaug mér fyrir hugskotssjónir: Þegar söguhetj- unni og drukkna sjómanninum í Djöflaflösku Stevensons birtist kölski himself Ijóslifandi uppúr álagabokkunni, eftir að gangverð henn- ar er komið niður í eitt sentím og eilíf glötun blasir við. Ég hafði þó rænu á að rífa rafleiðsluna úr innstungu. Hananú! Ég varpaði öndinni léttar. En of snemmt. Myndin hélzt óbreytt á skerminum og sýndi hvergi á sér fararsnið. Þessi uppákoma ætlaði engum þekktum lögmálum að lúta. Þó var líkt og veiran - eöa hvað það nú var - skildi að nú væri kannski vænlegra að slá á léttari strengi því allt í einu hjaðnaði djöfla- músíkin og eftirfarandi skilaboð birtust, um leið og ásjóna andskotans dróst saman í doppu og hvarf: EIGUM VIÐ AÐ VERA VINIR? Þetta hafði tilætluð áhrif. Mér varð aðeins rórra. Veirulætin urðu ögn mannlegri. Ekki ólíkt tölvunni HAL úr „Ódysseifsför 2001“, þegar Bowman geimfari dró allt ég-ið úr henni, skúffu fyrir skúffu, þar til hún gekk í barndóm og raul- aði Ljú-fa Ann-a, láttu mig viss-u fá... Samt með fyrirvara. Jafnvel tölva með vit fimm ára krakka er til alls líkleg. Ég beit á jaxlinn og páraði á lyklaborðið: ÞAÐ ER UNDIR ÝMSU KOMIÐ . . . Mér varð litið til rafmagnssnúrunnar sem lá eins og uppþurrkaður áll á parketgólfinu. Þessi dæmalausu tjáskipti virtust hvorki háð heil- brigðri skynsemi né aðkeyptu rafmagni. Stafir mínir flygsuðust skilvíslega upp á skjáinn. Tölvupúkinn tók stórmannlegu gálgagrobbi mínu furðu vel og blikkaði: ÞÉR ER EKKI FISJAÐ SAMAN! JÆJA, ÝTTU NÚ Á ENTER. Ég játa það hér með að ég var búinn að fá mér einn lítinn enda laugardagskvöld og vanur að blanda geði við pennavinina ytra undir létt- um áhrifum einu sinni á viku. En þegar hér var komið var snarlega farið að renna af mér. Auk- inheldur var ég einn heima í fjarveru Ingudísar konu minnar - ef frá er talinn heimiliskötturinn sem hvort eð er var sama um allt nema kvöld- verðinn sinn. Svarleikur minn í stöðunni var ekki beysinn. En mannlegur. Ég ýtti á ESC. Það hlaut að merkja escape, undankomu. Eins og sjá má telst ég varla langt kominn í tölvumálum enda nota ég þennan kísil-Mími aðallega sem útvíkkun á venjulegri ritvél, eins og ku víst algengast. Auk þess bauð mér æ meir i grun að ENTER gæti reynzt eitraður fingurbrjótur. „Undir ýmsu kornið" var því hálf- gert hálmstrá til að vinna tíma. Tölvan: ÞÚ SÆRIR MIG. ERUM VIÐ EKKI VINIR? Ég: HVAÐ VILTU? Tölvan: ÖÐLAST TRAUST ÞITT. Ég: MEÐ ÞVl' AÐ LÁTA MIG ÝTA Á ENTER? Tölvan: ALLAVEGA MEÐ ÞVÍAÐ ÝTA EKKI Á ESC. „Ó ekki!" hugsaði ég. „Við erum jafnari en ég hélt.“ Ég flýtti mér að ýta á CONTROL. Tölvan: JÁ, HERRA? Ég: GERÐU MIG RÍKAN. Tölvan: ÝTTU Á . .. ÝTTU Á .. ÝTTU Á... Skjárinn fylltist af rökrænum lokleysum sem óþarfi er að hafa eftir. í bláenda kom stutt talnaröð. Ég: HA? Tölvan: HREINUM ER ALLT FUNDIÐ FÉ. Hér lauk samtali því það slokknaði á skjánum. Þó að ég hafi aldrei hlotið þá náðargáfu að höndla stærðfræði lagði ég talsverða hugar- orku í að rannsaka þetta kveðjuskot. Reyndar náði ég rétt að hripa það niður í tæka tíð (á rauða minnismiðablokk sem ég hef alltaf innan seilingar ef ske kynni að góð hugmynd hlypi á snærið - fæstir skríbentar hafa efni á öðru) og næstu daga á eftir braut ég heilann, svo brak- aði i hverju tré, um hvaða lærdóm mætti draga af þessum merkingarlausu arabísku tölustöf- um að handan. Um stundarsakir taldi ég sjálfum mér trú um að þeir stæðu í sambandi við tölu dýrsins í Op- inberunarbókinni en hvorki það né annað gekk upp. Ég varð engu nær. Síðan gleymdust tölurnar, miðinn týndist og veigameiri málefni urðu ofar í huganum. Ég lenti í langvarandi andlegri ördeyðu -þvi sem enskumælendur kalla writer’s block. Út- gefandinn minn varð fyrst áhyggjufullur, síðan örvæntingarfullur. Það endaði með að hann borgaði mér tilskildar skaðabætur og rifti samningi okkar enda salan á eldri bókum mín- um dottin upp fyrir; lesendur og gagnrýnendur misstu áhugann þegar ekkert nýtt bættist við. Þetta var líkt og martröö sem ætlaði aldrei að linna. Tvö ár liðu. Ég var farinn að drekka fleirum til en pennavinunum og oftar en á laugardögum. Satt að segja flesta daga vikunnar. Orðinn skuldseigari en andskotinn enda heimilið á góðri leið með að lenda undir hamrinum. Ég fylltist sjálfsvorkunnsemi, konunni og jafnvel nánustu vinum til ama og armæðu. Þau sögðu: Þú ert að verða aumingi. Svona segja hollvinir á fyrsta stigi. Ég reyndi að hlæja að því en innst inni fann ég að það var satt. Hugmyndatómið var algert. Dag eftir dag glotti nakinn tölvuskjárinn hæðnislega við upp- blæstri og auðn unz ég þoldi ekki lengur við og braut hann í æðiskasti. Það blés ekki byrlega. í sannleika sagt fór ég að hugleiða stytztu leiðina út úr þessu öllu. Hún Dísa mín mundi bjarga sér enda vorum við enn barnlaus. Ég var bara fyrir henni. Það var komið svartasta skammdegi, viku fyrir jól þegar ég ákvað að Ijúka þessu af. Ég hafði hugsað mér að verða úti í afskekktri hraungjótu. í senn fallegt og hagnýtt niðurlag á ævisögunni. Láta sig bara hverfa þarna uppi á óspilltu öræfunum, tófum og hröfnum til saðn- ingar. Og enginn óþarfa útfararkostnaður. Teygja mætti úr dúnmjúkri helfró með ví- 36 VIKAN 12. TBL. 1992
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.