Vikan


Vikan - 11.06.1992, Page 39

Vikan - 11.06.1992, Page 39
Li - f, . X- Á undanförnum árum hefur bilið á milli rikra og fátækra farið vaxandi hér á landi sem og er- lendis. Nú er svo komið að 1 prósent bandarísku þjóðarinnar hefur til umráða um 35 prósent af öllum þjóðarauðnum. Hvernig skiptingu þjóðarauðsins er háttað hér á landi hefur hins veg- ar ekki verið látið uppi. Nýjar tölur frá Bandaríkjunum sýna að 60 prósent hagvaxtar á síðasta áratug lentu í vasa ríkasta 1 prósents þjóðarinnar og að bilið milli ríkra og fátækra er meira en það hefur verið í hálfa öld. Ekki er ólíklegt að þróunin hér á landi hafi verið af svipuðum toga. Sagan sýnir að efnahagslegt óréttlæti leiðir til ofbeldisverka og hafa nýlegar óeirðir í Los Angeles verið teknar sem dæmi um það hvernig bandarískt samfélag er tekið að rotna innan frá. Margir eru þeirrar skoðunar að ekki sé seinna vænna að íslendingar taki til gaum- gæfilegrar athugunar í hvaða átt samfélagsþróun undanfarinna ára stefnir og hvaða forsend- ur hafa legið þar að baki, til góðs eða ills. Ef látið er skeika að sköpuðu er hætt við að afleið- ingarnar gætu orðið ógnvænlegri en margan grunar. 12. TBL. 1992 VIKAN 39

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.