Vikan


Vikan - 11.06.1992, Page 43

Vikan - 11.06.1992, Page 43
Sagt er aö allar dellur byrji I Los Angeles og óeirðir eru engin nýjung hér fremur en flest annaö. Fyr- ir 27 árum áttu sér staö sams konar atburðir þar sem eldar brunnu og óöur mannfjöldi rændi og ruplaöi og réöst gegn lögreglu og her. Þrátt fyrir uppþotin 1965 eru kynþáttaóeirðir nokkuö sem hinir borgaralega þenkjandi íbúar Los Angeles eiga erfitt meö aö tengja viö heimahaga sína. í þeirra hugum er kyn- þáttahatur og fordómar enn þann dag I dag framandlegt fyrirbrigði sem á helst heima í grennd við plantekrur Suður- ríkjanna þar sem þrælahald og Ku Klux Klan áttu meira upp á pallborðiö. Staöreyndirnar segja aöra sögu. Á meðan stjórnvöld I hverju fylki Suöurríkjanna á fætur ööru lyftu á undanförn- um áratugum grettistaki i því skyni aö afmá þennan blett og fyrirbyggja frekari harmleiki hafa stjórnvöld í Kaliforníu sofiö á verðinum. á vígstöðvunum MARGRET HRAFNSDOTTIR SKRIFAR FRÁ LOS ANGELES 4 Eyðileg- gingin blasti hvar- vetna við. Á skammri stundu breyttist borgin í vígvöll. ► Á svip- stundu breyttust fordómar í hatur og hatur í of- beldi. —^ co 12. TBL. 1992 VIKAN 43

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.