Vikan


Vikan - 11.06.1992, Qupperneq 45

Vikan - 11.06.1992, Qupperneq 45
HVAÐ ER TIL RÁÐA? Menntun, fræðsla og fyrir- byggjandi aðgerðir eru það sem koma skal í sambúð svartra og hvítra. Bush Bandaríkjaforseti hefur látið þau orð falla að algjör upp- bygging þurfi að eiga sér stað. Svertingjar eru þó á einu máli um að nú dugi ekki orðin tóm heldur skuli verkin tala. Við- felldinn blökkumaður, Willie Williams, hefur verið ráðinn lögreglustjóri og tekur við á næstu vikum. Ætlunin er að fjölga stórlega þeldökkum lög- regluþjónum, ekki síst í þeim hverfum þar sem púðrið er eldfimast og glæpaflokkarnir öflugastir, jafnframt er talið að þetta verði í síðasta sinn sem svertingjar verði útilokaðir frá þátttöku í kviðdómi sem úr- skurðar í málum sem varða hagsmuni þeirra og réttindi. Kalifornía er sólríkur staður, þar sem áður var villta vestrið og gullgrafararnir streymdu í hrönnum til að leita að málm- inum gula. Kalifornía er líka leiðarendi þeirra sem hafa safnað og sparað ailt sitt líf til þess að geta eytt áhyggju- lausu ævikvöldi í ævarandi sól. Hingað koma misjafnir sauðir í ólíkum erindagjörðum í leit að allsnægtum, frama og frægð. En það þarf aö hafa fyr- ir því og veruleikinn er sjaldn- ast í kallfæri við væntingarnar. i Kaliforníu einni vafrar ein milljón heimilislausra um og veit ekkert hvað næsti dagur ber í skauti sér. Stór hluti þessa fólks kom hingað í leit að draumnum sem hefur fyrir löngu breyst í martröð. Hingað flæða eiturlyf frá Mexikó, Mið- og Suður-Amer- íku gagngert ætluð ungu „áhugasömu" fólki sem er fúst aö feta sin fyrstu spor í frum- skóginum, vopnað sprautum, hnífum, jafnvel vélbyssum. Já, það gerir margt misgott undir sömu sólinni og nú liggur það fyrir að þeir sem héldu um stjórntaumana þegar eldarnir 5000 brunnu verði látnir svara til saka ... í næstu kosningum því mannslíf fyrir málstaðinn, þó góður sé, er of mikið af því góða. Lausnin liggur í markaðs- kerfinu, þar sem hið opinbera og fylkið sjálft búa til hvetjandi aðstæður sem örva fyrirtæki til að fjárfesta í hverfum og at- vinnutækifærum þeldökkra og annarra sem verst uröu úti í óeirðunum. Þá þarf að flytja inn í þessi hverfi kennara sem flytja með í farteskinu von og uppbyggjandi aðferðir til handa þeim börnum sem eins og er heyra ekki annað en bar- lóm kennara sem beinlínis til- kynna börnunum að þeirra bíði ekkert nema gatan og glæpagengin sem hafa hreiðr- að um sig eins og ormar í gömlu rusli. Sá lærdómur sem aðrar þjóðir geta dregið af þessu er að þann dag sem manneskjan missir þá trú að húr. ot' ? tt réttlæti í greiþar kerfisins ar voðinn vís og upplausn skammt undan. Við skulum bara eitt andartak ímynda okk- ur að íslendingar hefðu neyöst til að fara með landhelgismálin sín fyrir Alþjóðadómstólinn í Haag og einn dag á venjuleg- um miðvikudegi kæmi svo úr- skurðurinn: Landhelgin skal færö aftur, ekki í 12 mílur, heldur 4, jafnvel 3. Hætt er við að einhver íslendingur myndi ganga út á götu og taka til hendinni, jafnvel grípa til vopna ef hann gæti gengið að þeim vísum inni í skáp eða undir kodda, eins og stór hluti Ameríkana. Þetta segir sig sjálft. □ JONAS JONASSON SKRIFAR Mauraland sjálfsdýrðar Islensk pólitík er sandkassa- lelkur þar sem mesta frekjudoll- an hefur mesta plássió. Eg er kominn á þennan kyrrláta aldur, þar' sem erill hvunndagsins er eins og þreytandi suð í mask- ínu sem ekki er hægt að stoppa. Ég man sumardaga fyrir rúmlega tveimur áratug- um, þegar við hjónin vorum á Spáni með litla dóttur okkar sem hafði aldrei áður ferðast mikið út fýrir Elliðaárnar. Á leiðinni suður á flugvöll horfði hún með eftirvæntingu á það sem fyrir augu bar og þegar við ókum framhjá Vogum spurði hún hvort þetta væri T Hinir minni mátt- ar krefjast réttlætis og betri kjara en hefur ekki verið svarað. Spánn. En þegar í sólina kom hafði sú litla hvað mesta ánægju af að horfa á maurana í sandinum á leiksvæði barna við hótelið. Hún gat löngum stundum setið í sandinum og horft stórum augum á erilinn í maurabyggð og stundum hló hún hátt og kallaði þá gjarnan til mín að koma og sjá. Mér finnst mannlíf oft vera eins og mauraþúfan suður á Spáni og fróðlegt að fylgjast með sumum þeim manna- maurum sem hvað stífast stressa sig við að „ná langt" í lífinu og vera áríðandi. Það hefur oft vakið mér furðu hvað sömu menn eru störfum hlaðnir í nefndum og ráðum ríkisins, en þurfa jafnframt að sinna sínum föstu störfum og segir sig sjálft að eitthvað verður að sitja á hakanum og það kemur í Ijós að oftast er það fasta starfið sem verður útundan. Hvað er það nú sem veldur því að sami maðurinn er settur í allar þessar nefndir og ráð, auk þess að gegna kannski þýðingarmiklu og erilsömu lífsstarfi? Maður hlýtur að álykta að það séu hæfileikarnir sem ráöi því og spyr þá sjálfan sig hvort viðkomandi maður sé einn í landinu búinn slíkum hæfileikum. En, nei, það er ekki skýringin heldur að við- komandi er mjúkmáll og sann- færandi í allri umræöu, hefur yndi af kokkteilboðum þarsem menningin er til umræðu og menningarpostular fjölmenna til að vera gáfaðir á opinberum vettvangi, gefa sér tíma til að horfa í myndavélina sem alltaf er til staðar þar sem dýrðin er skærust og - eru í réttum flokki. íslensk pólitík er ákaflega barnaleg. Hún er sandkassa- leikur þar sem mesta frekju- dollan hefur mesta plássið, stærstu sandhrúguna og lætur sér á sama standa þó að leik- félagar verði útundan. íslensk pólitík er niðurlægjandi fyrir marga þá sem vilja taka þátt í þeim ósköpum. Síðasti harm- leikur heimskunnar er byltingin í Menningarsjóði, þar sem sjálfstæðiskonu var vikið burtu, alþýðuflokkskona gerð að aðalmanni en síðan vikið úr þeirri stöðu því flokkur hennar treysti henni ekki til starfans. Viðkomandi kona lýsti því yfir að hún ætlaði að segja sig úr flokknum ef henni væri ekki treyst og varð auðvitað að standa við það. Alþýðuflokkn- um virtist standa á sama um þessa konu, sem vill vel og er betri en engin. Miskunnarleys- ið réð, leikfléttur urðu til á skákborði hégómans, per sónudýrkunin varð ofan á, skítt veri með málefnið! Þannig er ísland, mauraland kunningsskapar, meðal mennsku og sjálfsdýrðar. Bitl- ingagræðgin rekur menn áfram í endalausum erli, því fleiri nefndir og því fleiri ráð, því fleiri innrömmuð dýrðar- spjöld á vegg, sem viðkomandi getur síðan setið við að horfa á og sagt við sjálfan sig: „Þetta var nú meðan ég var allt í öllu og átti menninguna. Ég var góður þá og ómissandi. Það var þegar ég starfaði hjá ... æ, hvað var það nú aftur sem ég hafði að aöalstarfi?1 □ 12. TBL. 1992 VIKAN 45
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.