Vikan


Vikan - 11.06.1992, Síða 48

Vikan - 11.06.1992, Síða 48
JÓNA RÚNA KVARAN MIÐILL SVARAR BRÉFI FRÁ LESANDA Myrktælni ^ SVAR TIL GUNNA Elsku Jóna Rúna! Ég er í von og óvon ad skrifa þér vegna þess að mér finnst kannski að það sem truflar mig sé ekki beint aðkallandi eða einfalt úrlausnar. Þannig er mál með vexti að ég er strákur undir tvítugu og er svo myrkfælinn að það er stund- um að gera mig brjálaðan að geta ekkert gert í málinu. Saga mín er ekkert sérstök eins og margra hinna sem hafa skrifað þér. Ég er einn af þrem systkinum og elstur. Foreldrar mínir eru ágætar manneskjur, þó pabbi sé heldur frekur stundum og á það líka til að vera fúll heilu dagana. Það er bara hans mál og truflar mig ekki lengur. Ég er í framhaldsskóla og ætla að verða smiður. Ég á kærustu og finnst hún alveg meiri háttar. Það má því segja að allt sé í lagi nema það að ég er virkilega þjáður af myrkfælni sem ég bara get ekki ráðið við. Kærustunni minni finnst best að vita ekkert afþessu. Ég held að henni finnist þetta svo óeðlilegt enda er ég náttúrlega strákur og vissulega er þetta furðu- legt. Ég byrjaði að finna fyrirþessu strax þegar ég var lítill og síðan alltaf af og til. Ég get orðið myrkfælinn um miðjan dag þess vegna. Eins er ég oft sérstaklega hræddur þegar ég er einn heima og eins og finn eitthvað. Ég ferþá oftast út en finn auðvitað að það breytir kannski ekki miklu. Þegar ég er að fara að sofa er ég oft gripinn þvílíkri hræðslu við eitthvað sem ég finn að mig langar mest tll að hverfa sporlaust eða eitthvað. Það er líka rétt að segja þér að I þessi fáu skipti sem ég hefnotað vín er eins og þessi til- finning myrkfælninnar magnist upp og ekki síst daginn eftir. Elsku Jóna Rúna, vonandi getur þú gefið mér ráð eða eitthvað. Ég vil líka segja þér að ég og kærastan mín lesum allt sem þú skrifar og finnst það yndislegt. Takk fyrir það líka og eins vil ég þakka þér fyrirfram. Gunni. Elskulegi Gunni! Takk kærlega fyrir elskulegt bréf og eins hvatningu til mín. Vonandi get ég orðið þér að einhverju liði með umfjöllun minni um myrkfælni. Það er líka sennilegt að þú sért í hópi ótalmargra sem einmitt eru að kljást við óþægindi sem myrkfælni oftast veldur þeim sem hún plagar. Ég minni á að ég svara með innsæi mínu, hyggjuviti og reynsluþekkingu en styðst ekki við annað og öllu hefðbundnara í svörunum. Það er eins og mig minni að ég hafi áður hér á síðum Vikunnar rætt lítillega myrkfælni og þá frem- ur þar sem hana hefur boriö á góma jafnframt öðru í sama bréfi og það er þá bara í góðu lagi. Vegna þess hve ótrúlega margir eru illa haldnir af þessum kvilla er kannski full ástæða til að opna jafnframt síðar ennþá frekari umfjöllun um myrkfælni er ástæða gefst til og vonandi verður svo. ÞJÓÐTRÚ OG KYNJASÖGUR Það er víst óhætt að fullyrða með tilliti til sögu ís- lendinga að fátt sé okkur eins kunnuglegt og hvers kyns ótti við myrkur. Við lifðum öldum saman við ó- fullkomna lýsingu á heimilum og mikið bar á alls kyns ótta við hugsanlega fylgifiska myrkursins. Það hefur vissulega meðal annars tengst ótæpilegum upplýsingaskorti á skilum milli heimanna tveggja, það er þess jarðneska og svo aftur þess guðlega. Eins bauð einhvern veginn mikil vosbúð og almenn fátækt upp á óttablandnar munnmælasögur sem gengu manna á mili á löngum myrkum siðkvöldum og mögnuðust ef eitthvaö var í hugum fólks að- stæðnanna vegna. Sögur af kynjaverum og svokölluðum draugum voru jafnvel magnaðar svo í flutningi sögumanns að það hálfa væri nóg. Við getum gefið okkur það að þar sem baðstofur voru vistarverur flestra heimilis- fastra bæði til svefns og vöku hafa þessar kynngi- mögnuðu sögur vart farið framhjá hvorki börnum eða fullorðnum. Það hefur því af eðlilegum ástæðum aöstæðna löngum verið í þjóðarsálinni mikill ótti við myrkur. Enp þann dag í dag eru til sögur um taugatrekkjandi fyrirbrigði sem birst hafa lifendum en fólk tengir látnum. Þannig sögur lifa góðu lífi ímyndunar og viðhalda ótta með ýmsum fjölskyldum sem þær þekkja. Vissulega er sagt frá þessum fjölskyldu- ævintýrum sem um staðreynd væri að ræða, nokk- uð sem deila má um að sé raunveruleg staðreynd málsins þegar djúpt er kannað. Ef börn heyra mikið af þannig sögum, sem tengj- ast óhugnaði og aflöguðum kynjaverum, komast þau vart hjá að i vitund þeirra skapist hentug skilyrði fyrir alls konar óttablandnar hugmyndir eða ímynd- anir sem síðan valda því sem kalla má myrkfælni. Þetta er ótti við eitthvað sem við getum jafnframt ótæpilegu ímyndunarafli fundið fyrir sem eins og einhvers konar nálægð sem við sjáum ekki neitt samfara en höfum mjög á tilfinningunni að sé hægt að eigna einhverjum og þá því sem við því miður köllum drauga. DRAUGAR FÁTÍÐIR EN HUGSANAGERVI ALGENG Það verður að segjast eins og er að það sem myrk- fælnir kalla draugagang er það sjaldnast þegar bet- ur er að gáð. Öll ókunn áhrif, sem eru á mörkum þess yfirskilvitlega, eru flokkuð mjög þröngt og alltof oft neikvætt. Það sem er hvað algengast og er iðu- lega að plaga þá sem telja sig myrkfælna eru ólík áhrif, til dæmis í húsum, og tengjast fremur lifend- um en látnum. Ef barn býr til dæmis á heimili þar sem mikið ó- samkomulag er á foreldrum eða öðrum heimilisföst- um magnast í kringum það sem og aðra hugsana- gervi sem eru til komin vegna hugsana, geðhrifa og tilfinninga sem þetta fólk býr ósjálfrátt til og eru nei- kvæð og óþægilega áreitandi. Barn sem heyrir ekki rifrildi foreldra sinna getur átt til að segja allt í einu: „Ég er hræddur/hrædd." Þá getur alveg eins og ekki verið að barnið sé að upplifa afleiðingar rifrildis sem átti sér stað skömmu áður eða þónokkru fyrr, en ekki að barniö sé að taka við neinum þeim áhrifum sem tengja mætti dularfullum fyrirbrigðum, þó vissulega séu hugsanagervin af andlegum toga. Fólk sem ástundar að efla og styrkja röng hugs- anagervi heima hjá sér getur valdið öðrum og þá sér í lagi börnum óþægindum. Slíkt fólk ætti hið snarasta að skipta um gír hegðunar og hugsana og magna fremur upp á heimili sínu hugsanagervi sem eru tilkomin vegna jafnvægis og elskuríkra hugs- ana. Þannig andlegt orkuflæði virkar vel og slær oftast á möguleika á því sem kalla má myrkfælni. Ég segi kalla má af þvi að þessi tilfinning er hreint alls ekki bara bundin myrkri heldur og ekki síður dagsbirtu. Af hverju? Jú, myrkfælni er tilfinning sem við fáum þegar við skynjum eitthvað sem við hvorki getum staðfest eöa skilgreint á venjulegan rökrænan máta, hvað þá séð eftir hefðbundnum leiðum. RAUNSÆI OG DULÚÐ í andrúmsloftinu i kringum okkur eru ekki bara upp- söfnuð hugsanagervi heldur ekkert síður straumar og áhrif á tíðni sem einungis er framkallanleg til heyrnar og sjónar mannfólkinu með hjálp viðtækis eins og til dæmis sjónvarps eða útvarps. Áhrif alls konar hljóðbylgna og annars þess sem við sendum af ásetningi út í himinhvolfið eru alls staðar meira og minna í kringum okkur án þess að við áttum okk- ur á því eða séum yfirleitt að leiða hugann að slíku, þó við njótum þessara hluta við vissar aðstæður. Við verðum að sjálfsögðu ekki myrkfælin vegna þannig bylgna vegna þess að þær koma einungis fram i gegnum tiltekin viðtæki sem þarf að kveikja á og stilla inn til að við getum notið áhrifa og afleið- inga þeirra. Með þessum upplýsingum annars vegar um svokölluð andleg hugsanagervi og hins vegar ó- sýnilegar tæknilegar bylgjur, sem fylla andrúmsloft- ið í kringum okkur, er ég aðeins að benda á að við erum ekki alltaf að skynja eða upplifa dulræn fyrir- brigði þó við finnum eitthvað gerast í kringum okkur. Ef við aftur á móti kveikjum á hljóðvarpi gæti runnið upp fyrir okkur að eitt og annað er á sveimi i kringum okkur sem ekki er sýnilegt eða áþreifanlegt nema með hjálpartækjum og teljst hreint ekkert dul- arfullt eða leyndardómsfullt. Aftur á móti ef við fáum gæsahúð og óttatilfinningu af engu tilefni og verðum skyndilega hrædd vegna þessara kennda, þá erum við ekkert ýkja raunsæ í mati okkar á hvað í gangi kunni að vera. Best er að reikna með raunsæjum og sem eðlilegustum skýringum á sem flestu því sem að okkar ágætu tilvist lýtur. HITABREYTINGAR EÐA DRAUGAGANGUR Þú ferð að finna þessa fælni strax mjög litill og það er mjög algengt að svo sé. Börn eru mun næmari en fullorðnir, burtséð frá dulargáfum. Þau eyða ekki eins miklum tíma í að útpæla hlutina og við. Þau bara segja: „Ég er hrædd/hræddur." Og fara svo trúlega í fang foreldra sinna eða gráta lítillega þar til þeim er runninn óttinn. Ekki er spáð mikið I af- leiðingar út frá óttanum. Við sem erum fullorðin og finnum einhvern óhug grípa okkur við vissar að- stæður erum nokkuð snögg að ákvarða, ef við get- um ekki notað hefðbundnar leiðir til útskýringa, að eitthvað meira en lítið dularfullt sé í gangi. Vinsamlega handskrifið bréf til Jónu Rúnu og látið fylgja fullt nafn og kennitölu, ásamt dulnefni. Svörin byggjast á innsæi Jónu Rúnu og rithandarlestri og því miður er alls ekki hægt að fá þau í einkabréfi. Utanáskriftin er: Jóna Rúna Kvaran, Kambsvegi 25, 104 ReykjavíkJ 48 VIKAN 12. TBL. 1992
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.