Vikan


Vikan - 11.06.1992, Side 58

Vikan - 11.06.1992, Side 58
SIGTRYGGUR JÓNSSON SÁLFRÆÐINGUR SVARAR LESENDUM Saknar hinnar djúpu sælutilfinningar ég er orðinn kynkaldur. Það er eins og ég sé að missa löngun til kynlífs. Það er heldur ekki eðlilegt hvað ég fæ sáðlát snemma. Það hlýtur að vera til ráð til að hafa stjórn á sáðláti. Hvað er til ráða? Ekki er mað- ur útbrunninn eins og hvert annað gamalmenni? Ég er lík- amlega vel á mig kominn eftir líkamsrækt og aðrar íþróttir. Ég gæti skrifað þér meira en læt staðar numið nú I von um að þú getir eitthvað hjálpað mér. Kærar þakkir, Stýri. Kæri sálfræðingur. Ég er giftur maður og á fjögur börn, tvö með núverandi konu og tvö með fyrrverandi konu. Ástæðan fyrir því að ég skrifa þér er sú að í 7. tbl. var í Sál- arkimanum bréf frá karlmanni undir yfirskriftinni „Ég reyni að forðast kynlíf“ og tel ég mig eiga við svipað vandamál að stríða. Ég er sammála þér í því að það sé oft skrifað um vanda- mál kvenna í kynlífi en sjaldan um vandamál karla, hvað varðar það að fá fullnægingu. Ég byrjaði 14 ára að stunda kynlífen ekki reglulega fyrr en 16 ára. Árið eftir kynntist ég stúlku sem er þrem árum eldri en ég og vorum við farin að búa þegar ég var 18 ára. Ári seinna eignuðumst við barn og annað fjórum árum síðar. Stuttu eftir fæðingu seinna barnsins skiidum við og á næstu fimm árum var ég I mörgum samböndum en þau vöruðu öll stutt, einn til þrjá mánuði eða skemur. Þannig gekk það þangað til ég kynnt- ist núverandi konunni minni. Það varárið 1984 og erum við enn gift og eigum tvö börn saman. Á þessum 22 árum, sem ég hef stundað kynlíf, hef ég mjög sjaldan fengið þessa djúpu kynferðislegu fullnæg- ingu, það er að segja verið virkilega afslappaður og ánægður. Hér áður fyrr þótti mér kynlíf mjög spennandi en samt fannst mér eitthvað vanta. Nú finnst mér það ekkert spenn- andi lengur. Ég fæ ekki lengur út úr kynlífinu þessa djúpu sælutilfinningu sem ég sækist eftir og hef bara fengið nokkr- um sinnum á ævinni. Ég er nú einu sinni þannig gerður að mér hefur alltaf fundist það vera mitt að hafa frumkvæðið, ef við ætlum að elskast. En nú hefur það snú- ist við. Hún sækir á og stund- um það stíft að ég slepp ekki neitt. Stundum finn ég á mér að hana langar í kynlíf og þá kemur fyrir að ég reyni að forða mér; þarf að fara út í sjoppu, athuga hvort bíllinn sé læstur, athuga hvort gleymst hafi að slökkva í geymslunni og fleira. Mér finnst þetta Ijótt en ég hef ekki áhuga lengur. Kynlífá að vera toppurinn á til- verunni og ég er orðinn dauð- ur fyrir því. Það lengist líka alltaf tíminn á milli þess sem einhver neisti kviknar. Þegar það gerist loksins hugsa ég frekar um að láta konunni líða sem best á meðan við erum að. Konan fær því miklu meira út úrkynlífinu en ég. Ég erlíka mjög upptekinn af því að fá ekki sáðlát of snemma. Það kemur fyrir og þá finnst mér ég ekki fá nóg. Þegarkonan nefn- ir það að ég fái það snemma og spyr hvort ég geti ekki stjórnað sáðlátinu sný ég mig út úr því og segi að ég hafi verið spenntur eða að það sé svo langt síðan síðast. Kæri sálfræðingur. Ég er ekki nema 36 ára gamall og tel að það sé ekki eðlilegt hvað Kæri Stýri. Eins og þú sérð af bréfinu sem þú vitnar í ert þú ekki einn um þetta vandamál. Það þarf í raun hugrekki til hjá ykkur báð- um aö skrifa svona bréf, því viðhorf samfélagsins eru nú einu sinni þannig að karlmenn hafi alltaf kynlífslöngun og njóti kynlífs alltaf í botn. Ann- ars séu þeir ekki almennilegir karlmenn. Karlmenn hafa ekki síst sjálfir ýtt undir þetta viðhorf. Það verður svo til þess að þeir þora ekki að ræða sín á milli um kynlíf sitt, nema þeir séu mjög ánægðir með það sjálfir. Þannig viðhelst sú hug- mynd að allir karlmenn á öllum tímum njóti kynlífs alltaf. AÐ NJÓTA KYNLÍFS Það getur hent bæði kynin að alast þannig upp að vera ófær um það að njóta kynlífs. Kunna ekki að slaka á. Kunna ekki að gera kröfur. Vera hrædd/ur um að standa sig ekki. Hafa lítið sjálfstraust. Hugsa of mikið um aöra og of lítið um sjálfan sig og svo framvegis. Hingað til hefur bara ekki mátt ræða það aö slíkt geti hent karlmenn. Ef einstaklingur kann illa að njóta kynlífs fyrir sjálfan sig og leiðist út í það að stunda það meira eða minna fyrir hinn að- ilann er hann að traðka á sín- um eigin tilfinningum og smátt og smátt leiðir það til þess að viðkomandi fer að forðast kyn- líf. Lýsingar þínar á því hvern- ig þú forðast kynlíf eru þekktar fyrir konur en ekki svo mikið ræddar um karlmenn. Konur mega eiga í kynlífserfiðleikum en karlmenn ekki og það eitt út af fyrir sig getur verið erfitt fyrir karlmenn. Þeir mega ekki einu sinni viðurkenna að eitthvað sé að en það er frumforsend- an fyrir því að takast á við vandann. Annar vandi við kynlíf er sá að sé það lítið stundað verður einstaklingurinn sáttur við að það hverfi sem hluti af lífinu og löngun til þess minnkar. Á sama hátt eykst löngunin sé það mikið stundað. Þess vegna verða pör, sem lenda í því að kynlíf minnkar eða hættir um tíma hjá þeim - en það getur gerst af ýmsum á- stæðum, að hafa í huga að þau þurfa sameiginlega að beita sig ákveðni og jafnvel hörku til að fá það í gang aftur. Það er ekki hægt að lifa góöu kynlífi án þess að geta rætt við þann sem maður stundar kynlíf með um kynlífið og erfiðleika þess. Bæði þín saga og margra annarra er sorglegt dæmi um að annað er að leika fyrir hitt, annað er að standa sig fyrir hitt, annað þorir ekki að viður- kenna fyrir hinu að það njóti kynlífsins ekki og svo fram- vegis. HVAÐ ER TIL RÁÐA? Þú verður að vera hreinskilinn við konuna þína og ræða það við hana að þú njótir ekki leng- ur ástarleikja ykkar en viljir gjarnan ná því aftur. Þið þurfið síðan í sameiningu að takast á við það að gæða kynlífið lífi, en greinilega hefur skort á að þið hafið viðhaldið eða endur- nýjað kynlífið. Þið þuríið að gera það spennandi aftur og viðhalda þeirri spennu. Kynlíf eins og allt annað verður leiði- gjarnt ef það er alltaf gert á sama hátt, verður bara „rút- ína“. Þið megið gjarnan ákveða að fara eitthvað saman, bara tvö, til þess að dýrka kynlífið smástund, á meðan þið hjálpið hvort öðru að ná því að njóta þess. Til þess þurfið þið bæði að gefa tilfinningar en ekki síð- ur að gera kröfur, biðja um og taka til ykkar, vera sjálfselsk ekki síður en að hugsa um hitt. Þið þurfið að æfa ykkur í að njóta og til þess þurfið þið að einbeita ykkur að slökun og forleik og alls ekki að dreifa huganum eða hugsa um „eitt- hvað annað á meðan“ eins og stundum sést á prenti sem lausn við of bráðu sáðláti. Ég myndi ráðleggja ykkur að leggja í smátíma áherslu á ykkur tvö og kynlíf ykkar. Ef það dugir ekki til ættuð þið að leita ykkur aðstoðar fagmanns en við erum nokkur hér á landi sem veitum meðferð við kyn- lífsvandamálum og batalíkur eru venjulega nokkuð góðar. Gangi þér vel, Sigtryggur. 58 VIKAN 12. TBL. 1992

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.