Vikan


Vikan - 11.06.1992, Side 59

Vikan - 11.06.1992, Side 59
■ Óli litli: Mamma, fljúga engl- arnir ekki? Móðirin: Jú, drengur minn. Óli: Getur þá nýkomna kennslukonan flogið? Móðirin: Nei. En því spyrðu að því? Óli: Pabbi sagði í morgun, að hún væri engill. Móðirin: Einmitt það. - Já, drengur minn, hún fær að fljúga á morgun. ■ Jóseps annars Austurríkis- keisara var vænst í heimsókn til bæjar nokkurs og ákvað að fara á undan fylgdarliði sínu. Þegar þangað kom leigði hann sér herbergi á lítilli krá. Forstöðu- konan virti gestinn undrandi fyrir sér og spurði hvort hann væri í fylgdarliði keisarans. - Nei, svaraði Jósep. Litlu síðar fann forstöðukonan sér eitthvað til erindis og gekk inn í herbergi komumanns sem var þá að raka sig. Hún hafði engan hemil á forvitni sinni og spurði hvort gesturinn hefði ekki eitthvert starf með höndum hjá keisaran- um. - Jú, svaraði Jósep, - ég raka hann stundum. ■ Við að líta um öxl skilur maður lífið en til að lifa því verður maður að horfa áfram. ■ Sölumennska. - Kæra frú, ég er hér með smáhlut sem er mjög hentugur, ja, þér fyrirgefið þó ég sýni yður hann, jafnvel þó nágrannakonan reyndi að fullvissa mig um að þér hefðuðu ekki efni á að kaupa hlutinn! Hann seldi hlutinn! ■ í stórveislu í Leníngrad tók einn af hátt settu gestunum eft- ir því að biti af hjólbarða var i kjötkássunni sem fram var reidd. Hann var kominn á fremsta hlunn með að kvarta, þegar hann tók eftir ríkislög- reglumanni sem hvessti á þann augun og tókst að setja upp gleðisvip um leið og hann sagði: „Nú sjáið þið, allt geng- ur eftir bjartsýnustu áætlunum okkar. Við höfum verið við völd hér í aðeins 35 ár og nú þegar er bíllinn farinn að gegna hlut- verki hestsins." FINNDU 6 VILLUR Finnið sex villur eða fleiri á milli mynda IsAajq jnjaq suisuublu jndws ‘jeujnmq | qu9a jnjaq qasq ‘jbiuea npo>( ‘ujæis ja uuuntsn>( 'buu|uj ja qumms ‘Q!|Á>|SB66n|6 b jbuujo>( ma jnpuau STIÖRNUSPÁ HRÚTURINN 21. mars - 19. apríl Eftir 18. júní kemur í þig eirðarleysi og jafnvel gremja. Merkúr er í andstöðu við Neptún- us og það gæti magnað þér frem- urneikvæð viðbrögð. Eftir 19. júní lagast þetta heima fyrir vegna á- hrifa frá Venusi. NAUTIÐ 20. apríl - 20. maí Júpíter er í fimmta húsi ástar á árinu. Ást, rómantík og skemmtanir eru lykilorðin núna. Þú átt því spennandi tima i vændum og þetta verður enn skemmtilegra eftir þvi sem lengra líður á mánuðinn. TVÍBURARNIR 21. maí - 21. júní Það er fátt um markverð tíðindi framundan næstu tvær vik- urnar. Þetta er eins konar aðlög- unartími (taki hver það eftir sínu höfði) og lítil ástæða til bjartsýni, að minnsta kosti ekki fyrr en eftir 21. júní. KRABBINN 22. júnf - 22. júlí Þú átt um ýmislegt að velja núna, jafnvel breytingar á starfi. Allt um það auðga samfél- agsmál félagslíf þitt og stækka vinahópinn. Um leið leggurðu grunn að gagnkvæmum skilningi við ástina þína. LJÓNIÐ 23. júlí - 23. ágúst Þér finnst fólk trufla þig og takmarka en þegar betur er að gáð er það aðeins, hvort sem því er það Ijóst eða ekki, að beina orku þinni í skilvirkan farveg. Enn virð- ast peningar laðast að þér en eyddu samt ekki um of. MEYJAN 24. ágúst - 23. sept. Afstaöa Júpíters til meyj- armerkisins er með besta móti og verður ekki eins aftur fyrr en eftir 12 ár. Nú er tækifærið til að láta draumana rætast enda er líklegt að sumarið verði þér gott og hug- myndirnar að veruleika. VOGIN 24. september - 23. okt. Þarftu að létta á samvisk- unni? Gerðu þaö þá fyrir 15. júní þegar tunglið er fullt. Eftir miöjan mánuð eykst starfsálag hjá þér en á hinn bóginn virkar þú og hugmyndir þínar vel á fólk um þessar mundir. SPORÐDREKINN 24. október - 21. nóv. Merkið þítt býr yfir dul- asta eðli dýrahringsins. Þó get- urðu glaðst ærlega með öðrum, en til þess eru einmitt nokkur tækifæri á næstu dögum. And- rúmsloftið verður Ijúft og þú tekur þátt í gleði annarra. BOGMAÐURINN 22. nóvember - 21. des. Þú ert í einhvers konar viðskiptahugleiðingum enda lík- legt að þú hafir náð góðum samn- ingum á einhvern hátt. Þá er þér nærtækast að beita hæfileikum þínum á áhrifaríkan hátt. Sýndu fram á hvað þú getur gert fyrir aðra. STEINGEITIN 22. desember - 19. jan. Einbeittu þér að gæðum fremur en magni á næstunni en farðu þó gætilega í fjármálum: Þú gætir þurft aö beita töluverðri aö- haldssemi. Náin kynni verðadýpri en áður og örva meö þér jákvæð- ar tilfinningar. VATNSBERINN 20. janúar - 18. febrúar Ennþá þarftu að halda þig við jörðina um hríð og sjá málin eins og þau eru; ekki eins og þú vilt hafa þau. Þú ert þinnar gæfu smiður en ættir að horfa raunsæj- um augum á lífið og hugleiða skyldur þínar við aðra. FISKARNIR 19. febrúar - 20. mars Þú ert smám saman að endurnýja samskipti þín á öllum sviðum. Vinahópur þinn er aö stækka og félagslífið eykst. Svo blómstrar rómantíkin seinna mánuðinum og ber með sér sterkar, jákvæðar tilfinningar. 12. TBL.1992 VIKAN 59

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.