Vikan


Vikan - 11.06.1992, Side 65

Vikan - 11.06.1992, Side 65
VIÐBURÐARÍKf SUMAR FRANI UNDAN HJÁ SÍÐAN SKEIN SÓL SPILAR MEÐAL ANNARS Á READING TÓNLISTAR- HÁTÍÐINNI ÁSAMT STÓRSVEITINNT JÚPÍTERS OG VERÐUR MEÐ MUN ÍBURÐARMEIRI DAGSKRÁ UM ALLT LAND EN VERIÐ HEFUR UNDANFARIN ÁR að láta fleiri sólir sjá sig þessa dagana en „gula dýrið" eins og einhver kallaði þá einu sönnu. Hin eina sanna popp-sól, Síðan skein sól, er líka komin á fulla ferð eftir gott frí og trommaraskipti og ætlar að gera víðreist um landið ísland. í lok ágúst spila svo Sólin og stórsveitin Júpít- ers á Reading tónlistarhátíð- inni og er það í fyrsta sinn sem íslenskar sveitir koma fram á þessari hátíð. Aðalnúmerið þar verður hin óhemju vinsæla dúndurrokksveit Nirvana. í tengslum við utanför Sólar- innar er áætlað að gefa út smáskífu (12 tommu skífu) í Bretlandi og er það efni sem þeir félagar Helgi Björnsson, Jakob Magnússon, Eyjólfur Jóhannsson og nýi trommar- inn, Hafþór Guðmundsson (áður í Eldfuglinum), hafa verið að semja að undanförnu en Ingólfur Sigurðsson, fyrrver- andi trommari Sólarinnar, sneri sér alfarið að hljómsveit- inni Orgils um síðustu áramót. Einnig hafa meðlimir sveitar- innar lagt grunn að nýrri breið- skífu sem kemur væntanlega út á þessu ári. HARÐARI TÓNN OG ÁTAK MEÐ UMFERÐARRÁÐI Vissar áherslubreytingar hafa orðið í tónlist Síðan skein sól að undanförnu. Á sviði hefur krafturinn og hráleikinn verið aðalsmerki hennar og komist betur til skila en á plötunum. Nú er ætlunin að koma þess- um hráleika á plastið líka. „Við höfum í rauninni leyft okkur að gera hvað sem er í tónlist, rokk, popp, kassag ítartónlist og ballöður. Okkur finnst þörf á að krafturinn fái að komast almennilega til skila," segir Helgi Björnsson. Þessa dagana og næstu þrjá mánuði verður áherslan lögð á fósturjörðina og „skrímslinu hefur verið startað", eins og Helgi orðar það. Spilað verður um hverja helgi I allt sumar og er Síðan skein sól (ásamt hljómsveitinni Galíleó) þátttakandi í átaki fjölda aðila, er nefnist „Kom- um heil heiml' Að þessu átaki standa meðal annars Umferðarráð, Áfengisvarna- ráð, Slysavarnafélagið, Sam- tök lamaðra og fatlaðra, lög- reglan, slökkvilið og fjölmiðlar svo einhverjir séu nefndir. „Við komum til með að spila út um allt. Þetta verður brjálað rokkprógramm og í þetta sinn leggjum við mun meiri metnað í þetta en við höfum gert, ger- um meira „show" úr þessu, betri lýsingu, aukna leikmynd og meiri fagmennsku." TÍMI KOMINN TIL HUGARFARS- BREYTINGAR Helgi segir að þetta verði allt miðnæturtónleikar en eins og flestir vita urðu nokkrar deilur um slík fyrirbæri á sínum tíma þar sem ekki þurfti að greiða virðisaukaskatt af tónleikum en hins vegar af dansleikjum. „Við borgum okkar virðisauka- skatt eins og okkur ber skylda til en það er kominn tími til þess að breyta vissu hugarfari sem er við lýði; rokktónlist er rokktónlist og fólk dansar við hana en þetta eru líka tónleik- ar þar sem við spilum okkar eigið efni fyrst og fremst. Við erum á móti því að einhverjir embættismenn úti í bæ geti sagt að ef fólk situr á rassinum sé það að hlusta á tónleika en ef það stendur og dillar mjöðmunum sé ekki verið að hlusta á tónleika. Þetta er í raun hlægilegt. Við viljum reyna að breyta þessu hugar- fari." Síðan skein sól verður með eitt lag f kvikmynd Júlíusar Kemp, Veggfóður, sem verður frumsýnd nú í sumar og henni samfara verður plata. Tvö lög verða einnig á sumarsafnplötu Skífunnar. „Okkur langaði til þess að gefa út tólftommu sjálfir hérna heima í sumar en það bara gefst ekki tími til þess. Vegavinnan verður númer eitt og við hlökkum mik- ið til að hitta vini og kunningja úti á landsbyggðinni," sagði Helgi Björnsson að lokum. NÝJAR HLJÓMPLÖTUR Hinn aldni blusari Pinetop Perkins er í góðu formi á nýrri plötu sinni og nýtur undirleiks frá Vinum Dóra og Chicago Beau. PINETOP PERKINS: WITH CHICAGO BEAU AND THE BLUE ICE BAND ALVÖRU BLÚS Allt frá því að Vinir Dóra (The Blue lce Band) komu fyrst fram hérlendis á tónleikum með John Mayall á Borginni fyrir um þremur árum (27.2 '89) hefur leiðin legið upp á við. Vinir Dóra eru orðnir að blúsveldi, ekki bara hérlendis heldur líka erlendis. Og nú er komin út plata með einum virt- asta blúsmanni samtíðarinnar, píanóleikaranum Pinetop Perkins (rétt nafn hans er Joe Willie Perkins) en hann verður áttræður á næsta ári. Nafnið Pinetop fékk hann að láni frá öðrum blúsara, Pinetop Smith. Þarna spila Vinir Dóra undir; Halldór Bragason (gítar/rödd- un), Guðmundur Pétursson (gítar), Haraldur Þorsteinsson (bassi) og Ásgeir Óskarsson (trommur). Þá kemur annar Chicago blúsari, munnhörpu- leikarinn Chicago Beau, við sögu á plötunni. Það eru tíu lög á plötunni, þar af fjögur eftir Pinetop og sex þeirra voru tekin upp á Púlsinum í nóvember í fyrra. Þetta er allt saman alvöru blús, spilaöur af svífandi létt- leika eins og heyrist í lögunum Kidney Stew, Yonders Wall, Whiskey Headed Woman og Got My Mojo Working. Hljóð færaleikurinn í heild sinni er pottþéttur enda engir aukvisar hér á ferð. Gamli maðurinn er stórskemmtilegur og ekki spill- ► Fimmta plata hljóm- sveltarlnnar James frá Manchester hljómar betur og betur með hverri hlustun. ir bandið né Chicago Beau fyrir. STJÖRNUGJÖF: *★** JAMES: SEVEN SJÖ SANNFÆRANDI Margt gott kemur i poppinu frá Englandi og undanfarin ár hef- ur Manchester gjarnan verið í sviðljósinu sökum þess hve margar gæðasveitir hafa kom- ið þaðan. Ein þessara sveita er James sem hefur verið starfandi í níu ár og er Seven fimmta plata sveitarinnar. í James eru sjö menn innan- borðs, söngvari, trompetleik- ari, trommari, bassisti, hljóm- borðsleikari og tveir gítar- leikarar. Það er Tim Booth söngvari sem leiðir sveitina, semur alla texta hennar og með rödd sinni skapar hann henni þá sérstöðu sem hún hefur. Á Seven er aö finna margar prýðilegar lagasmíðar, falleg- ar poppmelódíur á borð við Ring the Bells sem undirrituð- um finnst eitt besta lag plöt- unnar. Fast á hæla því koma Born of Frustration, titillagið Seven og Bring a Gun sem er kraftmikill poppsmellur með vel útsettum trompetleik. Stríðsádeilan Mother er í rólegu deildinni og þar nýtur fiðlan sín vel en annar gítar- leikaranna strýkur strengi hennar. Seven er sannfærandi poppplata sem hljómar betur og betur með hverri hlustun. STJÖRNUGJÖF: ★★★★ UMSJÓN: GUNNAR H. ÁRSÆLSSON

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.