Vikan


Vikan - 11.06.1992, Page 69

Vikan - 11.06.1992, Page 69
kemmtistaðurinn Edinborg í Keflavík var troðfullur af fólki kvöldið sem Suðurnesjamenn völdu fyrirsætu ársins i fyrsta sinni. Tólf stúlkur kepptu um titilinn eftir að hafa stundað líkamsrækt í æfinga- stúdíói Bertu Guðjónsdóttur og notið sviðsþjálfunar hjá Kolbrúnu Aðal- steinsdóttur frá Módelmynd. Auk utan- landsferðar og fleiri góðra vinninga öðlaðist sigurvegari keppninnar þátt- tökurétt f fyrirsætukeppni Vikunnar 1992. Það var Gunnur Magnúsdóttir sem varð hlutskörpust, en hún er 17 ára gömul og hefur stundað nám á nátt- úrufræðibraut við Fjölbrautaskóla Suöurnesja. í öðru sæti varð Sigríður Margrét Oddsdóttir, 16 ára gömul við nám í Verzlunarskóla íslands. í þriðja sæti hafnaði svo Lára Sif Jónsdóttir, einnig 16 ára, en hún stundaði í vetur nám við grunnskóla Njarðvíkur. Sigur- vegarinn er fædd í hrútsmerkinu, en hinar tvær í nautsmerkinu - svona til upplýsinga fyrir þá sem áhuga hafa á stjörnuspekinni. Dómnefndin, sem skipuð var sjö manns, átti ákaflega erfitt með að gera upp á milli stúlknanna enda fór það svo, að fimm þátttakendum var boðinn samningur hjá lcelandic Models og eru að minnsta kosti tvær til viðbótar líklegar til að fá slíkt tilboð. Kynnir á krýningarkvöldinu var Páll Hjálmtýsson og fór hann á kostum I kynningum sínum. Lét hann sig ekki muna um að taka lagið fyrir gesti og taka rækilegan þátt I einu sýningar- atriða keppenda, en kynningin á stúlk- unum var mjög frábrugðin því sem menn eiga að venjast og var kynning- aratriðunum óspart klappað lof I lófa. Um hárgreiðslu stúlknanna sáu þær Ásdís, Marta og Jóhanna á hár- greiðslustofunni Elegans sem og þær Pála og Lilja á Hárgreiðslustofu Pálu. Förðunin var hins vegar I höndum Kristínar hjá Nýju útliti og Siddýjar I Gloríu, en báðar notuöu þær snyrtivör- ur frá Make-up Forever auk þess sem Siddý notaði vörur frá Elizabeth1 Arden. Það voru þrír aðilar sem að keppn- inni stóðu, Víkurfréttir, Nýtt útlit og Gloría og nutu aðstoðar fjölmargra styrktaraðila. Dómnefndin var skipuð Hendriku Waage frá lcelandic Models, Huldu Lárusdóttur Æfingastúdíóinu, Páli Ket- ilssyni Víkurfréttum, Guðrúnu Ólafs- dóttur Módelmynd, Birni T. Haukssyni (Bonna) Ijósmyndara, Þórarni Jóni Magnússyni Vikunni og Halldóri Reykdal sem er starfandi módel á Suðurnesjum. □' GUNNUR A Þær tóku þátt í fyrstu keppnlnni á Suðurnesj- um um titll- inn fyrlr- sæta árslns. ► Þær urðu hlut- skarpastar, t.v.: Sigrfð- ur Margrét Oddsdóttir, Gunnur Magnús- dóttir og Lára Slf Jónsdóttir. Sigurvegarinn, Gunnur Magnus- dóttlr, ásamt nokkrum slnna nánustu eftir að úrslitin höfðu verið kunngerð. ◄ Dómnefndin eftir að hafa loks komið sér saman um hverjar skyldu raðast í þrjú efstu sæti keppninnar. Gjafir Óvænt kallaðl Páll Hjálmtýsson dömurnar f dómnefndinni fram á gólflð fyrir krýningu og tilkynnti þelm að keppendurnlr vlldu fá að heyra þær taka lagið. Ekki stóð á þvi - og ekki skoraðist Páll undan þvf að veita Iftilaháttar aðstoð elns og s|á má á myndlnnl... Sigurvegarinn hlýtur Lundúna- ferð með Flugleiðum, dem- antshring frá Gulli og Silfri, YSL eyrnalokka frá versluninni Sigurboganum, tíu þúsund kr. fataúttekt frá versluninni Kóda, Society ilm og bodylotion frá Niko-heildverslun og kvöldverð fyrir tvo á Flughóteli. Þá fá þrjár efstu stúlkurnar Montana ilmvatn og sápu frá Klassik, heildverslun, Crabtree gjafabox frá Snyrtistofunni Maju, 3 mánaða æfingakort frá Æfingastudeo, undirfatnað frá Freyborg, heildverslun og tvo nuddtíma hver frá Nuddstofu Gullýjar í Garði. Allar stúlkurnar fá Immun- age hand- og bodylotion frá Stefáni Thorarensen, heild- verslun, Filodora sokkabuxur frá íslenskri vörudreifingu, námskeið frá Model Mynd og förðun frá Gloriu og Nýju útliti og Montana ilmvatn frá heild- versluninni Klassík. 12. TBL. 1992 VIKAN 69 VALIN FYRIRSÆTA SUÐURNESJA

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.